Vikan


Vikan - 20.09.1995, Síða 8

Vikan - 20.09.1995, Síða 8
KVIKMYNDIR TEXTI: HELGA MÖLLER UÓSM.: HREINN HREINSSON, MARGRÉT MARÍA PÁLSDÓTTIR O.FL. Fyrir um það bil sjö árum sat stóreygð, tveggja ára telpa og fylgdist gaumgæfilega með föður sínum leikstýra börnum í myndinni Pappírspésa. Þrátt fyrir að hana langaði mikið að fá að vera með varð hún að láta sér lynda að vera áhorfandi. Síðan hefur þónokkuð vatn runnið til sjávar. Stúlkan verður bráðum níu ára göm- ul og hefur nú lokið við að leika í fimm myndum, þar af lék hún stór hlutverk í fjórum þeirra. Hún heitir Bergþóra Aradóttir og mun sjálfsagt heilla margan kvikmynda- hússgestinn á næstunni því - v««r m --M Bergþóra sem Líf Leifs í einu atriði kvikmyndarinnar Tár úr steini ásamt Þresti Leó Gunnarssyni sem leikur Jón Leifs. að um þessar mundir eru að hefjast sýningar á myndinni Tár úr steini sem fjallar um Jón Leif tónskáld en hún leikur yngri dóttur hans, Líf. „Hún er falleg, greind, prúð, hæfileikarík og skemmtileg, alveg eins og dóttir mín. . . yngsti „proffinn" sem ég hef kynnst," segir Hilmar Odds- son, leikstjóri kvikmyndar- innar, um Bergþóru. Áður en við kynnumst hlutverki Bergþóru í mynd- inni Tár úr steini skulum við fara nokkur ár aftur í tímann. Foreldrum Bergþóru, Mar- gréti Maríu Pálsdóttur og Ara Kristinssyni kvikmyndatöku- manni duldist ekki áhugi hennar á að fá að leika. Hún átti spólur með Karde- mommubænum og fleiri leik- ritum og heima í stofu fór hún með heilu kaflana upp úr þeim með tilburðum og al- veg nákvæmlega eins og leikararnir gerðu. Það gaf til kynna að hún gæti sett sig í ýmsar stellingar. Fyrsta mynd hennar, sjónvarps- myndin Gamla brúðan, sem faðir hennar leikstýrði, var skrifuð með hana ( huga og var beðið með að taka hana þar til hún var orðin nógu stór til að takast á við aðal- hlutverkið, rétt fjögurra ára gömul. Það má því næst- um segja að hún hafi drukkið leikinn í sig með móðurmjólk- inni. „Henni finnst þetta allt mjög eðlilegt," segir Ari Krist- insson, faðir hennar. „Börn, sem aldrei hafa komið nálægt því að leika og eru fengin í hlut- verk, halda að allt gerist jafn hratt og þau horfa á það í sjónvarpinu og verða því óþolinmóð og missa kannski áhugann þeg- ar þau komast að því hvern- ig unniö er. Þau fá stundum bara að segja eina setningu á dag, þurfa að gera sama hlutinn aftur og aftur og eyða þar að auki miklum tíma í að bíða. Bergþóra hafði fylgst með framvindu mála frá því hún var tveggja ára og var því búin aö sætta sig viö út á hvað þetta gengur áður en hún lék í fyrsta sinn.“ Meðan faðir hennar lýsir leikferli dótturinnar stendur tðsS'Já hún prúð og þögul hjá og leggur ekkert til málanna. Þótt hún sé orðin alvön leik- kona er ekki víst að hún sé jafn vön að láta taka við sig viðtöl og því gott að hafa pabba sér til halds og traust. Hún kemst þó ekki alveg hjá því að segja okkur eitthvað um leikferilinn. „Fyrst var Gamla brúðan, svo Jól á sjúkrahúsi, síð- an Tár úr steini og Draumadís- ir,“ þylur Berg- þóra upp þegar hún er beðin að telja upp mynd- irnar sem hún hefur leikið í. Reyndar gleymir hún lít- illi jólamynd hjá sjónvarpinu, enda var hlut- verkið ekki stórt í henni og gleymist í sam- anburði við hin. Síðastnefnda myndin, Draumadísir, mynd Ásdísar Thoroddsen, er enn á klippi- borðinu, svo nokkuð er í að hún verði tekin til sýninga. Enn ein myndin bíð- ur svo Berg- þóru og verður tekin upp næsta sumar. Hún verður í höndum föður hennar sem varð eiginlega að bíða eftir að dóttirin losnaði úr öörum verkefnum. „Já, það fréttist af henni,“ segir hann. „Það stóð ekkert til að hún léki ( Tár úr steini og Draumadísum en þegar til kastanna kom voru eðli- lega mjög fá börn á aldrinum fimm til sjö ára sem kunna að vinna svo að í þrufum kom hún best út.“ Faðirinn skellir spólu ( myndbands- tækið og sýnir atriði úr myndinni sem sýnir atvinnu- manninn litla að verki. Þar grætur stúlkan fögrum tárum um leið og hún fer með text- ann af innlifun. Hvernig er hægt að fá lítið barn til að gráta eftir pöntun? Bergþóra þegir, brosir litið eitt og lítur til pabba síns. Hann verður fyrir svörum. „í fyrstu myndinni var það gert á dálítið miskunnarlaus- an hátt. Brúðan var tekin og hausinn snúinn af fyrir fram- an hana.“ Ari hlær og Berg- þóra kímir. „Annars þarf bara að ímynda sér eitthvað sem er skelfilegt en er þó allt i plati,“ heldur hann áfram. Bergþóra ásamt föður sfnum, Ara Krist- inssynl, kvikmyndatökumanni. Hvort þeirra skyldi vera með sfðara hór? 8 VIKAN 9. TBL. 1995

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.