Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 25
að ég héldi aft-
ur tónleika í Ar-
gentínu."
SANNKÖLLUÐ
STÓRBORG
í Barcelona er
allt sem hugur-
inn girnist og
byggingarstíll-
inn er glæsileg-
ur. Hús, sem snill-
ingurinn Gaudi teiknaði,
setja svip sinn á borgina;
modernisminn hafður í há-
vegum, ávalar iínur, flúr og
mósaík. Nýjasta hönnunin
tengist Olympíuleikunum;
glerjaðir skýjakljúfar, súlur
og stál. Þrátt fyrir alla dá-
semdina sem aðkomumaður
sér í stuttri heimsókn er
Barcelona eins og aðrar
stórborgir. Þar sem gítarleik-
arinn Arnaldur hefur nóg að
starfa og getur komist í burtu
annað slagið finnst honum
ágætt að búa í borginni.
„Mér finnst ekkert sérstak-
iega notalegt að búa inni í
miðri stórborg," segir hann.
„Það er ókostur að mörgu
leyti. Það er til að mynda
ekkert gaman að bregða sér
út í göngutúr. Maður sér ekk-
ert nema götur, bíla og hús
og svo er náttúr-
lega bölvaður
hávaði og meng-
un í borginni. Við
gætum vel hugs-
að okkur að
j flytja út fyrir
borgina en
mér þykir
frekar ólík-
legt að af því
verði. Við erum
með okkar eigin rekstur svo
að segja í næsta húsi og
það er mjög þægilegt.''
Arnaldur segir að fólk
reyni að koma sér út úr
bænum um helgar og sumir
eiga eitthvert afdrep annars
staðar. Ströndin er náttúr-
lega vinsæl og á veturna
fara margir á skíði. Hann
segir að í Barcelona sé
skóladagurinn langur og að
skólarnir sjái um að geyma
krakkana til klukkan fimm til
hálf sex á daginn. „Þegar
þeir eru orðnir þreyttir og
langar til að leika sér er al-
gengt að þeir séu settir í
dansskóla, tónlistarskóla,
tennis eða aukatíma í
ensku. Þegar heim er komið
eru krakkarnir meira og
minna lokaðir inni vegna
þess að hér tíðkast ekki að
hleypa ungum krökkum ein-
um út á götu.“
KATALÓNÍA
Eiginkona Arnalds er kata-
lónsk en flestir Katalóníu-
menn tala katalónsku sín á
milli. Þau hjónin tala saman
á spænsku en það mál lærði
Arnaldur í Alicante. „Ég skil
katalónsku ágætlega," segir
hann. „Katalónskan er ein af
þessum latnesku mállýskum
og hún er ekkert sérstaklega
lík spænsku þótt mörg orð
séu náttúrlega mjög svipuð.
Spánverjar eiga mjög erfitt
með að skilja katalónsku
vegna þess að mörgum orð-
um svipar meira til frönsku,
sum eru líkari ítölsku og
önnureru líkari portúgölsku."
Arnaldur segir að flestum
Katalóníumönnum finnist
þeir ekki vera Spánverjar og
að hann geti alveg skilið það
vegna þess að þeir eigi ekki
mikið sameiginlegt. „Það er
kannski erfitt fyrir íslendinga
að átta sig á því svona í
fljótu bragði," segir hann, „en
það eru fjórar þjóðtungur á
Spáni þannig að það er ekk-
ert skrítið að hverjum hópi
finnist hann ekki eiga neitt
sérstaklega mikið sameigin-
legt með öðrum. Þetta er
svipað og að segja Norð-
mönnum að þeir séu Svíar.
Þeir tala aðra tungu og eiga
sér aðra sögu þótt þeir séu
nágrannar. Katalónía nær
langt upp í Frakkland og
Katalóníumenn eru pólitískt
kallaðir Spánverjar eða
Frakkar. Ég held að spænsk-
ir og franskir Katalóníumenn
hafi miklu meiri samkennd
hver með öðrum heldur en
með Spánverjum eða Frökk-
um.“
Spánverjar virðast yfirleitt
ekki vita mikið um ísland en
Arnaldur segir að smám
saman hafi vitneskja þeirra
um landið aukist. „Land-
kynningarþættir um ísland
og fræðsluþættir um jarð-
fræði og fuglalífið hafa verið
sýndir í sjónvarpinu hér á
Spáni og það tala allir um
hvað landið sé fallegt. Menn
vita jú að íslendingar flytja
mikið út af saltfiski en margir
halda að það sé mjög kalt
þar. Sumir halda að landið
sé ísi hulið og að það sé
mjög langt í burtu. Miklu fjar-
lægara en það er í rauninni.
í hugum margra er þetta eitt-
hvert dularfullt ævintýraland
við norðurpólinn." □
NBcr-OKiaN,.
SXS8ST"
SYSTÉME
BIOLAGE
Við þróun Systéme BiolageBody baðlínunar hefur
Matrix blandað nýjustu hugmyndum í umhverfis-
vernd við þekkingu sína á umnirðu líkamans og
er afraksturinn umhverfisvæn efni í umhverfis-
vænum pakkningum. Matrix Aromascience
ilmurinn sefar og róar um leið og hann fyllir
BiolageBody baðlínan fæst hjá eftirtöldum hársnyrtistofum:
okkur frábærri vellíðan. Inniheldiir alphá-
hydroxy-sýru úr ástríðuávöxtum, sem flýtir fyrir
bví að une. nv húð komist unn á vfirbnrðið
Aþena Lcirubakka
Art Gnoöavogi
liardó Ármúla
Dís Ásgaröi
Hsn. Furugerði 1
Pompadour Ármúla
Ónix Grandavegi
Hsn. Vitatorgi
Ýr Lóuhólum
Hárform Mosellsbæ
Hsn. Guörún s/f Haínarí.
Meyjan Haínarfirði
Hsn. Önnu og Nínu Hafnarí.
Hárið s/f Kópavogi
Gott Útlit Kópavogi
Madonna Garöabæ
Hsn. Möggu Dóru Siglufiröi
Cleopatra Egilsstööum
intynd Vestmannaeyjum
Classic Akranesi
Hsn. Taco Grindavík
Hsn.Siggu Þrastar fsafirði
Hsn.Gunnhildar Hellisandi
Hl’ bárstofan Bolungarvík
Hárnýung Þorlákshöfn
Hsn.Guölaugar Vopnafiröi
Hsn. Ólafar Hjarlard. Grenivík