Vikan


Vikan - 20.02.1995, Qupperneq 26

Vikan - 20.02.1995, Qupperneq 26
KYNLÍF I ftir aðeins fimm ára í hjónaband var kynlíf X log Z í molum. Bjöllurn- ar voru hættar að hringja þegar þau elskuðust og hversdagsleikinn hafði tekið völdin. Hjónabandið var alls gerir því ekkert á málunum. Skoðanakönnun, sem Gallup gerði nú á dögunum, leiddi í Ijós að 71% hjóna eða sambýlisfólks reynir að láta sambandið ganga upp frekar en að leita annað eftir LÆRIÐ AS META HVORT ANNAÐ Þegar sambönd eru orðin „þreytt“, án þess að virkilega hafi verið stefnt að því, vill það oft brenna við að mak- inn verður eins og hver ann- ar innan- stokks- munur. HVERNIG ER KYNUFIÐ7B Okkur hættir ÞÝTT OG ENDURSAGT: INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR UÓSM.: BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON ekki að fara í hundana - kynlífið var það aftur á móti. X reyndi að ræða málin við Z en fékk dræmar undirtektir. X hafði aðeins kvartanir á reiðum höndum en engar halbærar lausnir og þegar X stakk upp á „meðferð“ við Z fór Z í varnarstöðu. Z kærði sig sko ekkert um það að einhver ókunnugur væri að skipta sér af einkamálum þeirra. - Og þetta var svo sem allt í lagi - þau elskuðu enn hvort annað. Talið er að um það bil helmingur allra hjóna eða sambýl- isfólks eigi í erfiðleikum hvað varðar kynlíf þeirra í sambúð. Sumir eiga jafnvel í erf- iðleikum allt frá byrjun ástarsam- bandsins; erfiðleikum sem felast í því að fá sjaldan eða aldrei full- nægingu, fá fullnægingu og fljótt eða rísa seint hold og eiga svo í erfið- leikum með að halda því ástandi í ákjós- anlegan tíma. Hjá mörgum koma erfiðleikarnir ekki í Ijós fyrr en seinna - eftir að ást- arsambandið hefur varað í þónokkurn tíma. Þetta getur haft mjög neikvæð áhrif á sambandið og því miður veit fólk ekki alltaf hvert það á að snúa sér til að fá hjálp og er ■ Talið er að um það bil helmingur allra hjóna eða sambýlisfólks eigi í erfiðleikum hvað varðar kynlíf þeirra í sambúð. ■ Gott kynlíf er óneitanlega sterk- asta afflið sem heldur sambönd- um gangandi. Án þess vilja fflest sambönd bresta. ■ Reynið eitthvert nýtt til að „flikka upp á" kynlífið. Reynið því að meta hvort annað. kynferðislegri fullnægingu - en fáir geta ráðið við vanda- málin sem geta skapast handan svefnherbergisdyr- anna. Enn þann dag í dag er kynlífsumræðan ekki nógu opin til þess að stuðla að góðu kynlífi í hvívetna. Flest okkar hafa ekki græna hug- mynd um það sem foreldrar okkar eða vinir gerðu þegar fór að „draga fyrir sólu“ í svefnherberginu hjá þeim. Þetta stuðlar svo að því að við förum að halda að við séum þau einu sem eiga við kynlífsvandamál að stríða. Við erum líka hrædd um að öll umræða þar að lútandi komi til með að skyggja verulega á sambandið og þess vegna leggjum við ein- faldlega ekki í það að brydda upp á vandamálinu. En vandamálið leysist ekki af sjálfu sér - það einfaldlega vex og kemur til með að íþyngja sambandínu meira og meira með tímanum. Ef elskendur eru ekki í náinni snertingu hverjir við aðra getur það valdið því að þeir fjarlægjast og veggur getur myndast á milli þeirra. Og jafnvel þótt allt sé slétt og fellt á yfirborðinu og fólk virð- ist ánægt hvort með annað þá finnst því vera brotalöm í tilfinningalegu sambandi þeirra ef kynlífið er í molum. Gott kynlíf er óneitanlega sterkasta aflið sem heldur samböndum gangandi. Án þess vilja flest sambönd bresta. Ef kynlífið á að taka stakkaskiptum til hins betra er eingöngu um tvennt að ræða; breytingin verður að eiga sér stað bæði innan svefnher- bergisins og utan þess. nefnilega oft til að vanmeta „litlu hlutina“ í fari makans sem eiga að vera innlegg hans í því að styrkja sambandið. Þess vegna ætt- um við að gera það að vana okkar að staldra aðeins við, minnst einu sinni á dag, og hlúa að litlu hlutunum og segja ástvini okkar hvað það er í fari hans sem við virki- lega kunnum að meta. Við gætum ef till vill beðið hann um að gera slíkt hið sama. T.d: • Mér fannst virkilega vænt um að þú skyldir fara með börnin út á meðan ég lagði mig. • Mér fannst svo vænt um að þú skyldir hringja í mig úr vinnunni bara til þess eins að heyra í mér. • Mér fannst svo notalegt að þú skyldir nudda á mér bakið eftir erfiðan dag. • Mér fannst vænt um að við skyldum elskast jafnvel þótt þú hefðir átt erfiðan dag. Ekkert er svo smávægi- legt að ekki sé hægt að meta það. Reynið því að meta hvort annað LÁTIÐ YKKUR ÞYKJA VÆNT HVORU UM ANNAÐ Það er afar mikilvægt að láta makann finna að hann sé elskaður. Og aftur eru það litlu hlutirnir sem skipta máli. • Hringdu heim úr vinnunni án séstaks tilefnis. • Sláðu henni /honum gull- hamra við og við. • Farð út saman á einhvern rómantiskan stað. • Kyssið hvort annað af og til án minnsta tilefnis. LÁTIÐ YKKUR LÍÐA VEL Það er sérstaklega mikil- vægt að við vitum nákvæm- lega sjálf hvað það er sem gefur okkur lífsfyllingu, því án vitneskju um það verður ef till vill lítið um ánægjulega stund í svefnherberginu. Hér getur oft verið um ótrúlega smávægilega hluti að ræða sem samt geta haft mikið að segja hvað varðar ástarsam- bandið; eins og t.d. að • horfa á uppáhaldssjón- varpsþáttinn • skoða í búðarglugga • fara í göngutúra • gefa sér góðan tíma við lestur dagblaða og tíma- rita • dunda úti í garði • kaupa blóm • fá sér smáblund • fara í tennis, badminton o.s.frv. • fara í gott bað • dreyma dagdrauma Grundvallaratriði góðs kynlífs er einmitt það að kunna að meta þá hluti sem Kfið getur veitt manni. Mörg okkar erum svo upptekin af því að feta okkur upp mann- orðastigann að við gleymun oft því sem raunverulega gefur lífinu gildi. FORSENDAN FYRIR GÓÐU KYNLÍFI Um leið og lífsfyllingin er til staðar utan veggja svefn- herbergisins er kominn tími til að hleypa henni inn. Þá er mikilvægt að makanum sé kunnugt um kynferðislegar væntingar hins makans. Margir eiga miklu auðveld- ara með að „einfaldlega“ elskast en að ræða kynlíf sitt; hvað það er sem æsir þá upp kynferðislega eða ekki. Mörg okkar hreinlega firr- um okkur við því að ræða þessa hluti vegna hræðslu um að makanum þyki við vera „öðruvísi". Þess vegna vill það oft brenna við að við höfum ekki grænan grun um það hvernig öðrum líður hvað þetta varðar og vitum því alls ekkert um allar þær kynferðislegu væntingar sem til eru. Þær geta verið eins margar og mennirnir eru margir. Tökum smádæmi um forleik: • Algjör afslöppun. • Munngælur. • Strokur. • Gælur við kynfæri. • Nudd. • Sésrstök birta. • Sérstök tónlist. . . o.s.frv. Það er mjög mikilvægt að láta makann vita á hvern hátt við viljum vera „elskuð" með því að „elska" hann ein- mitt á þann hátt en þar sem kynferðislegar væntingar 26 VIKAN 2. TBL. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.