Vikan


Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 17

Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 17
AFTURGÖNGUR OG UPPVAKNINGAR og uppvakningunum, tvöfalt eða meira en það, er menn höfðu í lifanda lífi.“5 Sagan um djáknann á Myrká sýnir draug sem þráir unnustu sína svo mikið að hann rís úr gröf sinni og ríð- ur hesti til að sækja hana og flytja yfir móðuna miklu: Máninn líður, dauðinn ríður; sérðu ekki hvítan blett í hnakka mínum, Garún, Garún? Afturgöngur náðu stund- um að koma fram vilja sínum í þessum málum sem öðr- um. í nokkrum sögum er þess getið að draugur hafi getið barn með konu. Börn þessi áttu að vera einkar vel gefin og vanalega lærðu þau til prests. Þegar prestur sá messaði í fyrsta sinn þá sökk kirkja í jörð með söfn- uði og öllu saman. Á Prest- bakka í Hrútafirði barnaði eitt sinn draugur prestsdótt- ur. Stúlkan hélt faðerninu leyndu fyrir föður sínum og varð sveinbarnið síðan að- stoðarprestur. En það fór fyr- ir honum eins og öðrum draugssonum sem ætla að messa, hann sökk í jörðu en banakringlan varð ein eftir. Sumar afturgöngur, eins og Eyjaselsmóri, urðu svo magnaðar að þær réðust á menn, skepnur og brutu hús. „Móri gekk nú Ijósum logum í Eyjaseli, svo að nær óskyggnir sem skyggnir sáu hann. Það var líkast því sem geðbilaður maður gengi um og fremdi illvirki á skepnum. Stundum hófust kindur í háaloft og komu niður stein- dauðar, aðrar fundust háls- brotnar, sligaðar, hengdar eða beinbrotnar. Margir þótt- ust heyra í honum sköllin í fjárhúsunum, þegar hann var að drepa fénaðinn."1 UPPVAKNINGAR Uppvakningar eru draugar sem vaktir eru upp af lifandi mönnum til að þjóna ákveðnum tilgangi og þá oft- ast til illverka. Það er því ekki að undra að þótt þeir séu bæði skapvondir og úr- illir þegar verið er að raska ró þeirra sem liggja í friði. Ekki eru allir sammála um hvernig vekja skuli upp draug en í þjóðsögum Jóns Árnasonar má finna eftirfar- andi lýsingu: „Fyrst skal þess að gætt að það sé gert að nóttu tll, sem er milli föstudags, og laugardags og það sé milli 18. og 19. eða 28. og 29. mánaðardags, það er sama í hvaða mánuði eða viku það er. Særingar- maðurinn skal kvöldið áður hafa snúið faðirvorinu öfugt og skrifað það á blað eða skinn með keldusvínsfjöður úr blóði sínu sem hann tekur úr vinstra handlegg. Einnig skal hann rista rúnir á kefli. Fer hann svo með hvort tveggja út í kirkjugarð um miðnætti og gengur að því leiði sem hann hefur valið. Þykir ráð að velja fremur hin minni. Leggur hann keflið á leiðið og veltir því fram og aftur og þylur öfugt faðirvorið ásamt töfraformúlum. Þegar leiðið fer að ókyrrast, birtast ofsjónir á meðan draugurinn er að mjakast upp. Upp- vakningar eru sárnauðugir að hreyfa sig og gengur þetta því seint fyrir sig. Draugurinn biður særingar- manninn að leyfa sér að liggja í friði en ekki má sær- ingarmaðurinn gefa undan né láta sér bregða við of- sjónirnar. Hann skal halda áfram við gjörninginn uns draugurinn er kominn hálfur upp. Þegar draugurinn er komin hálfur upp á að spyrja hann tveggja spurninga en ekki þriggja því þá hverfur draugurinn niður aftur, fyrir þrenningunni. Fyrsta spurningin er vana- lega hver hann hafi verið í lífinu og sú seinni hversu hraustur hann sé. Ef draug- urinn segist hafa verið með- almaður eða meira er ráð- legt að hætta, því það liggur fyrir særingarmanni að tak- ast á við drauginn. Draugar eru ákaflega sterkir og sagt er að þeir magnist um helm- þrítugt. Sé ákveðið að halda áfram, skal særa uns hann er allur kominn upp. Þegar draugar koma fyrst upp úr gröfum sínum vella öll vit þeirra, munnur og nasir, í ing umfram það sem þeir voru í jarðlífinu. Þetta er ástæða þess að særingar- menn velja helst börn, tólf til fjórtán ára gömul, en ekki menn sem komnir eru undir froðuslefju og saur og heitir þetta náfroða. Froðu þessa á særingarmaðurinn að sleikja af draugnum. Síðan skal hann vekja sér blóð undan litlu tá á hægra fæti 2.TBL. 1995 VIKAN 17 DULRÆNT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.