Vikan


Vikan - 20.09.1995, Síða 31

Vikan - 20.09.1995, Síða 31
Ef þú ert til dæmis að vinna að verkefni um efni eins og miðborgir getur þú viðað að þér upplýsingum samhliða því sem verkinu miðar áfram, skrifað hjá þér heimildir eða einstakar nyt- samlegar staðreyndir eins og um húsnæði, samgöngur, ríkisstjórn, glæpi, atvinnu, helstu kaupstaði á íslandi o.s.frv. Spjaldskrár eru ekki ein- ungis ákjósanlegar til geyma allar upplýsingar á öruggum stað. Þegar þú bætir upplýs- ingum i sífellu við í skrána færðu einnig skýrari mynd af því hvernig best er að skipu- leggja upplýsingarnar þegar kemur að því að skrifa sjálfa ritgerðina. 4. Gerðu tímaáætlanir Tímaáætlanir auðvelda þér að nýta sem best þann tíma sem þú hefur. Þær koma gagnlegu skipulagi á dagleg störf. Og þegar þú gerir þær taktu til greina að þú afkastar meiru á ákveðn- um tímum dags en öðrum. SKIPULAGNING TÍMAÁÆTLUNAR Tímaáætlun þín byggist eingöngu á persónulegri stundaskrá. Aðalmarkmiðið með tímaáætlun er að skipu- leggja tímann með hliðsjón af þörfum þínum, aðstæðum og vinnuaðferðum. Finndu út hversu mikinn tíma þú þarft í heimanám. Kennarar þínir munu án efa hjálpa þér, annaðhvort með því að útbúa fyrir þig áætlun yfir heimanám eða með því að benda á hversu miklum tíma þú ættir að verja í hverja grein fyrir sig yfir vikuna. Tímaáætlanir ættu ekki að- eins að gera ráð fyrir tíma til ritgerðarskrifta, til að skrá glósur, gera verkefni o.s.frv. heldur einnig til að læra eitt- hvað nýtt. Ekki er víst að kennarar geri ráð fyrir þess- um hluta í heimavinnuáætlun- um en það er nauðsynlegt ef þú ætlar að læra eitthvað nýtt með eins góðum árangri og mögulegt er (sjá bls. 38, 6 skref til ítarlegs náms). Ef þú lærir einn eða í gegn- um bréfaskóla skaltu fylgja leiðbeiningum kennaranna. Skrifaðu niður það sem þér að gert að skila fyrir vikulokin. Reiknaðu út hversu langan tíma það mun taka þig að Ijúka því. Sá tími ásamt námstíma er samanlagt sá tími sem að námstímaáætlun þín ætti að gera ráð fyrir. Skiptu tímanum sem þú hefur upp f 30-45 mínútna vinnustundir eftir því hvað þú heldur einbeitingunni lengi (því eldri sem námsmaðurinn er því lengur getur hann hald- ið einbeitingu). Deildu niður vinnu- og námstímum á hverja grein. Reyndu að halda reglulega tímaáætlun án breytinga því kunnugleg vinnubrögð létta þér verkin. Gerðu ráð fyrir máltíðum. Taktu frá tíma með reglu- legu millibili fyrir likamsrækt og útiveru. Gerðu það sem mestu máli skiptir á þeim tímum dagsins þegar þú ert ferskastur og orkan er mest. Gerðu það sem minna máli skiptir, og taktu þér hvíld, þeg- ar einbeitingin fer að dvína. (Þú ættir nú þegar að vita hvenær þú afkastar mestu eftir að hafa gert æfinguna þar sem þú skráðir styrkleik- ana og veikleikana þína). Ef þú hefur öðrum skyldum að gegna þá annaðhvort: (a) gefðu þér tima frá nám- inu og semdu sérstaka tíma- áætlun fyrir önnur verk eða (b) gerðu tímaáætlun yfir allt sem við kemur þessum og öðrum skuldbindingum. Hengdu tímaáætlunina þína upp þar sem hún blasir við. Notaðu tímaáætlunina samhliða lista yfir verk sem þarf að Ijúka á hverjum degi. Um leið og þú lýkur sérhverj- um námsáfanga strikaðu hann af listanum og veittu sjálfum þér þá ánægju að skynja að þú ert aðeins nær lokatakmarki þínu. Ekki svindla á tímaáætl- uninni. Þegar tíminn sem ætlaður er hverju verkefni fyrir sig er útrunninn, snúðu þér að næsta verki; Ijúktu við ólokin verk seinna. Láttu vini og fjölskyldu vita af þeim stundum sem þú hefur tekið frá fyrir nám svo þú verðir ekki fyrir ónæði. Þú ættir einnig að láta vita hvenær þú átt frí svo þau haldi ekki að þú sért alltaf lærandi og sinnir engu fé- lagsltfi! Ef þú ert alltaf í tímaþröng, þarftu að endurskipuleggja tímaáætlunina. Annaðhvort hefur þú ekki ætlað hverri grein nægan tíma eða þú ert fastur í námsvenjum sem eru óþarflega tímafrekar - sjá kafla 6 um einbeitingu, kafla 8 um gagnlegan lestur, og kafla 9 um að skrifa niður I og útbúa glósur. □ 9. TBL. 1995 VIKAN 31 NAMSTÆKNI

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.