Vikan


Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 61

Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 61
Inni í dómkirkju heilags Jóhannesar í Harlem. V | j, ' II» Apollo-leikhúsió auglýsir áhugamannakvöld. Raðhús á Sugar Hill. og baríton og fjórum for- söngvurum, fyrir utan prest- inn, séra Lee Arrington, sem líka tekur lagið. Messan er sannarlega á við bestu tón- leika. Söfnuðurinn gengur um, tekur í hendur aðkomu- fólks og biður Guð að blessa það. í þessum söfnuði eru engir auðkýfingar en „systur“ í hvítum hjúkrunarkonubún- ingum ganga um með söfn- unarbauk og gestir gefa óhikað f baukana. Whitney Huston, Stevie Wonder og Aretha Franklin byrjuðu öll feril sinn í babtistakirkjum og jazz, rýtmablús og jafnvel rapp sprettur úr gospelsöng. Sylvia's, þekkasti veitinga- staður Harlem, selur steiktan kjúkling, kryddlegin rif, bökur úr sætum kartöflum og ann- að Suðurríkjalostæti. Sunnu- dags„brunchi“ má renna nið- ur við undirsöng gospel- söngvara. Takið ykkur tíma til að kanna markaðinn á horni 125. götu og Lenox Avenue (gegnt Sylviu). Á þessum markaði er seldur afrískur fatnaður, skartgripir og listaverk í ýmsum gæða- flokkum. Á 125. götu er einnig að finna Apollo leikhúsið sem opnað var árið 1914 sem óperuhús fyrir hvíta. Það varð ekki frægt fyrr en hvítur umboðsmaður tók við því ár- ið 1934. Hann opnaði leik- húsið öllum kynþáttum og breytti því í þekktasta skemmtikraftavettvang Har- lem þar sem listafólk á við Bessie Smith, Billie Holiday, Duke Ellington og Dinah Washington komu fram. Áhugamannakvöld á mið- vikudögum, þar sem sigur- vegarar voru valdir sam- kvæmt lengd lófataks áheyr- enda, voru fræg og langur biðlisti eftir að komast að. Ferill Söru Vaughan, Pearl Bailey, James Brown og Gla- dys Knight, meðal annarra, hófst á þessum áhugafólk- skvöldum. Apollo leikhúsið var gert upp fyrir áratug og þar skemmta enn skemmti- kraftar í fremstu röð með blús, jazz, gospel og dansi. Á næstunni stendur til að breyta og bæta í Harlem, meira en nokkru sinni frá lokum síðari heimstyrjaidar. Bæði ríki og borg leggja peninga til verksins, þannig að það fé, sem íbúar Harlem greiða árlega í skatt, er nú á leiðinni til þeirra aftur. □ Upphaflega framhlióin en nú bakhlió sumarhúss Hamil- tons. Þetta er eina timburhúsió sem eftir er í New York, klemmt inn á milli kirkju og íbúóarhúss. breiðgata og í Jackie Robin- son garðinum er stór úti- sundlaug til almenningsnota á heitum sumardögum. Strivers Road eða Strit- aragata, var reist fyrir rík- menni. Hér bjuggu Lena Horne og Bojangles Robin- son. Söngkonan Lena Horne var vinsæll skemmtikraftur á Waldorf-Astoria en gat að sjálfsögðu ekki búið þar, sökum hörundslitar. í Harlem er eina hótelið sem tók við blökkumönnum allt fram til ársins 1960. Harlem eru 400 kirkjur. Við förum í litla babtistakirkju sem kallast Paradís. Babtistatrú er yfirgnæfandi vegna þess að hér eiga flestir ættir að rekja til Suður- ríkjanna; Alabama, Georgíu og Karólínanna. Kirkjan er alger upplifun og aðkomufólkinu tekið opn- um örmum. Húsnæðið er gamalt bíóhús og á sviðinu er fjórtán manna blandaður kór með sópran, alt, bassa 2. TBL. 1995 VIKAN 61 VIKAN I NEW YORK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.