Vikan


Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 46

Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 46
KVIKMYNDIR NELL MEÐJODIE FOSTER Líklegt þykir að Jodie Foster hljóti Óskars- verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Nell sem frumsýnd verður í Háskóla- bíói hinn 3. mars. Þar leikur hún stúlku sem alist hefur upp í óbyggðum í mikilli ein- angrun og þróað eigið tungumál. Liam Neeson leik- ur lækni sem gengur fram á stúlkuna og kemur henni í hendurnar á sálfræðingi. „Mér fannst sagan um Nell yndisleg,“ segir Jodie Foster. „Nell er svo flekklaus og sönn. Flest nútímafólk hefur misst þá eiginleika, að minnsta kosti ég. Mér finnst skemmtilegast að leika fólk sem ég get lært eitthvað af og lifir lífinu á annan hátt en ég. Samfólagið dæmir Nell ranglega og gerir ráð fyrir því að hún hafi aldrei kynnst öðru fólki, þekki ekki ástina og sé einfaldlega heimsk. Hún sýnir aftur á móti að hún býr yfir öðrum eiginleik- um og er að mörgu leyti gáf- aðri en fólkið í kringum hana. Sagan af Nell varar fólk við því að gefa sér ákveðnar hugmyndir um þá sem það þekkir ekki.“ Leikstjóri myndarinnar er Michael Apted en hann á að baki myndir á borð við „Go- rillas in the Mist“ og „Blink“. Hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir góðar heimildamyndír og var það ekki síst þeirra vegna sem hann var fenginn til að leik- stýra Nell. Liam Neeson og Jodie Foster fara meö aöalhlutverkin í Nell. „Michael hefur gott raunveru- leikaskyn og hellir sér ekki svo auðveld- lega út í óþarfa væmni. Að auki hefur Michael áhuga á fólki og lífi þess,“ segir Jodie Foster sem gæti átt von á þriðju Óskar- sverðlaunum. Brad Pitt leikur eitt aöalhlutverk- anna í Legends of the Fall. Julie Ormond og Aidan Quinn í hlutverkum sínum. Paul Newman leikur hinn ólánsama Sully. NOBODY'S FOOL 1 HÁSKÓLABÍÓI Ikvikmyndinni Nobody’s Fool leikur Paul New- man mann að nafni Sully sem reynir að ná sambandi við son sinn sem hann yfirgaf fyrir mörgum árum. Sully hefur ekki fasta vinnu og hefur hvorki átt láni að fagna í fjármálum né einkalífinu. Bruce Willis leikur vinnuveitanda hans sem á fallega en óánægða eiginkonu sem leikin er af Melanie Griffith. Jessica Tandy leikur hins vegar gamla kennslukonu Sullys sem hefur ennþá trú á sín- um gamla nemanda og veit að einn daginn muni gæf- an snúast honum í hag. „Nobody’s Fool fjallar um ástina í öllum sínum myndum, ást milli vina, ást milli foreldra og barna og kynferðislega ást,“ segir Robert Benton sem leik- stýrir herlegheitunum. Hann hefur hlotið Óskar- verðlaun fyrir kvikmyndirn- LEGENDS OF THE FALL ÍSTJÖRNUBÍÓI Ikvikmyndinni, Legends of the Fall, er sagt frá þremur bræðrum og föður þeirra og hvernig líf þeirra breytist þegar ung og falleg kona slæðist inn í líf þeirra. Bræðurnir keppa ekki aðeins um hylli föður síns heldur einnig um ástir konunnar. „Þetta er falleg og stórbrot- in fjölskyldusaga en hún sýn- ir líka mannlega niðurlæg- ingu. Kvikmyndin býr bæði yfir rómantík og spennu rétt eins og allar góðar kvikmynd- ir eiga að búa yfir," segir leik- stjóri myndarinnar, Edward Zwick, sem á að baki myndir á borð við About Last Night. . . og Glory. Brad Pitt fer með eitt að- alhlutverka í Legends of the Fall og þykir mörgum kven- manninum það eflaust vera nóg til að sjá myndina. Önn- ur aðalhlutverk eru leikin af Anthony Hopkins, Juliu Or- mond og Aidan Quinn. Legends of the Fall er gerð eftir sögu Jims Harri- son. Framleiðandi myndar- innar er Marshall Herskovitz sem lagt hefur stund á ís- lenskar fornbókmenntir. Hann fékk áhuga á að gera kvikmynd eftir sögu Harri- sons fyrir 25 árum þegar hann las hana fyrst. „Mér finnst fornsögur svo spennandi því ég veit aldrei hvað gerist næst í þeim og örlög sögupersónanna eru hvorki réttlát né fyrirsjáan- leg. Það sama fannst mér um Legends of the Fall þeg- ar ég las hana fyrst.“ Legends of the Fall verður frumsýnd hinn 17. mars i Stjörnubíói. □ ar Kramer vs. Kramer og Places in the Heart. Ben- ton samdi jafnframt hand- ritið að Nobody’s Fool eftir skáldsögu Richards Rus- so. „Newman var eini leikar- inn sem ég gat hugsað mér í hlutverk Sully. Ég sá hann fyrir mér strax frá upphafi. Ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði hann neitað.” Sully er bæði óalandi og óferjandi í umgengni og segir Newman ástæðuna vera þá að þær aðstæður, sem lífið bauð honum upp á, gerðu honum einfald- lega ekki kleift að þroskast. „Um leið og þær að- stæður bjóðast fer hann hins vegar að bera virðingu fyrir öðru fólki og jafnframt fyrir sjálfum sér,“ segir Newman. Nobody’s Fool verður frumsýnd í Háskólabíói f mars. □ + + + + + + + K U + E + Æ F T + + + + + + K 0 M I D K V Ö L D + 0 + + + + + + A F L + A R A N A + 0 G + + + + + + K R + S L + + N U G G A + + + + + + K A P P + E R + T E + R + + + + + + A + + A A R + B I R K I + + + + + + L A N D R 0 V E R + V + s P Ö K + F A R A ó + S 0 S + S E F H A R L A + K R U M P A s T + V I L + B L A + S K A Ð A R + B + H I K A + B A R U N A + U R + R Ö M A s T G B I T + R A + K R + L + Ð E + s + A + + + S T U Ð A + S .T Ó + Ð I + A R + S A L A T + 3 A L Ó M E + L L + I ó T T A + L 0 T N I N G + F L 0 s + I L K + E F A s T + R I 0 + s T A L I T + G A L A + K Y R R T 0 L + L + + M U N I N N + N A S L N M + N K A R + + s K E N K ,T A V I + ó L U + Ö R + + M I + A T T A N + + T Æ K I Ð + s T I N N + N 0 R N B R I M I L L + T ó L G + K E P P L N I Ð + A P A R + A P A S P I L + N + N + A S + K I P R A + K A N A S I N N I + T ,T A R A + R A U N U K E k L I N G A B Æ K U R ♦ R A T A 46 VIKAN 2. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.