Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 33
fylgstu með dagskránni.
Þeir, sem eiga erfitt með að
sofna á kvöldin, ættu ekki að
fá sér miðdegislúr. En fyrir
þá, sem vinna erfiðisvinnu
og eiga auðvelt með að
sofna á kvöldin, ætti mið-
degislúr ekki að skaða.
Hann ætti þó ekki að vara
lengur en í eina klukkustund.
PLÖNTUR BÆTA
LOFTIÐ
Lengi var því haldið fram
að plöntur ættu ekki heima í
svefnherbergjum. En nú er
öldin önnur. Það er búið að
komast að því að plöntur
framleiða súrefni og bæta
loftið. Sérstaklega plöntur
með stór blöð eða mikla
blaðgrænu.
RÚMDÝNAN
Margir, sem sofa illa, liggja
á vondri dýnu. Bestu dýn-
urnar eru þær þar sem
hryggurinn er í sinni eðlilegu
stellingu. Axlirnar og mjaðm-
irnar mega síga aðeins nið-
ur, enda á dýnan að geta
lagað sig eftir líkamslögun
hvers og eins. Ef þú liggur á
of harðri dýnu hvílist líkam-
inn ekki og of mikið álag
verður á einstökum líkams-
hlutum eins og öxlum og
mjöðmum. Ef þú liggur á of
mjúkri dýnu er það eins og
að liggja í hengirúmi. Og það
veldur því að hryggurinn
liggur ekki beinn. Þumal-
puttareglan er að þungt fólk
eigi að sofa á harðari dýnum
en þeir sem léttari eru. En
stærð og líkamsbygging spil-
ar einnig inn í.
RYKMAURAR
Þessi örsmáu sníkjudýr,
sem lifa á öllum heimilum,
geta valdið ofnæmi. Því mið-
ur þrífast maurarnir best í
rúmfötum og dýnum. Ef þér
er oft kalt á morgnana getur
ástæðan verið sú að þú sért
með ofnæmi fyrir rykmaur-
um. Og vot augu og stíflað
nef bætir ekki svefninn. Þú
getur alltaf látið athuga hvort
þú sért með ofnæmi. Og ef
svo reynist vera getur þú
alltaf fengið eitthvað til að
bæta líðanina. Að vissu
marki getur mikið hreinlæti
haldið rykmaurunum í skefj-
um. En það er erfitt að eiga
við þá.
SÚREFNI OG HITASTIG
Þegar tvær manneskjur
sofa í 15 fermetra herbergi,
þar sem glugginn er lokaður,
er súrefnið orðið heldur lítið
eftir þrjár til fjórar klukku-
stundir. Það besta er að
opna glugga þannig að í loft-
inu myndist hringrás. Til að
sofa vel þarf loftrakinn að
vera 40 - 50%. En loftraki
undir 20% getur valdið höf-
uðverk og streitu. Afleiðingin
verður svefntruflanir. Til að
vera öruggur um góðan
svefn þarf hitinn í herberginu
að vera um 16 gráður. Ef hit-
inn er hærri eða lægri en 14
- 19 gráður má búast við að
fólk sofi illa.
SÆTUR DRYKKUR
Þú gætir átt auðveldara
með að sofna ef þú drekkur
eitthvað sætt fyrir svefninn.
Sykurinn breytist í tryphtop-
han sem er amínósýra sem
eykur svefnþörf mannsins.
Rautt kjöt, hunang og mjólk-
urafurðir hafa sömu áhrif.
VANDAMÁL
Hvíla áhyggjurnar á þér á
kvöldin þegar þú ferð að
sofa? Koma leiðinlegar
hugsanir í veg fyrir að þú
getir sofnað? Margir þeir,
sem þjást af svefnieysi, eiga
við fleiri erfiðleika af sálræn-
um toga að stríða en aðrir.
Ef þreytandi hugsanir halda
þér vakandi verður þú að
taka til þinna ráða. Því leng-
ur sem þær vara því erfiðara
verður fyrir þig að komast
fyrir þær. Reyndu, í samráði
við fjölskyldu og vini, að ná
betra taki á vandamálunum.
Ef það dugar ekki getur þú
farið í meðferð hjá sálfræð-
ingi. □
nam
Hvers vegna að borga
1200 kr. fyrir kvartlitra af
Aloe Vera þegar þú getur
fengið tvöfalt meira
magn af Aloe Vera geli frá
Banana Boat á aðeins 1000kr.?
Hvers vegna að bera á sig 2% af
þráavarnarefnum þegar þú getur
fengið 99,7% hreint Aloe Vera frá
Banana Boat? Biddu um Banana
Boat ef þú vilt 99,7% hreint Aloe
Vera gel á 40-60% laegra
verði. Það er alltaf ferskt
(framleitt eftir pöntun), án
spírulínu, án kemískra lyktar-
efna eða annarra ertandi of-
næmisvalda og fæst í 6 mísmun
andi túpu-, brúsa- og flöskustærðum.
Þú finnur engan mun á því að bera ferska,
99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat og
hlaup úr Aloe Vera blaði beint á sár, bólgur eða
útbrot. Prófaðu líka Banana Boat E-gelið á
sölustöðum Banana Boat (fæst einnig í 3
stærðum hjá Samtökum psori-
asis- og exemsjúklinga),
hrukkuhindrandi og húðmýkjandi
Banana Boat A-gel, baugaeyðandi
og húðstyrkjandi Banana Boat
kollagen gel, hraðgræðandi
Banana Boat varasalvann
með sólarvörn #21, græðandi,
mýkjandi og rakagefandi Banana
Boat Body Lotion með Aloe Vera,
lanolíni, A-, B-, D- og E-vítamíni,
húðnærandi og öldrunarhindrandi
Banana Boat djúpsólbrúnkugel fyrir
Ijósaböð. Banana Boat sólmarg-
faldarann sem milljónfaldar sólar-
Ijósið ( skýjaveðri, Banana Boat sól-
varnarkremið með hæsta sólvarnar-
stuðulinn á markaðnum, #50, næringar-
kremin Banana Boat Brún-Án-Sólar í 3
gerðum, Naturica BK Sólbrún-lnnan-Frá,
Naturica hrukkubanann, alnáttúrlega svita-
lyktareyðinn, kristalsteininn sem þú strýkur eftir
blautum handarkrika þar sem kvikna engar lyktarbekteríur.
Biddu um Banana Boat i apótekum, á sólbaðsstofum, í snyrtivöruverslunum, öllum heilsubúðum utan Reykjavikur og í Heilsuvali, Barónsstíg 20, "S 626275
2. TBL. 1995 VIKAN 33
RÁÐLEGGINGAR