Vikan


Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 14

Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 14
HUOMTÆKI FINIUX FYRSTA SJÓNVARPID HÉRLENDIS Þaö er ekki hlaupiö aö því aö kaupa sér hljómtæki eöa sjón- vörp í dag. Það er ekki að- eins fjölbreytt úrval tækja, sem því veldur, heldur eru ótrúlega margar útfærslur á hljóöi og mynd í hverju tæki. í dag er hægt aö fá tónlistar- magnara sem ekki aöeins spila tónlist inni f stofu held- ur má einnig hafa hátalara, tengda viö slíkan grip, inni f nokkrum herbergjum og jafnvel bílskúrnum líka. Myndbandstækið er ekki lengur notaö til aö spila áfram og hratt tilbaka, heldur er þaö einnig hágæöa segul- bandstæki, upptökutæki, uppspretta hljóðs og myndar fyrir heimabíókerfi og getur gert ótrúlegustu hluti við upptökur af myndbandsupp- tökuvélum. Þannig er hægt að hlusta á útvarpið í bílskúrnum og horfa á mynd á Stöð 2 í heimabíókerfinu, meö 5 hátalara og eitt bassabox á fullri keyrslu, um leið og ver- iö er aö taka upp myndina sem er verið að sýna í Ríkis- sjónvarpinu. Táningurinn gæti svo verið með heyrnar- tólin aö hlusta á geislaspilar- ann. Aö sjálfsögðu er svo hægt aö tengja tölvuna viö þetta. Finnst einhverjum þetta flókið? Hvað haldið þiö? Fullt af snúrum, hátölur- um, tækjum, tökkum og still- ingum sem fáir skilja nema þeir sem eru með græjudellu á hæsta stigí. Þaö er því ekki nema von aö venjulegt fólk fagni eins einfaldri lausn og aö fá það besta af þess- um nýjungum í einum „imba- rnatic" pakka. Aöeins aö stinga í samband og halla sér aftur á bak í sófann, ýta á fáeina takka og allar aö- gerðir lesnar af skjánum. HljóAið berst beint úr inn- byggAum magnara sjón- varpstækisins til bassa- hátalarans og tveggja auka- hátalara fyrir aftan áhorfandann. mynd, sem er eins og Ijós- mynd (þiö ættuö aö sjá mun- inn á stillimyndinni), stilling fyrir víöskjá (widescreen), Instant Text, sem finnur strax textasíöurnar, allar hljómstill- ingar sýndar á skjá, Black Matrix myndlampi, tvö Scart tengi og fleira sem þiö getið sjálf lesið um ef þiö viljið skoöa svona tæki nánar. Það má búast við að mörgum finnist þægilegt aö geta feng- ið gott sjónvarp og hljóðkerfi í einum pakka. Aö minnsta kosti eru þetta söluhæstu sjónvörpin í Bretlandi og víö- ar. Hinsvegar, til aö gæta fyllsta hlutleysis, er rétt aö minna á þá skoðun aö best sé aö hafa magnarann, hljóö- kerfið og myndina sér til að geta valið bestu gæöin frá sitt hverju kerfinu og einnig hafa opna möguleika á stækkun eða endurbótum seinna meir. Einnig er magnarinn í sjón- varpinu ekki mjög öflugur eöa um 30 RMS vött eða 65 „músíkvött". Því geta þeir, sem vilja, farið þá leið aö kaupa sér fimm hátalara sett (um 50 þús. og upp úr), ódýr- an en góöan heimabíómagn- ara eöa formagnara (um 40 þús. og upp úr) og gott 28 tommu sjónvarpstæki sem kostar í dag vart undir 100 þús. með helstu nýjungun- um. Þá eru gæöin vissulega meiri í hljóði og mynd en þá komum viö að því sem gerir þessa útfærslu á heimabíók- erfinu svo vinsæla í dag. Veröið er 149.900 kr fyrir allt í einum pakka (Finlux 71U1DPL) en það er einmitt þessi einfaldleiki á góöu veröi sem hefur heillaö marga. Þaö er því ekki tímasóun að skoða þetta tæki til aö bera saman viö aöra valmöguleika ef þið eruð að spá í heimabíó á annaö borö. Verið bara viss um aö skoða alltaf alla möguleika, sérstaklega þeg- ar kaupa skal nýjar græjur og sjónvarp sem gæti auðveld- lega enst næstu 20 ár- in eöa meira. GÓD LAUSN FYRIR ÞÁ SEM VIUA HAFA HLUTINA EINFALDA. Alvöruheimabíókerfi (Pro- Logic Surround) og sjónvarp í einum pakka hefur verið eitt það nýjasta og heitasta á sumum erlendum mörkuöum - en ekki hér. Því hlýtur það að teljast skemmtileg nýjung þegar slíkur pakki fæst hér- Nicam hljómurinn. Til aö gera alla þessa hljóma áhrifaríkari eru notaðir fimm hátalarar: Tveir á hlið tækisins, virkur bassi (sérmagnaöur) á aftur- hluta þess og tveir lausir sem á aö festa á vegginn fyrir aft- an áhorfandann. Svona hljóðkerfi dugar vel fyrir lang- flestar stofur hvaö þá í sjón- varpshornið. Fyrir þá, sem Allt í einum pakka! Finlux sjónvarpstækió ■ Hljómco sem búió er fullkomnu Pro-Logic Surround-kerfi sem dugar vel fyrir langflestar stofur, hvaA þá sjónvarpshorniA. lendis - loksins. í Hljómco fæst 28 tommu Finlux sjón- varp meö öllu! (Eöa næstum því.) Það er ekki aðeins aö það sé meö innbyggðu Pro- Logic heimabíókerfi, sér bassa og tveimur aukahátöl- urum heldur eru einnig inn- byggöir margskyns hljómar sem jafnan fylgja heimabíó- mögnurum, eins og Klúbbur, Tónieikahöll (Hall) og Leik- vangur (Stadium). Að auki eru hljómar sem nýtast vel viö sjónvarp, eins og Tal, Musik og Normal stilling sem er þá án nokkurs auka- hljóms. Þetta þýöir aö þeir, sem horfa á íþróttir, nota Sta- dium stillingu, unga fólkiö horfir á poppið meö Musik, pabbi horfir á fréttirnar meö Tal og allir horfa á Hemma Gunn með Normal stillingu (eöa Pro-Logic) og fæst þá vilja, eru einnig ýmsir auka tengimöguleikar fyrir hljóðið. Má t.d. tengja lausa fram- hátalara beint viö sjónvarpið eða einfaldlega tengja það beint viö hljómflutningstækin í stofunni. Þannig má fá enn meiri styrk. Þeir, sem eru meö upptökudellu, geta not- að Super VHS tengið sem stórbætir myndgæöi og hljóð á upptökum sem veriö er aö færa á milli. Vindgnauð, sem jafnan er hvimleitt, hljómar sem umhverfishljómur þegar hlustaö er á S-VHS upptöku meö Pro-Logic stillingu. Framangreind upptalning á hinsvegar einungis við um hljóðið. En sjón er sögu ríkari og þaö, sem gerir þetta tæki nýstárlegt, er að þetta er allt innifaliö í nýtísku sjónvarpi; flöktfrí 14 VIKAN 2. TBL. 1995 TEXTI: ÓLAFUR SIGURÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.