Vikan


Vikan - 20.02.1995, Síða 61

Vikan - 20.02.1995, Síða 61
Inni í dómkirkju heilags Jóhannesar í Harlem. V | j, ' II» Apollo-leikhúsió auglýsir áhugamannakvöld. Raðhús á Sugar Hill. og baríton og fjórum for- söngvurum, fyrir utan prest- inn, séra Lee Arrington, sem líka tekur lagið. Messan er sannarlega á við bestu tón- leika. Söfnuðurinn gengur um, tekur í hendur aðkomu- fólks og biður Guð að blessa það. í þessum söfnuði eru engir auðkýfingar en „systur“ í hvítum hjúkrunarkonubún- ingum ganga um með söfn- unarbauk og gestir gefa óhikað f baukana. Whitney Huston, Stevie Wonder og Aretha Franklin byrjuðu öll feril sinn í babtistakirkjum og jazz, rýtmablús og jafnvel rapp sprettur úr gospelsöng. Sylvia's, þekkasti veitinga- staður Harlem, selur steiktan kjúkling, kryddlegin rif, bökur úr sætum kartöflum og ann- að Suðurríkjalostæti. Sunnu- dags„brunchi“ má renna nið- ur við undirsöng gospel- söngvara. Takið ykkur tíma til að kanna markaðinn á horni 125. götu og Lenox Avenue (gegnt Sylviu). Á þessum markaði er seldur afrískur fatnaður, skartgripir og listaverk í ýmsum gæða- flokkum. Á 125. götu er einnig að finna Apollo leikhúsið sem opnað var árið 1914 sem óperuhús fyrir hvíta. Það varð ekki frægt fyrr en hvítur umboðsmaður tók við því ár- ið 1934. Hann opnaði leik- húsið öllum kynþáttum og breytti því í þekktasta skemmtikraftavettvang Har- lem þar sem listafólk á við Bessie Smith, Billie Holiday, Duke Ellington og Dinah Washington komu fram. Áhugamannakvöld á mið- vikudögum, þar sem sigur- vegarar voru valdir sam- kvæmt lengd lófataks áheyr- enda, voru fræg og langur biðlisti eftir að komast að. Ferill Söru Vaughan, Pearl Bailey, James Brown og Gla- dys Knight, meðal annarra, hófst á þessum áhugafólk- skvöldum. Apollo leikhúsið var gert upp fyrir áratug og þar skemmta enn skemmti- kraftar í fremstu röð með blús, jazz, gospel og dansi. Á næstunni stendur til að breyta og bæta í Harlem, meira en nokkru sinni frá lokum síðari heimstyrjaidar. Bæði ríki og borg leggja peninga til verksins, þannig að það fé, sem íbúar Harlem greiða árlega í skatt, er nú á leiðinni til þeirra aftur. □ Upphaflega framhlióin en nú bakhlió sumarhúss Hamil- tons. Þetta er eina timburhúsió sem eftir er í New York, klemmt inn á milli kirkju og íbúóarhúss. breiðgata og í Jackie Robin- son garðinum er stór úti- sundlaug til almenningsnota á heitum sumardögum. Strivers Road eða Strit- aragata, var reist fyrir rík- menni. Hér bjuggu Lena Horne og Bojangles Robin- son. Söngkonan Lena Horne var vinsæll skemmtikraftur á Waldorf-Astoria en gat að sjálfsögðu ekki búið þar, sökum hörundslitar. í Harlem er eina hótelið sem tók við blökkumönnum allt fram til ársins 1960. Harlem eru 400 kirkjur. Við förum í litla babtistakirkju sem kallast Paradís. Babtistatrú er yfirgnæfandi vegna þess að hér eiga flestir ættir að rekja til Suður- ríkjanna; Alabama, Georgíu og Karólínanna. Kirkjan er alger upplifun og aðkomufólkinu tekið opn- um örmum. Húsnæðið er gamalt bíóhús og á sviðinu er fjórtán manna blandaður kór með sópran, alt, bassa 2. TBL. 1995 VIKAN 61 VIKAN I NEW YORK

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.