Vikan


Vikan - 20.11.1995, Qupperneq 18

Vikan - 20.11.1995, Qupperneq 18
TILVERAN svartklædd frá toppi til táar. Hún er dökkhærö, stelpuleg og hæversk. Hún heilsar og sest síðan við vinnuborð sem stendur við annan stofuglugg- ann og horfir út á götuna. Í HRAKNINGUM VEGNA FEMÍNISTA Fimmtán ára gamall hélt Bjarni sína fyrstu einkasýn- ingu að tilstuðlan Sverris Haraldssonar, myndlistar- manns og -kennara, og var hún sett upp á Mokkakaffi. Sextán ára gamall fór hann í Handíða- og myndlistaskól- ann í Reykjavík. „Þar komst ég í kynni við módelpíu sem var femínisti. Ég var búinn að teikna hana, hafði tímann fyrir mér, fór að díteila boss- ann á henni og skyggja hann. Svo leit hún yfir verk allra og kvartaði við Sverri um að ég væri afbrigðilegur. Af þessum sökum var ég settur í annað herbergi, lát- inn teikna steindauða hluti og í framhaldi af því hætti ég í skólanum." Ef til vill er það vegna reynslu sinnar af Handíða- og myndlistaskól- anum en Bjarni segir að skól- inn, sem nú heitir Myndlista- og handíðaskóli íslands, sé orðinn handavinnuskóli þar sem konur seu þrír fjórðu hlutar þeirra sem Ijúka þar námi. „Að mínu mati útskrif- ast fólk ekki eftir fjögur ár í myndlist vegna þess að þetta er ekki iðngrein. Auðvitað er nauðsynlegt að fara í undir- stöðunám fyrir þá sem hafa lítinn talent og fá þá flugu í hausinn að vilja verða mynd- listarmenn. Maður lærir mest af því að vinna og umgangast aðra málara. Það er bara orð- ið svo mikið af myndlistarfólki í þjóðfélaginu að það er orðið vandamál. Svo er fólk sem er að útskrifast úr skólanum að selja verk sín á sama verði og myndlistarmenn sem starfað hafa í áratugi." Eftir að Bjarni hætti í skól- anum varð hann góður vinur Sverris og lærði mikið af að umgangast hann. „Ég var hálfgerður lærisveinn hans og fór stundum fyrir hann upp á Geitháls eftir Kúlsígar- ettum en þær fengust hvergi í Reykjavfk. Ég mætti hjá honum daglega og fylgdist með því sem hann var að gera. Hann var nú svo frum- legur á mörgum sviðum og á undan sinni samtíð.“ Þegar Bjarni var nítján ára tók Þor- valdur í Síld og Fisk hann upp á sína arma og keypti af honum myndir sem hengdar voru upp á Hótel Loftleiðum og Hótel Holti. „Þá var ægi- leg veisla,“ segir Bjarni sem vildi óska sér að það sama væri uppi á teningnum í dag. SLAPP FYRIR HORN í þrjú ár var Bjarni í sam- búð með sænskri konu sem hann kynntist hér á landi og starfaði hún sem sjúkraþjálf- ari. Þau dvöldu f tvo mánuði í fyrrum Júgóslavíu og segir hann að konan hafi verið geðklofi; en skemmtileg að öðru leyti. „Hún var harð- stjóri yfir mér. Ég fór varla út úr húsi þótt hitinn hafi verið um fjörutíu stig og kom ná- fölur til baka. Ég veit ekki hvort það hefur verið einhver metnaður hjá henni að ég yrði eitthvert nafn á skömm- um tíma. Hún var svona bráðlát. Það varð allt að ske í einum hvelli." Fyrir fimm árum var Bjarni hvattur til að fara til Portúg- als vegna þess að þar væri mörgum sinnum ódýrara að búa og efniskostnaður miklu minni en hér. „Ég fór líka út til að brjóta upp þessa rútínu og sjá eitthvað nýtt.“ Hjóna- leysin fóru á eigin bíl frá Sví- þjóð og setti konan hníf í hanskahólfið. Þegar Bjarni spurði hvers vegna hún væri að því sagði hún að það væri betra að hafa hann þar sem aldrei væri að vita í hverju hún gæti lent. „Þegar til Portúgals var komið snerti hún ekki á eigin gjaldeyri. Þegar ég var orðinn pen- ingalaus naut hún þess að sitja og reykja og sagði að ef ég væri fljótur gæti ég fengið einn smók. Þetta var „uppliv- else“. Það var ægilegur súr- realismi að búa með henni. Ég var ísoleraður frá morgni til kvölds og hún var lagin við að fá mig í gang til að mála. Hún rétti mér pensilinn klukkan átta á morgnana og setti mér þær skorður að vera bara að mála. Ég sagði henni að ég gæti alveg eins verið á íslandi. Eða bara á Djúpuvík. Ég þyrfti að sjá mannlífið fyrst ég væri kom- inn alla leið til Portúgals. Þótt ég hafi ekki selt mynd- irnar á háu verði gat ég al- veg rúllað mér á þessu.“ Einn daginn fór Bjarni í bæinn til að kaupa terpen- tínu og notaði tækifærið til að fara inn á tasca, sem er dæmigerður, portúgalskur veitingastaður. Þegar heim kom gerði sambýliskonan svo mikið veður út af þessari ferð að það endaði með því að hún elti Bjarna um allt húsið með fyrrnefndan hnff á lofti. „Sjokkið var mikið þegar ég áttaði mig á því að þetta væri fúlasta alvara. Ég slapp undan henni út um glugga, niður á bílþak og út í kirkju. Ég hafði ekki stundað kirkju síðan um fermingu. Ég kom hlaupandi inn í kirkjuna með sítt hárið og í stuttbrókinni einni fata. Þrjár litlar konur voru á bæn og þær hafa sjálfsagt haldið að Kristur væri loks mættur og orðinn hvítur fyrir hærum í sólinni. Þetta var spaugilegt. Það var svolítill súrrealismi í þessu. í framhaldi af þessum eltingaleik um húsið skildum við. Sú sænska hafði áður verið gift Ameríkumanni og hafði víst reynt það sama við hann. Hún ætlaði að kála honum og lenti inni á klíník. Ég vissi ekki af því fyrr en dóttir hennar sagði mér frá því. En það er kannski nauð- synlegt að upplifa þetta. Ætli ég hafi ekki alltaf lifað við hálfgert konuríki,“ segir hann svo. „Ætli það sé ekki mas- ókísmi að láta pína sig.“ Bjarni er spurður hvort hann láti konurnar ráða yfir sér. „Já,“ segir hann og dregur seiminn. „Ætli maður þurfi ekki bara aðhald. Bremsu.“ Hins vegar getur hann ekki hugsað sér að búa einn. „Ég hef prófað það. Það var níst- andi þögn.“ EKKJUR Á BESTA ALDRI Á þeim árum sem Bjarni bjó í Portúgal var hann með sítt hár eins og þegar hefur komið fram, gekk oftast í svörtum, síðum frakka og í fylgd hans var iðulega svart- ur hundur. „Ég bjó í smá- bænum Figueira da Foz og þar var ekki vel sóð að karl-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.