Vikan


Vikan - 20.09.1995, Page 40

Vikan - 20.09.1995, Page 40
VILL AÐ TÍSKAN SÉ UFANDI Japanski tískuhönnuðurinn og Parísarbúinn Kenzo kom fyrst til borgarinnar í janúar 1965. Hann drakk í sig menninguna, gekk um strætin, sat á kaffihúsum og fylgdist meö mannlífinu. Honum fannst franskar konur vera fallegar og smekklega klæddar. „Þær litu all- ar út eins og sýningarstúlkur," segir hann. Með hjálp japanskra vina komst hann í samband við fremstu hönnuði og fyrirtæki á sviði kventísku. Hann fór á tísk- usýningar, lærði frönsku, eign- aðist fleiri vini og smám saman fór hann aö líta á sig sem París- arbúa. Til aö vinna fyrir sér seldi hann hönnun sína meöal ann- ars Louis Féraud. Ásamt fleiri Japönum opnaöi hann sfna fyrstu tískuvöruverslun undir nafninu Jungle Jap og í hönnun hans voru áberandi handmáluö blómamynstur. Fyrsta tískusýn- ingin hans var haldin í verslun- inni í april 1970. Frískleiki hans og ímyndunarafl vakti athygli og honum var slegiö upp á forsíöu tímaritsins ELLE. Þá fór boltinn aö rúlla. i hönnun sinni leggur Kenzo áherslu á hugmyndaflug og frískleika og hann hefur alltaf fariö ótroönar slóöir í sköpun- inni. Hann kemur sífellt fram meö nýjungar; ,.ég bæti hinu óvænta viö hiö sígilda," segir hann. Hann er sjónhverfinga- maöur hvaö varðar val á öllum regnbogans litum og í litanotkun hans gætir japanskra áhrifa. Hann blandar saman kasmírull, köflóttum og doppóttum efnum, leoparda- og sebramynstri og blóm eru hans aöalsmerki. Auk þess er hann snillingur hvaö varðar útsaum á flíkum, boröa og fellingar. Úr þessari óvenju- legu samsetningu veröur til ein- stakur glæsileiki. „Ég er ekki aö reyna aö gera tískuna full- komna," segir hann. „Ég vil aö hún sé lifandi." Hugmyndir fær hann úr náttúrunni, á feröalög- um og úr listum. Hugmyndir kvikna þegar hann sér hin ýmsu forrn, fjarlæg lönd geta veitt honum innblástur og liann fær jafnvel hugmyndir með því aö skoöa verk listamanna á borö viö Monet, Gauguin og Matisse. Kenzo-verslanir eru út um allan heim og meistarinn hefur fengiö verölaun fyrir hönnun sína. Hann var fyrsti Japaninn í París sem hóf ilmvatnsframleiðslu. Kenzo de Kenzo var sett á markaöinn 1988, Kenzo pour homme 1991, Parfum d'ete 1992 og þaö nýjasta er Kashaya de Kenzo. I I

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.