Vikan


Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 29

Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 29
MANNLEGT Ivað felst í því að vera mað- ur? Þessari spurningu hafa menn velt fyrir sér frá fyrstu tíð og reynt að fá svör við með ýmsum að- ferðum. Sjálfsagt hefur marga langað til að vita hvernig manneskjan yrði ef hún lifði í algerri einangrun frá öðrum mönnum. Sumir segja að slíkir einstaklingar yrðu einfaldlega dýrslegir og gersneyddir öllu mannlegu eðli. Aðrir láta sig dreyma um að þeir yrðu hinar full- komnu mannverur, sem jafn- vel töluðu sama tungumál og Adam og Eva töluðu í Paradís. Eðlilega er ekki hægt að gera slíkar tilraunir nú til dags. Siðferðilegar hömlur koma í veg fyrir það, þótt ekki hafi mannfólkið lát- ið það stöðva sig fyrr á öld- um. Friðrik II keisari lét undan forvitni sinni á þrettándu öld og reyndi þetta. Hann vildi vita hvaða tungumál og siði börn tileinkuðu sér á fullorð- insárum ef þau lærðu ekkert í gegnum samneyti við ann- að fólk. Hann spurði sig hvort börnin myndu tala hebresku, grísku, latínu, ara- bísku eða jafnvel móðurmál foreldra sinna. Fóstrur voru látnar fæða og klæða börnin, en þeim var bannað að hafa nokkur önnur afskipti af þeim. Til- raunin endaði með ósköp- um. Börnin vesluðust öll upp og dóu því þau fóru á mis við alla ástúð, umhyggju og samneyti við aðrar mannver- ur. Þeim, sem rannsaka mann- legt eðli, með „mannlegri" aðferðum, kemur þetta ekk- ert á óvart. Maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman. Hann getur ekki lifað án mannlegs samfélags og þess vegna má með sanni segja að eðli mannsins sé félagslegt. Hann hefur þörf fyrir náin tilfinningaleg tengsl og tungumálaleg samskipti til þess að læra að verða maður. Að koma börnum til manns þýðir ekki bara að sjá þeim fyrir fæði og húsnæði, EÐLI heldur veita þeim ástúð og fræðslu. Að öðrum kosti geta þau beðið óbætanlegt tjón á sál og líkama; svo sem aftur varpar efa á þá goðsögn að maðurinn sé tví- skipt vera í líkama og sál. Þetta sanna niðurstöður rannsókna á börnum sem eiga að hafa verið alin upp meðal dýra eða haldið í ein- angrun. Heimildir um börn alin upp meðal dýra eru í meira lagi ótraustar. Rómverjar trúðu því að stofnendur Rómar, þeir Rómúlus og Remus, hefðu verið aldir upp af úlf- ynju. Á þessari og síðustu öld hafa komið fram sögur af börnum sem ólust upp með- al dýra á Indlandi, í Frakk- landi og víðar. Börnin eru sögð eiga það sameiginlegt að geta ekki talað, óttast fólk og sýna því fjandskap, ganga gjarnan á fjórum fót- um og rífa í sig matinn á dýrslegan hátt. Gallinn er bara sá að þessi börn voru aldrei rannsökuð af þeim sem best eru til þess fallnir, auk þess sem ekkert er vitað um fortíð þeirra. Ólíklegt þykir að börnin hafi alist upp allan tímann meðal dýra og trúlegra er að foreldrar, sem fóru illa með þau, hafi kastað þeim á dyr skömmu áður en þau fundust. Rannsóknir á börnum, sem hafa fundist eftir að hafa lifað í einangr- un, eru mun trúverðugari og er hægt að nefna tvö dæmi frá Bandaríkjunum. Fyrra dæmið er um Önnu, sex ára telpu. Hún var óskil- getin og því krafðist afi hennar, sem ekki mátti vamm sitt vita, að hún yrði falin uppi á háalofti, svo eng- inn fengi fregnir af tilvist hennar. Aðeins líkamlegum þörfum hennar var sinnt, en að öðru leyti var hún látin hýrast afskiptalaus á háaloft- inu. Þegar hún fannst, gat hún ekki talað, gengið, þrifið sig eða matast sjálf. Hún tjáði engar tilfinning- ar og hafði engan áhuga á öðrum mannverum. Reynd- ar var hallast að því að hún væri bæði blind og heyrnarlaus. Til- raunir til að kenna henni og sinna andlegum þörfum mis- tókust. Hún lærði að ganga, en hlaup hennar var klunna- legt, og undir lokin var hún jafnvel farin að sýna brúðu ástúð. En Anna veslaðist á endanum upp og dó á ellefta aldursári. Þá hafði hún náð þroska á við tveggja til þriggja ára barn. Seinna dæmið er einnig um litla stúlku, ísabellu, sem fannst þegar hún var um það bil sex og hálfs árs, eins og Anna. ísabeila var lika óskil- getin og afi hennar læsti hana, ásamt daufdumbri móður, inni í myrkvuðu her- bergi á heimilinu. Þótt móðir- in væri daufdumb og gæti ekki kennt dóttur sinni að tala gat hún þó veitt ísabellu það sem Anna fór á mis við - umhyggju. Hegðun ísa- bellu gagnvart öðru fólki var næstum dýrsleg. í fyrstu var talið að hún væri heyrnar- laus vegna þess að hún virt- ist ekki heyra hljóð í kringum sig og einu hljóðin sem hún gaf frá sér voru kæfð kok- hljóð. ísabella naut þess einnig umfram Önnu að hún fékk meðferð hjá mjög hæf- um læknum og sálfræðing- um eftir að hún fannst. Fyrst lét árangurinn á sér standa, en síðan var eins og stífla hefði brostið. (sabella tók stórstígum framförum. Á stuttum tíma fór hún í gegn- um þroskaskeið fyrstu sex ára venjulegra barna. Átta og hálfs árs hafði hún náð sama þroska og jafnaldrar hennar og gat byrjað í skóla. Svo virðist sem það hafi orð- ið henni til bjargar að hún hafði móður sína hjá sér í innilokuninni, fékk þjálfun hjá sérfræðingum og gat lært að tala. Niðurstöður rannsókna á börnum sem alin voru upp í einangrun eða á munaðar- leysingjahælum, þar sem ekki er hægt að sinna hverju og einu eins vel og ef það ætti fjölskyldu, sýna hve nauðsynleg náin, félagsleg samskipti eru manninum til að hann þroskist og dafni. Rannsóknir á öpum hafa líka sýnt svipaða niðurstöðu. Ofangreind dæmi sýna að einstaklingar eru að mótast alla sína ævi frá vöggu til grafar i gegnum samskipti við annað fólk og þannig er þeim komið til manns. Mað- urinn, homo sapiens, er eina dýrategundin sem þarf að læra til að geta talist til teg- undarinnar. Til að geta lært það þarf hann að notast við „tæki“ sem aðrar dýrateg- undir hafa ekki, en það er tungumálið. Margar, ef ekki flestar, dýrategundir notast við merkjamál eða boðskipti en maðurinn er eina tegund- TEXTI: RAKEL ÁRNA- DÓTTIR ■ Marga hefur langad til að vita hvernig mann- eskjan yrði ef hún lifði í algerri einangrun frá öðrum. in sem notar táknmál sem getur vísað út fyrir tíma og rúm. Hann getur hugsað út fyrir aðstæður sínar og ann- arra, gert áætlanir og sagt sögur úr fortíðinni. Maðurinn getur því lært af eigin reynslu og ekki síður ann- arra, m.ö.o. menningunni. Menningin er þar af leiðandi það sem skilur okkur frá öðr- um dýrategundum. Maður- inn þarf á samskiptum við aðra að halda til að geta lif- að af. Hann fæðir af sér af- kvæmi sem eru það ófull- burða, miðað við afkvæmi annarra dýrategunda, að nám frá barnæsku er nauð- synlegt í glímunni við lífið. Maðurinn er því fyrst og fremst félagsvera. □ 2. TBL. 1995 VIKAN 29 MANNLEGT EÐLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.