Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 12
STJORNUSPEKI
vera ábyrg. Hver og einn
þarf að taka af skarið til að
koma sér í þá aðstöðu að
vera sólarmegin," segir
Gunnlaugur. Hann bætir þvf
við að hann hafi síður en svo
alist upp sólarmegin. Faðir
hans var sjómaður sem
drukknaði á togaranum Júlí
árið 1959. Gunnlaugur var
þá tæplega fimm ára, átti
ársgamlan bróður og átta
ára systur. „Ég var settur í
fóstur hjá móðurömmu minni
í Reykjavík og mamma fór
að vinna í Keflavík. Systkini
mín voru send upp á Akra-
nes þannig að ég missti í
raun föður, móður og bæði
systkini mín á einu bretti.
(Auðvitað skapar svona
reynsla ótta og óöryggi sem
situr eftir. Dauði föður míns
var aldrei ræddur við mig.
Svo liðu 30 ár og ég var allt-
af með óróa og verk fyrir
brjósti sem ég ýmist reyndi
að horfa framhjá eða rakti til
kaffidrykkju. Þegar ég fór að
rekja málin til baka uppgötv-
aði ég að ég var með tilfinn-
ingahnút í brjóstinu og þjáð-
ist af sorg.“
Gunnlaugur þjáðist einnig
af kvíða og hræðslu, alveg
sama hversu vel honum
gekk. „Þótt nóg væri að gera
var ég með í maganum að
þá yrði bara minna að gera f
næsta mánuði eða eitthvað
áfall henti. Þetta rek ég beint
til öryggisleysis í bernsku,"
segir hann.
HÆTTI AÐ FLÝJA
SORGINA
Fyrir þremur árum sat hann
við í átta mánuði og undirbjó
sjálfsræktarnámskeið. Þá
segist hann hafa hætt að
flýja þessa sáru reynslu. „Ég
leyfði sorginni að koma upp,
horfði á hana hlutlaust og
bara syrgði. Óuppgerð sorg,
sem ég bar innra með mér,
hafði staðið mér fyrir þrifum.
Ég syrgði pabba aldrei al-
mennilega og var reiður út í
hann fyrir að hafa dáið og
brugðist okkur. Það er órétt-
látt að vera reiður út í mann,
sem deyr við skyldustörf, en
sú reiði var til staðar og ég
þurfti að gera hana upp.
Þess vegna finnst mér stór-
kostleg þessi áfallahjálp sem
boðin er í dag. Það er svo
mikilvægt að fá útrás," segir
Gunnlaugur.
Amma Gunnlaugs lést
þegar hann var 14 ára. Móð-
ursystir hans fékk krabba-
-
mein þegar hann var 17 ára
og lést eftir tveggja ára erfið
veikindi. Móðir hans hafði
nokkru áður flust til Reykja-
víkur en um þetta leyti veikt-
ist hún einnig. 19 ára hélt
hann því út í lífið, án stuðn-
ings frá fjölskyldunni en
samband við föðurfjölskyld-
una, sem bjó á Suðurnesjum
og á Skaganum, hafði verið
litið.
„Ég átti sem sagt enga föð-
urfjölskyldu, enga föðurímynd
og engan pabba en svo
hurfu konurnar líka úr lífi
mínu áður en ég varð tvítug-
ur,“ segir Gunnlaugur. „Þetta
er náttúrlega eins og Lax-
ness sagði: „Næst því að
missa móður sína er fátt
hollara ungum börnum en
missa föður sinn.“ Það er
dýpri sannleikur í þessu.
Fólk, sem lendir í svona
missi, verður einhvern veg-
inn að bjarga sér út úr hon-
um. Ég hef bara þurft að
spjara mig sjálfur." Gunn-
laugur nefnir að hann hafi
meðal annars þurft að kom-
ast yfir sektarkennd sem er
algeng hjá eftirlifendum.
Hann segist hafa spurt sig:
Missi ég ástvini mína vegna
þess að ég er svona vond-
ur? Er verið að refsa mér?
HNEYKSLI! SEGIR
KIRKJUÞING
Fyrir nokkrum árum fékk
Gunnlaugur 350 þúsund
króna styrk frá Reykjavíkur-
borg til að vinna að mark-
aðssetningu á Bókinni um
þig erlendis. Styrkveitingin
vakti athygli sem Gunnlaug-
ur hefði getað verið án.
„Kirkjunnar menn urðu æfir
og kváðu hneyksli að vera
að styrkja „hjátrú og hindur-
vitni“. Kirkjuþing ályktaði um
málið og ályktun þess var
birt í Morgunblaðinu. „Kirkju-
þing hefur ekki séð önnur
vandamál í þjóðfélaginu.
Væntanlega hefur allt annað
verið í himnalagi," segir
hann.
Það, að Gunnlaugur ætl-
aði að selja sína þekkingu
og hugvit úr landi og fá inn
gjaldeyri, var semsé talið til-
efni til sérstaks fundar á
þriggja daga kirkjuþingi
1992. Gunnlaugur segist
hafa fengið blaðamenn yfir
sig í haugum og öll hafi at-
hyglin verið neikvæð. Þetta
var erfiður tími og Gunnlaug-
ur segir að kannski hafi 350
þúsundin farið fyrir lítið
vegna þess að hann eyddi 2
- 3 mánuðum í að verja sig í
stað þess að hafa næði til
þess að vinna.
Af þessu tilefni hafði
Gunnlaugur samband við
sinn sóknarprest og óskaði
eftir viðtali við klerkinn sem
hafði tekið málið upp á
kirkjuþingi. „Kirkjunnar menn
virtu mig hins vegar ekki við-
lits,“ segir hann og viðtalið
átti sér aldrei stað. Hann
segir sér hafa sárnað þessi
árás og upplifað þetta eins
og verið væri að útskúfa
honum úr kirkjunni.
„Ég er kristinn og reyndar
mjög trúaður og þess vegna
sárnaði mér þetta enn meira.
Ég hlaut kristilegt uppeldi hjá
ömmu minni sem var kirkj-
uorganisti og átti stórt, trúar-
legt bókasafn. Svo kemur
klerkur með tóma kirkju og
segir: „Það sem þú ert að
gera er vitleysa og blekking!"
Það má spyrja sig hvort
þetta séu menn sem hafi
reynt eitthvað í lífinu. Það
lýsir skorti á samhygð og
samúð að ráðast gegn
mönnum, sem eru að reyna
að bjarga sér, og neita svo
að hlusta á þeirra sjónarmið.
Það er töluverð ábyrgð að
banna fólki að bjarga sér,
hvort sem björgunarleiðin
heitir jóga, sálfræði eða
stjörnuspeki. Ég er sonur
sjómanns sem drukknaði við
skyldustörf. Sjómenn eru
þeir sem halda uppi þjóðfé-
laginu og hætta lífi sínu fyrir
hina. Ekki fékk ég neina
áfallahjálp. Ég hef sjálfur
þurft að berjast út úr þeirri
sorg og þeim erfiðleikum
sem komu upp. Það var
stjörnuspekin sem bjargaði
mér; sjálfsþekkingin. Núorðið
er ég góður í þessari vinnu
og hef hjálpað mörgum. Ég
þurfti að móta mína eigin sið-
fræði; faðir minn var látinn
og ekki fékk ég neina sið-
fræðiþekkingu frá kirkjunni
þótt ég hafi leitað hennar."
Á unglingsárunum reyndi
Gunnlaugur að leita til prests
með sína innibyrgðu sorg,
en fékk enga hjálp. Honum
er líka ógleymanlegt að þeg-
ar hann fermdist rifust prest-
arnir í kirkjunni og kölluðu
hvor annan skíthæl fyrir
framan fermingarbörnin!
„Hvernig átti ég að bjarga
mér? Ég hefði auðvitað átt
að leggjast í drykkju niðri á
Hallærisplani, það er viður-
kennd leið. Ef andlegu hjálp-
ræðisleiðunum er lokað þá
er ekkert annað eftir en
brennivínið og víman. Þess
vegna er svo sorglegt að
banna fólki að leita andlegu
hjálpræðisieiðanna,“ segir
hann.
SKAPA MINN HEIM
SJÁLFUR
Gunnlaugur leitaði siðfræði-
þekkingar í bókum og fann
sumt í kristni og annað í
austrænum fræðum. Hann
undirstrikar að stjörnuspeki
sé sálfræði og sjálfsþekking-
arleið en ekki trúarbrögð og
því ekki í samkeppni við
þjóðkirkjuna sem hann, þrátt
fyrir allt, vill allt hið besta.
Gunnlaugur og Svana, kona
hans, styrkja t.d. tvö ind-
versk börn með mánaðar-
legu framlagi í gegnum
Hjálparstofnun kirkjunnar og
hafa gert í mörg ár. „Kirkjan
er að gera marga góða
hluti,“ segir hann. Stóru,
brúnu augun minna á sjá-
andaaugu; augu einhvers
sem hefur séð flest og um-
borið enn meira. „Ég er
sterkur í dag en ég er fer-
tugur og hef verið að vinna
með sjálfan mig í 20 ár. Ég
þurfti að takast á við sektar-
kennd og minnimáttarkennd.
Þegar ég var um tvítugt,
svalt ég á tímabili og þjáðist
af næringarskorti. Ég átti
enga peninga og engin föt,
það vantaði allt. Ég var i al-
geru rusli þegar ég ákvað að
taka mér tak, 24 ára gamall.
Ég var í Kaupmannahöfn,
atvinnulaus, í febrúar, í kaldri
risíbúð, veikur og vinafár. Ég
þurfti að vinna mig upp úr
myrkrinu. Það gerði ég með
ýmsum aðferðum, m.a. því
að fara í viðtöl til sálfræð-
inga, breyta mataræði og
taka upp reglulega líkams-
rækt.“
Lífið er fullt af atvikum
sem ekki er hægt að kanna
með skilningarvitunum fimm
einum saman. Lífið á sér
leyndardóma og lagskiptan
tilgang sem reynist óskiljan-
legur þeim sem ætla að
beita tölfræði og raunsæis-
tökum. Það er hægt að gefa
sér að maður með reynslu
Gunnlaugs geti orðið góður
sálusorgari. Það er jafn Ijóst
að einungis sterkur persónu-
leiki hefði getað yfirunnið þá
reynslu án þess að láta þug-
ast. Sjálfur segir hann: „í dag
finnst mér allt hægt. Ég
skapa minn heim sjálfur." □
12