Vikan


Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 43

Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 43
SAMSKIPTAÖRÐUG- LEIKAR OG TILVERURÉTTUR Það eru örugglega til erf- iðir og ósanngjarnir nábúar víðar en á þeim stað sem Birna og börnin hennar búa á þessa stundina. Þannig að erfitt er að líta svo á, að flutningur myndi endilega leysa samskiptalega örðug- leika þessarar fjölskyldu við þá sem deila umhverfinu með henni hverju sinni. Ef Birna trúir því að hún eigi einhvern tilverurétt eins og allir aðrir, þá á hún ekki að gefa eftir á vitlausum stöð- um við ófullkomið fólk og láta það reka sig á flótta. Hún á að halda sinni reisn og trú á sjálfa sig og hvetja börnin sín til að gera það sama. STUÐNINGUR FAGFÓLKS ÆSKILEGUR Hvað varðar spurningu Birnu um það hvaða áhrif þetta hafi á börnin núna og svo kannski í framtíðinni er erfitt fyrir leikmann að spá nokkru um. Þó verður að segjast eins og er að röng framkoma fullorðinna við börn hefur aldrei góð áhrif á þau. Reikna má með að sjálfsmat þeirra sé þegar eitthvað aflagað og þess vegna gæti verið klókt fyrir Birnu að leita sér stuðnings félagsráðgjafa eða sálfræð- ings í þessu sambandi. Hún þarf náttúrlega að fá ábend- ingar við að reyna að út- skýra fyrir börnunum hvers vegna allt þetta óréttlæti dynji á þeim. Hún getur jafn- framt stappað sjálf í þau stálinu með því að leiða þeim fyrir sjónir af ákveðni að þau geti ekkert að því gert hvernig aðrir hegða sér. Ástandið er ekki þeim að kenna, en þau eru aftur á móti fórnarlömb þess þvf miður. LAGALEGA HLIÐ MÁLSINS OG ÁMINNING Eins getur hún bent þeim á að við eigum ekki að láta aðra breyta skoðun okkar á sjálfum okkur ef okkur þykja viðhorf annarra til okkar heimskuleg og ósanngjörn en ekki velviljuð og gagnleg. Við verðum jú sjálf að hafa trú á manngildi okkar og byggja þá trú m.a. á hug- myndum okkar um það hvað sé eftirsóknarvert manngildi. Gangi framferði nábúanna það langt að enginn af fjöl- skyldumeðlimunum geti um frjálst höfuð strokið er eðli- legt að leita ráðgjafar hjá lögfræðingi og fá hreinlega hans álit á því hvað langt ná- grannar geti gengið í að áreita nábúa sína án þess að þeir fái lagalega áminn- ingu fyrir vikið. ORSÖK OG AFLEIÐING RANGLÆTIS Af því að Birna spyr um það hvort fólki hefnist ekki fyrir það að gera lítið úr öðr- um þá er ágætt að íhuga ákveðna hluti í því sam- bandi. Við, sem fyrir ranglæti verðum, eigum t.d. ekki að hefna okkar á óvildarmönn- um okkar. Það er beinlfnis rangt, auk þess sem það er algjör óþarfi. Þeir hanna hefndina sjálfir með rangri hegðun sinni. Allt neikvætt atferli hittir höfund sinn fyrir að lokum. Við uppskerum nefnilega eins og við sáum til. Ef við högum okkur óvið- kunnanlega og fótum troðum aðra að ósekju gætum við verið að leggja sjálfviljug drög að okkar eigin vand- ræðum síðar. Öll breytni á sér rætur í einhvers konar orsök og allar orsakir eiga sér einhvers konar afleiðing- ar. Hvernig nákvæmlega getur enginn sagt til um nema guð almáttugur og svo framtíð fólksins. KLÓKT AÐ ÆPA Á HJÁLP Ef við veltum fyrir okkur hvort það sé heppilegt að Birna segi konum mannanna tveggja frá kynferðisáreitinu, sem hún hefur orðið fyrir af völdum manna þeirra, þá vefst manni tunga um tönn. Augljóslega myndu þær aldrei trúa slíku upp á þá vegna þess að þær fyrirlíta hana en virða þá e.t.v. Betra væri, ef hún yrði fyrir frekara áreiti á göngum hússins, að hún hreinlega æpti á hjálp. Þannig gæti hún mögulega vakið athygli nábúanna, og þá eiginkvennanna jafn- framt, á óskammfeilni mann- anna. Hún á að láta reyna á það hvort ekki sé hægt að góma þá við þessa ósmekk- legu iðju sína. Þetta myndi vera klókari og áhrifameiri leið til að bera hönd fyrir höf- uð sér en að reyna að tala við manneskjur sem hafa fyrir löngu gefið sér kolvit- lausa mynd af Birnu og myndu því trúa öllu illu uppá hana. Væntanlega álíta þær eiginmenn sína fullkomna. EÐLILEGT AÐ KÆRA RANGLÁTAR UPPSAGNIR í þeim tveim tilvikum sem Birna hefur bókstaflega misst vinnuna út af rógi og sögusmettuhætti nábúa sinna, er rétt fyrir hana að ígrunda möguleika á að kæra fyrrverandi yfirmenn sína fyrir sínu stéttarfélagi vegna uppsagna á röngum og ómaklegum forsendum. Það segir sig sjálft að hafi ekkert verið athugavert við Birnu sem starfskraft, þá á hún ekki að missa vinnuna vegna þess að einhverjir aðrir grafa undan tiltrú yfir- manna hennar á henni á vinnustaðnum. Það er því eðlilegt að reyna að klóra í bakkann fyrir sjálfs sín hönd og athuga þann rétt sem undirmaður á að eiga gagn- vart yfirmanni sínum ef við- komandi kemur ódrengilega fram við hann á vinnustað. MANNGILDIÐ OG ÁLIT ANNARRA Lögin segja sennilega eitt- hvað um þetta atriði og þess vegna er ágætt fyrir Birnu að bera þessar vinnuárásir á hana undir lögfróðan ein- stakling líka, ef hún mögu- lega á kost á slíkum stuðn- ingi. Hitt er svo annað mál að eins og við töluðum um í upphafi þá er ótrúlega erfitt að verjast röngum sjónar- miðum annarra og ekki síst ef manngildi okkar og einka- l(f er í húfi. Það er líka ákaf- lega slítandi að vera sífellt að reyna að verja það sem við ættum ekki einu sinni að þurfa að hafa áhyggjur út af. Hvað öðrum þykir um okkur á að skipta okkur minna máli en hvað okkur þykir sjálfum um aðstæður okkar og manngildi. SIÐFERÐISMÖRK Í SAMSKIPTUM MIKILVÆG Þegar aftur á móti árásir annarra fara út í hreinan níð- ingshátt gagnvart þeim okk- ar sem fyrir árásunum verða þá þurfum við að grípa til þeirra ráða hverju sinni sem líkleg eru til að opna augu þeirra sem fólskuhátt ástunda fyrir t.d. ranglætinu sem framferði þeirra fylgir alltaf fyrir þá sem fyrir verða. Viðkomandi skapar saklaus- um fórnarlömbum slúðurs og rætni óbærilega líðan eins og í tilviki Birnu og fjölskyldu. Við verðum vitanlega að setja okkur heppileg og já- kvæð siðferðismörk í sam- skiptum. Mörk sem liggja m.a í því að við eigum ekki að troða hvert á öðru og láta eins og það sé í lagi að brjóta aðra niður með illgirni og slúðri, án eftirtrega. ÁRÍÐANDI AÐ META AÐRA AF TILLITSSEMI Eða, eins og rægða konan sagði eitt sinn að gefnu til- efni. „Elskurnar mínar. Ég er alls ekki gallalaus og veit það ósköp vel sjálf. Það þýð- ir ekki að fólk hafi rétt til að gera lítið úr minni persónu. Ég á minn rétt og mögulegir vankantar mínir hljóta fyrst og fremst að verða sjálfri mér erfiðir þegar á allt er lit- ið. Því ættu aðrir ekki að hafa áhyggjur af þeim yfir- leitt og allra síst ef þeir líða ekki fyrir þá. Við upphefjum nefnilega ekki sjálf okkur með því að gera lítið úr öðr- um. Við ættum í raun að leyfa hverri manneskju að kynna sig fyrir okkur á þann hátt sem henni þykir sjálfri fýsilegastur. Þannig getum við betur metið aðra af sann- girni og tillitssemi." Með vinsemd, Jóna Rúna Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran Kambsvegi 25, 104 Reykjavík 2. TBL. 1995 VIKAN 43 SÁLRÆN SJÓNARMIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.