Vikan - 20.11.1995, Síða 23
Kvennalistinn ekki heilög
stofnun. Hugmyndirnar, sem
hann byggir á, eru hins veg-
ar alveg ómissandi f íslensk-
um stjórnmálum."
Kosningabarátta Sjálf-
stæðra kvenna vakti mikla
athygli fyrir síðustu kosning-
ar og ekki síður hvað sjálf-
stæðiskonur báru lítið úr být-
um að kosningunum lokn-
um.
„Það er sorglegt að sjá
hvað Sjálfstæðum konum
tókst að slá ryki í augu
margra. Þeim var att gegn
Kvennalistanum og fengu
ekkert í staðinn. Hagsmunir
flokksins voru teknir fram yfir
kvennapólitíkina. Þetta ætti
að vera konum umhugsun-
arefni.“
Steinunn vonast til að í
framtíðinni láti konur meira til
sín taka í stjórnmálum.
„Mér finnst öðruvísi að
vinna með konum í stjórn-
málum en körlum. Margir
þeirra karlmanna, sem ég
hef unnið með, taka ákvarð-
anir með miklum hraði án
þess að athuga allar hliðar.
Konum er hins vegar gjarn-
ara að velta öllum hliðum
upp áður en þær taka loka-
niðurstöðuna. Þetta eru
seinlegri vinnubrögð en þau
gefast betur.“
Þegar Steinunn er spurð
að því hverju hún sé stoltust
af að hafa komið í gegn í
borgarmálunum nefnir hún
félags- og menningarmið-
stöðina „Hitt húsið“ án nokk-
urrar umhugsunar.
„„Hitt húsið“ er ætlað ungu
fólki frá 16 ára aldri. Það var
áður í Þórscafé sem er gam-
all skemmtistaður með
diskóljósum og bleikum
teppum. Mér fannst hann
ömurlegur og fannst ekki
annað hægt en að sýna
unglingunum meiri virðingu.
Félags- og menningarmið-
stöð á borð við „Hitt húsið“
er þeim mjög mikilvæg. Auk-
ið atvinnuleysi meðal ungs
fólks eykur líka þörfina á
slíkri miðstöð. Nú er „Hitt
húsið“ í gamla Geysishúsinu
og ég bind vonir við að það
eigi eftir að blómstra og
dafna.“
MISSTI MÓÐUR SÍNA
UNG
Steinunn er fædd árið
1965 og ólst hún upp í Laug-
arneshverfinu. Hún gekk í
Laugarnesskóla og Lauga-
lækjaskóla en fór svo í
Menntaskólann við Sund.
Faðir hennar heitir Óskar
Valdimarsson. Hann starfaði
sem húsasmiður en er nú
ellilífeyrisþegi. Móðir hennar
hét Aðalheiður Þorsteins-
dóttir og starfaði sem hús-
móðir. Hún lést úr krabba-
meini þegar Steinunn var að
verða 13 ára.
„Hún fékk krabbamein
sem ekki var hægt að sigrast
á og lést 13. mars 1978 eftir
langt dauðastríð. Ég á marg-
ar fallegar minningar um
móður mína og á erfitt að
nefna eina sérstaklega."
Steinunn á bróður sem er
þremur árum yngri en hún
og heitir Pétur. Eftir lát móð-
ur þeirra annaðist faðir
þeirra einn uppeldið á þeim
systkinum auk þess að vinna
fullan vinnudag. Þau nutu
líka ómetanlegrar aðstoðar
nágranna þeirra og fjöl-
skyldu. Steinunn segir að
mjög hafi reynt á fjölskyldu-
böndín.
„Við urðum mjög samheld-
in. Við systkinin urðum að
geta treyst hvort á annað.
Án efa varð fráfall móður
minnar til þess að ég þrosk-
aðist snemma og varð fljótt
ábyrgðarfull. Ég ber mikla
virðingu fyrir föður mínum.
Það eru ekki margir sem
hefðu getað komist í gegn-
um það sama og hann.“
Steinunn skimar uppi í lofti
eitt andartak eins og hún sé
að leita að einhverju. Svo
segir hún: „Ég á ávallt góðar
stundir heima hjá föður mín-
um, einkum þegar ég borða
hjá honum kjötsúpu „á la
Oscar“.“
Það þarf greinilega ekki
mikið til að gleðja Steinunni.
Ef til vill er hún jarðbundnari
en hana grunar. □
mm
Hvers vegna að borga
1200 kr. fyrir kvartlítra af
Aloe Vera þegar þú getur
fengið tvöfalt meira
magn af Aloe Vera geli frá
Banana Boat á aðeins 1000kr.?
Hvers vegna að bera á sig 2% af
þráavamarefnum þegar þú getur
fengið 99,7% hreint Aloe Vera frá
Banana Boat? Biddu um Banana
Boat ef þú vilt 99,7% hreint Aloe
Vera gel á 40-60% lægra
verði. Það er alltaf ferskt
(framleitt eftir pöntun), án
spírulínu, án kemískra lyktar-
efna eða annarra ertandi of-
næmisvalda og fæst í 6 mismun
andi túpu-, brúsa- og flöskustærðum.
Þú finnur engan mun á því að bera ferska,
99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat og
hlaup úr Aloe Vera blaði beint á sár, bólgur eða
útbrot. Prófaðu líka Banana Boat E-gelið á
sölustöðum Banana Boat (fæst einnig í 3
stærðum hjá Samtökum psori-
asis- og exemsjúklinga),
hrukkuhindrandi og húðmýkjandi
Banana Boat A-gel, baugaeyðandi
og húðstyrkjandi Banana Boat
kollagen gel, hraðgræðandi
Banana Boat varasalvann
með sólarvörn #21, græðandi,
mýkjandi og rakagefandi Banana
Boat Body Lotion með Aloe Vera,
lanolíni, A-, B-, D- og E-vítamíni,
húðnærandi og öldrunarhindrandi
Banana Boat djúpsólbrúnkugel fyrir
Ijósaböð, Banana Boat sólmarg-
faldarann sem milljónfaldar sólar
Ijósið í skýjaveðri, Banana Boat sól-
varnarkremið með hæsta sólvarnar-
stuðulinn á markaðnum, #50, næringar-
kremin Banana Boat Brún-Án-Sólar í 3
gerðum, Naturica BK Sólbrún-lnnan-Frá,
Naturica hrukkubanann, alnáttúrlega svita-
lyktareyðinn, kristalsteininn sem þú strýkur eftir
blautum handarkrika þar sem kvikna engar lyktarbekteríur.
Biddu um Banana Boat í apótekum, á sólbaðsstofum, í snyrtivöruverslunum, öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur og i Heilsuvali, Barónsstíg 20, ® 562 6275