Vikan


Vikan - 20.09.1995, Side 6

Vikan - 20.09.1995, Side 6
TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON HÚN LIFIR SIG INN í HEIM MIÐALDARMÁLARA OG SKAPAR GULLI SLEGIN LISTAVERK SEM UNNIN ERU Á SAMA HÁTT OG HELGIMYNDIR RÉTTTRÚNAÐAR- KIRKJUNNAR. Hvítur hjörtur Listakonan kemur til dyra í svörtum, þröng- um buxum og svörtum jakka með Ijóst, stuttklippt hárið greitt aftur. Hún heilsar og bíður til ferskjulitaðrar stofu. Antiksófi frá sautjándu öld stendur uppi við einn vegginn þar sem helgimynd, íkon, hangir. „Við fluttum inn á þriðjudaginn var," segir hún. Viðmælandinn er ung kona, Kristín Gunnlaugsdótt- ir, sem þessa dagana heldur sýningu á Kjarvalsstöðum. Maðurinn hennar, írinn Brian FitzGibbon, sem hefur starf- Bláir englar að sem þýðandi, túlkur og handritshöfundur, taldi hana á að koma til Islands þar sem hann ákvað að læra ís- lensku en þau hafa búið á ít- alíu þar sem Kristín hefur numið og starfað undanfarin átta ár. Á hverju ári hefur hún þó dvalið í fjóra mánuði á Akureyri þar sem hún er fædd og uppalin. í april á næsta ári mun hún halda til Ítalíu og vera þar um sumar- ið en meiningin er að koma aftur til íslands þegar sól fer að lækka á lofti. NAM HJÁ SYSTUR PATRICIU Tuttugu og fjögurra ára gömul, nýútskrifuð frá Mynd- lista- og handíðaskólanum í Fteykjavík, hélt Kristín til Rómaborgar þar sem hún dvaldi í klaustri Franciscu- systra í tæpt ár. Hún vildi kynnast klausturlífi af eigin raun þótt lútersk væri og nota tækifærið í leiðinni til að sinna hugðarefni sínu. Þær voru nokkrar systurnar sem máluðu og ein þeirra, systir Patricia, einbeitti sér að gerð íkona. íslenska listakonan heillaðist af þessari dular- fullu og forvitnilegu list og varð systirin leiðbeinandi Kristínar þann tíma sem hún dvaldi innan veggja klaust- ursins. Eftir klausturdvölina hóf Kristín nám í Ríkisaka- demíunni í Flórens þar sem hún var í fjögur ár og eftir það fór hún í eins árs sér- nám í freskumálun. „Mein- ingin með því námi var að kynnast þeirri gömlu tækni sem ítalska arfleifðin hefur upp á að bjóða. Og það er enginn smá hafsjór." ÍKONAR „Tæknin sem notuð er við gerð íkona, sem gerðir eru algjörlega úr náttúrulegum efnum, er ein sú elsta sem FRH. Á BLS. 21 6 VIKAN 9. TBL. 1995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.