Vikan


Vikan - 20.11.1995, Side 23

Vikan - 20.11.1995, Side 23
Kvennalistinn ekki heilög stofnun. Hugmyndirnar, sem hann byggir á, eru hins veg- ar alveg ómissandi f íslensk- um stjórnmálum." Kosningabarátta Sjálf- stæðra kvenna vakti mikla athygli fyrir síðustu kosning- ar og ekki síður hvað sjálf- stæðiskonur báru lítið úr být- um að kosningunum lokn- um. „Það er sorglegt að sjá hvað Sjálfstæðum konum tókst að slá ryki í augu margra. Þeim var att gegn Kvennalistanum og fengu ekkert í staðinn. Hagsmunir flokksins voru teknir fram yfir kvennapólitíkina. Þetta ætti að vera konum umhugsun- arefni.“ Steinunn vonast til að í framtíðinni láti konur meira til sín taka í stjórnmálum. „Mér finnst öðruvísi að vinna með konum í stjórn- málum en körlum. Margir þeirra karlmanna, sem ég hef unnið með, taka ákvarð- anir með miklum hraði án þess að athuga allar hliðar. Konum er hins vegar gjarn- ara að velta öllum hliðum upp áður en þær taka loka- niðurstöðuna. Þetta eru seinlegri vinnubrögð en þau gefast betur.“ Þegar Steinunn er spurð að því hverju hún sé stoltust af að hafa komið í gegn í borgarmálunum nefnir hún félags- og menningarmið- stöðina „Hitt húsið“ án nokk- urrar umhugsunar. „„Hitt húsið“ er ætlað ungu fólki frá 16 ára aldri. Það var áður í Þórscafé sem er gam- all skemmtistaður með diskóljósum og bleikum teppum. Mér fannst hann ömurlegur og fannst ekki annað hægt en að sýna unglingunum meiri virðingu. Félags- og menningarmið- stöð á borð við „Hitt húsið“ er þeim mjög mikilvæg. Auk- ið atvinnuleysi meðal ungs fólks eykur líka þörfina á slíkri miðstöð. Nú er „Hitt húsið“ í gamla Geysishúsinu og ég bind vonir við að það eigi eftir að blómstra og dafna.“ MISSTI MÓÐUR SÍNA UNG Steinunn er fædd árið 1965 og ólst hún upp í Laug- arneshverfinu. Hún gekk í Laugarnesskóla og Lauga- lækjaskóla en fór svo í Menntaskólann við Sund. Faðir hennar heitir Óskar Valdimarsson. Hann starfaði sem húsasmiður en er nú ellilífeyrisþegi. Móðir hennar hét Aðalheiður Þorsteins- dóttir og starfaði sem hús- móðir. Hún lést úr krabba- meini þegar Steinunn var að verða 13 ára. „Hún fékk krabbamein sem ekki var hægt að sigrast á og lést 13. mars 1978 eftir langt dauðastríð. Ég á marg- ar fallegar minningar um móður mína og á erfitt að nefna eina sérstaklega." Steinunn á bróður sem er þremur árum yngri en hún og heitir Pétur. Eftir lát móð- ur þeirra annaðist faðir þeirra einn uppeldið á þeim systkinum auk þess að vinna fullan vinnudag. Þau nutu líka ómetanlegrar aðstoðar nágranna þeirra og fjöl- skyldu. Steinunn segir að mjög hafi reynt á fjölskyldu- böndín. „Við urðum mjög samheld- in. Við systkinin urðum að geta treyst hvort á annað. Án efa varð fráfall móður minnar til þess að ég þrosk- aðist snemma og varð fljótt ábyrgðarfull. Ég ber mikla virðingu fyrir föður mínum. Það eru ekki margir sem hefðu getað komist í gegn- um það sama og hann.“ Steinunn skimar uppi í lofti eitt andartak eins og hún sé að leita að einhverju. Svo segir hún: „Ég á ávallt góðar stundir heima hjá föður mín- um, einkum þegar ég borða hjá honum kjötsúpu „á la Oscar“.“ Það þarf greinilega ekki mikið til að gleðja Steinunni. Ef til vill er hún jarðbundnari en hana grunar. □ mm Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe Vera þegar þú getur fengið tvöfalt meira magn af Aloe Vera geli frá Banana Boat á aðeins 1000kr.? Hvers vegna að bera á sig 2% af þráavamarefnum þegar þú getur fengið 99,7% hreint Aloe Vera frá Banana Boat? Biddu um Banana Boat ef þú vilt 99,7% hreint Aloe Vera gel á 40-60% lægra verði. Það er alltaf ferskt (framleitt eftir pöntun), án spírulínu, án kemískra lyktar- efna eða annarra ertandi of- næmisvalda og fæst í 6 mismun andi túpu-, brúsa- og flöskustærðum. Þú finnur engan mun á því að bera ferska, 99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat og hlaup úr Aloe Vera blaði beint á sár, bólgur eða útbrot. Prófaðu líka Banana Boat E-gelið á sölustöðum Banana Boat (fæst einnig í 3 stærðum hjá Samtökum psori- asis- og exemsjúklinga), hrukkuhindrandi og húðmýkjandi Banana Boat A-gel, baugaeyðandi og húðstyrkjandi Banana Boat kollagen gel, hraðgræðandi Banana Boat varasalvann með sólarvörn #21, græðandi, mýkjandi og rakagefandi Banana Boat Body Lotion með Aloe Vera, lanolíni, A-, B-, D- og E-vítamíni, húðnærandi og öldrunarhindrandi Banana Boat djúpsólbrúnkugel fyrir Ijósaböð, Banana Boat sólmarg- faldarann sem milljónfaldar sólar Ijósið í skýjaveðri, Banana Boat sól- varnarkremið með hæsta sólvarnar- stuðulinn á markaðnum, #50, næringar- kremin Banana Boat Brún-Án-Sólar í 3 gerðum, Naturica BK Sólbrún-lnnan-Frá, Naturica hrukkubanann, alnáttúrlega svita- lyktareyðinn, kristalsteininn sem þú strýkur eftir blautum handarkrika þar sem kvikna engar lyktarbekteríur. Biddu um Banana Boat í apótekum, á sólbaðsstofum, í snyrtivöruverslunum, öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur og i Heilsuvali, Barónsstíg 20, ® 562 6275
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.