Vikan


Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 22

Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 22
BERNSKUMINNINGAR Systurnar Diddú og Ás- dís (t.h.) á fermingar- daginn. Þær uröu afar hneykslaöar þegar mamma þeirra varö ófrísk aö Palla „gömul konan“. Oröin 36 ára. fædd með voðalega klass- íska rödd. Ómótuð Diddú í Spilverkinu er voða klassísk. Hún er miklu klassískari en ég. Ég er miklu léttari dæg- urlagasöngvari ef maður getur sagt eitthvað svoleiðis. Það er eiginlega aðalmunur- inn á mér og Diddú sönglega séð.“ „Yes, my darling Daught- er“, sem Andrews Sisters sungu, er fyrsta lagið sem Páll Óskar man eftir að hafa verið í uppáhaldi hjá Diddú. Hins vegar söng hún sama lag sí og æ í útsetningu Joni Mitchell. „Hún var aldrei syngjandi Spilverkslög. Ég meina, ég labba ekkert um heimili mitt syngjandi „millasiagara" eða „Ljúfa líf“.“ BREYTTIST í ÚTLÖNDUM Páll Óskar man eftir Diddú sem svolítilli brussu og „létt- frekri“. Hann segir að henni sé rétt lýst í kvikmyndinni „Brekkukots- annáll“. „Og þetta kemur svolítið á óvart. Ég get líka ver- ið viðbjóðsleg skepna. Og ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég fór að vinna með fólki hvað er stutt í stóra skapið. En ef fólkið í kringum mann getur þolað þetta þá held ég að þetta sé allt í lagi. Ég fer ekki I fýlu mjög oft. En ég er algjör martröð þegar ég verð brjálaður. Bara ógeðsleg tík.“ Tuttugu og fimm ára fór Diddú í söngn- ám til Englands við Guildhall School of Music and Drama. „Stærsta breytingin sem ég upplifi í sambandi við Diddú var að hún var hætt að vera frekja þegar hún kom heim. Á þessum fjórum árum sem hún var úti var hún búin að taka sjálfa sig algjörlega í karphúsið. Ég held að hún hafi upplifað það sama og ég er að upplifa akkúrat núna. Að það er kannski gaman að vera með eitthvað hopp og hí og tralla la og troða upp fyrir mann og ann- an með þetta sem þú hefur í vöggugjöf. En síðan einn góðan veðurdag kemur að því að þú gefur sjálfum þér svolítið kjaftshögg og virki- lega ferð að pæla í því hvern fjandann þú ert að vilja upp á dekk. Ég byrjaði í „show business" fyrir fimm árum. Mér finnst ég núna vera bú- inn að gera mína „græn- jaxla“ og „hvað er í hvaln- um“. En núna finnst mér ég vera farinn að taka mér tak og móta sjálfan mig.“ Þorkell, eiginmaður Didd- úar, var í tónlistarnámi úti í London. Ef til vill hefur það verið fyrir hans tilstilli að hún fór út í óperusöng? „Kannski hann hafi dobblað hana til London," segir Páll Óskar. „Hann var í sama skóla og hún. Eftir því sem ég best veit tók hún inntökuprófið af einhverri rælni. Og þegar hún var svo tekin inn í þenn- an þrönga átta manna hóp þá fyrst settist hún niður og hugsaði hvað í ósköpunum hún ætti að gera. Þetta er bara ákvörðun sem allir ganga í gegnum einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ég held að allir hafi bara gott af því. Því það er ekkert leiðin- legra en að vera manneskja sem hefur lifað fullkomlega átakanlausu lífi. Ég þoli ekki gufur. Ég hata þær. Og þeg- ar ég er að tala um gufur er ég bara að tala um þær manngerðir sem virkilega fæðast með silfurskeið í munninum og þurfa ekki einu sinni að taka neinar ákvarðanir um sig sjálfar. Það hlýtur að vera eitthvað fullkomlega hræðilegt. Mað- ur lifir ekkert lifinu svoleiðis." SÖNGELSK FJÖLSKYLDA „Ég held að svona „famil- (ur“ séu sjaldsóðar hvar sem er í heiminum og ég er bara dauðfeginn að hafa fæðst inn í eina slíka. Það eru ótrú- legir persónuleikar í þessari fjölskyldu. Með því að koma númer sjö fékk ég minn skerf af öllum tónlistartegundum. Ég er alæta á tónlist. Og ég held að þessi fjölskylda hafi kennt mér að hlusta betur á tónlist en nokkur annar. Það er vegna þess að þegar ég kom inn í fjölskylduna var Diddú að hlusta á Joan Baez og Joni Mitchell. Ásdís, elsta systir mín, var að hlusta á Slade og þungarokks- músik og svo fór hún yfir í diskódæmið þegar það fór á fullt. Addi Gunni var líka svolítið „heví“ á því. Og pabbi og mamma hlust- uðu á klassíska tónlist. Þannig að ég kann að meta allt það góða í allri tón- list. Ég hálfpart- inn kenni í brjósti um það fólk sem hlustar til dæmis bara á klassíska tónlist og þolir ekki allt hitt sem er í kringum það. Mér finnst eins og þetta fólk skynji ekki um- hverfi sitt rétt. Það er að missa af svo ofsalega mörgu.“ í gegnum árin hefur þessi fjölskylda sungið mikið heima og að heiman. „Ef við erum ekki beint syngjandi erum við hummandi. Það er alveg satt. Þetta eru orðin hálfgerð umhverfishljóð. í al- vöru.“ LJÓSGEISLI Diddú er manneskja sem Páll Óskar segist líta upp til úr fjarlægð. Hann segir að hún sé svolítill „líder" í syst- kinahópnum ásamt Ásdísi, elstu systurinni, vegna þess að þær eru elstar. „Þær hafa svolítið töglin og hagldirnar þar sem þær eru reyndastar í systkinahópnum," segir hann. Diddú vildi samt ekki ráða yfir honum þegar hann var lítill. „Ég er kannski að fatta það núna að hún hefur kannski frekar viljað fylgjast með mér og hverju óg tæki upp á. Dætur Diddúar, Sal- ome og Valdís, eru alveg „grjótklárar". Þegar þær koma í heimsókn er það allt- af eitthvað „brilliant" sem þær segja eða gera. Það eru einhverjir taktar sem koma frá þeim báðum sem er magnað að horfa upp á. Og ég hef kannski verið svolítið svipaður krakki. Ég skil hvers vegna Diddú hefur verið að draga mig með sér á þessar uppákomur. Sal- ome og Valdís fá að fara með henni á æfingar og þær eru með henni baksviðs. Og ég skal hundur heita ef það kemur þeim ekki til góða í framtíðinni. Þær eru alveg „megatalents". Það er eng- inn vafi á því.“ Páll Óskar segir að hann mundi fyrst og fremst lýsa Diddú sem vinnualka. „Og ég er ekki að „djóka," og hversu væmið sem það kann að hljóma, mundi ég lýsa henni sem Ijósgeisla. Óg hún er frábær listamaður. Hún er besta klassíska söngkonan sem óg hef heyrt í fyrir utan Maríu Callas. Þú getur heyrt bjarta Diddú en svo getur hún sungið alveg hrikalega dramatísk hlutverk sem er æðislegt. Það eina, sem ég ætla að vona að ég hafi erft frá henni hvað varð- ar blóðbönd, er að ég vinni mína hluti jafn vel og hún. Og það held ég að við ger- um. Það held ég að við fáum með móðurmjólkinni, skil- urðu. Við göngum allavega hreint til verks. Og við klár- um allt sem við byrjum á.“ Diddú kemur brosandi inn á veitingastaðinn. „Svona er Diddú nákvæmlega eins og hún labbar hérna inn,“ segir Páll Óskar. „Svona rosalega brosandi, fattarðu. Sem bet- ur fer hefur hún tennurnar í þetta bros.“ VAR EKKERT AÐ FLÝTA SÉR í HEIMINN Diddú pantar cappucchino og sams konar samloku og Páll Óskar hafði verið að borða. „Við vorum fjórar systurnar sem uppgötvuðum að mamma væri ófrísk að Palla þegar við vorum að sækja strætómiða í töskuna hennar. Við vorum þrjár á gelgjuskeiðinu og það er sennilega alltaf óþægilegt 22 VIKAN 2. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.