Vikan


Vikan - 20.09.1995, Page 35

Vikan - 20.09.1995, Page 35
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR HANNARFYRIR AUÐKÝFINGA INEWYORK Björn Björnsson innanhúss- arkitekt í New York. Þessi mynd er úr húsinu við Riverside Drive en kostnaðurinn við breytingarnar nam langt á annað hundraö milljónum króna. Af og til heyrum við sögur af íslendingum sem eru að fást við óvenjulega hluti í útlöndum. Einn þeirra er Björn Björns- son innanhússarkitekt í New York. Verksvið hans er ef til vill ekki óvenjulegt, hann sinnir hönnun á heimilum og hótelum jafnt sem húsa- kynnum stórfyrirtækja um allan heim en upphæðirnar, sem eru í spilinu, vekja undr- un okkar sem ekki höfum kynnst milljarðamæringum heimsins. Nýlega lauk Björn til dæmis við að endurbæta og breyta húsi piparsveins á Riverside Drive í New York og þegar upp var staðið kostaði verkið „litlar" 140 milljónir islenskra króna. Án efa muna einhverjir eft- ir Birni frá því hann ólst upp í Ásgarðinum í Reykjavik og gekk í Breiðagerðis- og Rétt- arholtsskóla. Þaðan lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem hann ákvað að læra innanhússhönnun. Að námi loknu fékk Björn vinnu hjá sænsku fyrirtæki og hannaði meðal annars á þess vegum innréttingar og húsbúnað í Hótel Evrópu í Stokkhólmi. Frá Svíþjóð lá leiðin til Bag- dad þar sem Björn hannaði hótel nánast undir vernd lit- varða því ekki var talið óhætt að ungur og Ijóshærður ís- lendingur væri að þvælast um í Bagdad því stríðs- ástand ríkti í landinu. En nú fóru hjólin að snú- ast og orð barst af Birni vest- ur um haf. Hann hefur síðan unnið í Bandaríkjunum og hannað heimili, hótel, skrif- stofur og veitingastaði og verkin hljóða upp á tugmillj- ónir króna. Stundum þarf að beita sálfræði til að fá þessi verk eins og þegar Björn hannaði innréttingar í Hótel Hankyu International í Os- aka. Þegar kynning á tillög- unum fór fram lét Björn tvo þjóna bera inn svínsleðurs- kassa sem settur var á borð í miðjum salnum. Japanir eru forvitin þjóð að eðlisfari og kassinn vakti mikla at- hygli. í lok kynningarinnar færði Björn forsvarsmanni Japananna kassann að gjöf en ( honum voru teikningar og sitthvað fleira sem til- heyrði hugmyndasamkeppn- inni. Björn fékk verkið! Með þessu hafði hann náð at- hygli, sem annars hefði verið erfitt að ná, þegar kynntar voru fjölmargar bráðsnjallar hugmyndir að útfærslu hót- elsins. í New York hefur Björn meðal annars hannað inn- réttingar og allt skipulag ( fjögurra hæða húsi við Riverside Drive. Verkið kost- aði litlar 140 milljónir króna. í það skiptið fékk hann heim- sókn Black Coalition, sam- taka svartra, sem gjarnan láta sjá sig þar sem verið er að vinna stórverk. Þeir setja mönnum skilyrði: Svertingjar verði ráðnir til verksins, álit- legar upphæðir greiddar samtökunum eða eigendur megi eiga von á að ekki verði mikið eftir af bygging- unni þegar yfir lýkur. Hús og híbýli munu birta grein um Björn og verk hans vítt og breitt um heiminn í blaðinu sem kemur út í byrj- un október. Myndirnar, sem fylgja af verkum Björns, eru ævintýri líkastar. Síðar mun- um við svo segja frá spenn- andi verkefni, sem Björn vann fyrir Gyðingasamfélag ( Brooklyn, en þar innréttaði hann óvenjulegt barnaheim- ili. Væntanlega verða sams konar heimili sett upp víðar á næstunni eftir hönnun Björns. En það er fleira spennandi ( Húsum og híbýlum. Þar verður hægt að sjá hvernig Magnús Scheving, hinn þekkti þolfimimaður, hefur búið um sig. Heimili hans er óvenju fallegt og glæsilegt þótt kostnaðartölur hafi kannski ekki farið alveg ( það sem gerist hjá þeim sem fengið hafa Björn Björnsson til að skipuleggja heimili sín í stórborginni New York. □ Magnús Scheving lætur fara vel um sig í stofunni á heim- ili sínu sem lesendur H&H fá aö berja augum í næsta tölublaöi. 9.TBL.1995 VIKAN 35 STARF ERLENDIS

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.