Vikan


Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 53

Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 53
andi móteli, þar sem Alvin beið. Og þar var 13 ára stúlkunni nauðgað og henni misþyrmt nánast án afláts næstu fjóra dagana af hinum tröllvaxna Alvin - þó að Ju- dith léti reyndar ekki sitt eftir liggja. Á fimmta degi hafði Judith fengið nóg og ákvað að nú væri kominn tími til að losa sig við stúlkuna. Sjúkt hug- arfar hennar réði því að hún ákvað að stúlkan skyldi hljóta eins kvalafullan dauð- unnt væri; hún skyldi gjalda fyrir losta Alvins og höfnun hans á Judith. Einhvers staðar hafði Judith komist yfir skáldsöguna „Early Graves“ eftir Thomas Cook, en þaðan fékk hún þá hugmynd að myrða stúlkuna með sýru. Hún sprautaði því sex skömmtum af natríum- hydroxíði, eða vítissóda, í upphandlegg stúlkunnar. Þetta nægði þó ekki til að bana Lisu, en olli þess í stað stórum, tærðum sárum, sem hljóta að hafa verið óbæri- lega kvalafull. Þegar vítissódinn virtist ekki ætla að gagnast sem skyldi ók Judith hálfsturlaðri stúlkunni upp að eyðilegum stað við gilbarminn og skaut hana þar í höfuðið en fleygði likinu ofan í gilið. Þessu næst hringdi hún til lögregl- unnar, rétt eins og eftir árás- irnar á Dooley og Adair. að því er honum fannst, og hann tók að sýna áhuga á öðrum konum. Þau tóku upp fyrra flökkulíf en í þetta sinn á tveimur bílum; Judith hafði fætt Alvin tvíbura, skömmu eftir að hún var handtekin, og börnin ferðuðust með henni. Þau sáu fyrir sér, á sama hátt og áður, með smáglæpum. Það leið ekki á löngu þar til Judith gerði sér grein fyrir því á hvern hátt Alvin nýtti sér aukið frelsi sitt. [ örvænt- ingu gerði hún samning við hann. Hún skyldi sjá honum fyrir stúlkum svo framarlega sem hún fengi að ráða örlög- um þeirra að leiknum lokn- um! Alvin kann að hafa verið stór og sterkur en hann ótt- aðist Judith, og ekki að ástæðulausu. Hvert sem hún fór bar hún á sér 38 ka- líbera skammbyssu, og það var ævinlega hún sem hafði forystu þegar þau frömdu ránin. Alvin óttaðist að hún myndi drepa hann færi hann ekki að samningnum. Það leið ekki á löngu þar til Judith lét Alvin efna loforð sitt um hefndir gegn starfs- mönnum heimilisins. Og þar með upphófst blóðugur ferill hermdarverka. NAUÐGAÐ, MISÞYRMT OG SPRAUTUÐ MEÐ SÝRU Þann 25. september 1982 var Lisa Millican stödd í verslunarmiðstð bæjarins ásamt skólafélögum sínum. Enn er ekki Ijóst hvernig Judith fór að því að hafa stúlkuna á brott með sér, en þar næst lá leiðin á nærliggj- John Hancock liföi af skot í hrygginn, en unnusta hans var ekki eins heppin. FÓRNARLÖMBUM FJÖLGAR Leit lögreglunnar að Ju- dith og Alvin bar ekki árang- ur strax og á meðan vökn- uðu girndir Alvins að nýju. Judith varð því að finna nýtt fórnarlamb. Þann 3. október var hinn 26 ára gamli John Hancock í göngutúr ásamt unnustu sinni. Hún var 22 ára og hét Janice Chatman. Á leið sinni gengu þau fram á konu sem stóð við bifreið sína og leit út fyrir að vera í vandræðum. Hún sagðist vera nýflutt til bæjarins og afar einmana og spurði hvort þau væru fáan- leg til að fara með sér í bíltúr um bæinn og sýna sér það helsta. John og Janice fundu til með konunni, og þar sem þau höfðu ekkert sérstakt annað að gera samþykktu þau að fara með henni. Þau grunaði ekkert misjafnt, ekki einu sinni þegar hún ók sem leið lá í átt frá bænum, en ekki að honum, og beygði inn á afvikinn vegspotta. Þar beið hennar karlmaður við annan bíl. Konan dró fram skammbyssu og skipaði John út úr bílnum en hlekkj- aði Janice við bílsætið með handjárnum. Judith hrakti John á undan sér inn í skóg- arþykkni þar sem hún skaut hann í bakið. Hún vissi ekki betur en að hann værir látinn svo að hún sneri aftur að bílnum þar sem Alvin beið. Þessu næst óku þau Janice að enn öðru móteli og nauðguðu henni og mis- þyrmdu í tvo daga samfleytt. Síðan fór Judith með hana út í skóg og skaut hana. Um sama leyti og Janice hlaut banaskotið var unnusti hennar að komast til meðvit- undar á spítalanum. Hann hafði lifað af skotið og kom- ist við illan ieik til byggða en legið rænulaus á spítalanum síðan. Og það var lýsing hans sem sannfærði lögregl- una um að það væru þau Judith og Alvin sem stæðu að baki glæpunum. Þegar lögregl- an hafði að lok- um uppi á hjú- unum höfðu þau þegar náð að ræna enn einni stúlku, Jean Ca- sey. Þegar lög- reglan ruddist inn á mótelið komu þeir að Al- vin þar sem hann var að nauðga stúlkunni. Leiknum var sem betur fer lokið. Þrátt fyrir ungan aldur sýndi réttvísin Judith enga miskunn. Hún var dæmd til dauða og tekin af lífi í raf- magnsstólnum. Alvin afplán- ar hins vegar tvöfaldan lífs- tíðardóm og þykir ólíklegt að hann verði nokkurn tímann látinn laus. □ Judith stytti sér stundir viö lestur reyfara meöan hún beiö rafmagns- stólsins. 2. TBL. 1995 VIKAN 53 ^ld^VlO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.