Vikan


Vikan - 20.11.1995, Page 26

Vikan - 20.11.1995, Page 26
LlblAMtNN Lauren á meöanhún dansaöi meö New York City Ballet. Móöir hennar var ballett- dansari og faöirinn vann í óperuhúsi. BALLETTINN i BLÓDINU Móðir Lauren var ballett- dansari og faðir hennar var yfirleikmunavörður hjá Metropolitanóperunni þar sem Lauren las lexíurnar og fylgdist með uppsetningu óperanna. Níu ára gömul setti hún á sig táskó, ákveð- in í að feta í fótspor móður sinnar. „Það var næstum því óhjákvæmilegt þar sem ég hafði að sumu leyti bókstaf- lega alist upp í leikhúsun- um.“ Sextán ára varð hún at- vinnudansari og í átján ár dansaði hún með New York City Ballet. „Á vissu tímabili ævi minnar leið mér betur á sviðinu en heima hjá mér.“ Engir leikarar eru í fjöl- skyldu Magnúsar en leiklist- aráhuginn kviknaði þegar hann tók þátt í sýningum í Menntaskólanum við Hamra- hlíð og eftir stúdentspróf settist hann á skólabekk í Háskóla íslands í einn vetur jafnframt því að vera í Stúd- entaleikhúsinu. „Áhuginn kviknaði þegar ég var að vinna með Andrési Sigur- vinssyni að leikritinu Vatzlav í menntaskólanum." Haustið venjast hér,“ segir Magnús, „auk þess sem maður gat velst um í miklu stærra lista- lífi en hér. Mér finnst til dæmis fátt skemmtilegra en að fara á söfn. Listir eru í uppsetningu á fjörutíu óperum." Eftir það var Magn- ús hægri hönd leikstjórans Jerome Robbins í nokkur ár. „Ég vann meðal annars við uppsetningu á verkum á Broadway sem aðstoðarleikstjóri en það var ein af ástæðunum fyrir því að ég vildi flytja til íslands. Ég vildi fara að leika.“ Síðan Magnús og Laur- en fluttu til ís- lands hefur hann fengið næg verk- efni. Um þessar mundir tekur hann þátt f sýn- ingum á Þrek og tár og Karde- mommubænum en hingað til hefur hann leikið í Snædrottning- unni, Öllum son- um mínum, Máf- inum, Sönnum vestra og West Side Story. Um þessar mundir gefast tækifæri til aö sjá Magnús leika bæði í kvikmynd og á sviöi. Annars vegar í Tár úr steini og á sviöi Þjóóleik- hússins í Þrek og tár. 1983 hélt hann til New York. Eftir þriggja ára leiklistarnám í borg skýjakljúfanna ílentist hann þar í sjö ár. AÐSTOÐARLEIKSTJÓRI Á BROADWAY “Helsti lúxusinn við að búa úti var að fá að kynnast allt öðru leikhúsi en maður á að rauninni svo samtengdar og það er tæknilega óhugsandi að hafa áhuga á einu list- formi en ekki öðru.“ Eftir leik- listarnámið vann Magnús í tæknideild Metropolitanóper- unnar í tvö ár. „Mér bauðst starfið fyrir algjöra tilviljun, ég tók þetta sem tveggja ára óperunámskeið og vann við HEIMILISFAÐIRINN SJALDAN HEIMA Á KVÖLDIN Lauren talar alltaf ensku þótt hún skilji íslensku og hún segir að burtséð frá tungu- málaörðugleikum finnist henni gott að búa hér á landi. „Það er miklu betra að ala upp börn í Reykjavík en New York. Það er svo öruggt hérna fyrir utan það hvað lækniskostnaður er dýr úti. „Við vorum í New York öll þessi villtu ár, frá tvítugu til þrítugs," segir Magnús, „en núna er um að ræða fjöl- skylduskeið í lífi okkar og það hentar mun betur að vera hér.“ Lauren bendir á að hún hafi fengið vinnu við sitt hæfi en yfirleitt sé svo ekki farið með útlendinga sem setjast hér að. „Það er eins og fólk, sem tengist leikhúsum út um allan heim, sé ein stór, al- þjóðleg fjölskylda. Mér finnst ég vera mjög heppin að geta unnið hérna við ballettinn eftir að hafa lokið við dansferil- inn.“ Magnús tekur undir orð eiginkonu sinnar. „Það er eig- inlega sama hvar farið er inn í leikhús í heiminum. Það er einhvern veginn alltaf sama stemmningin." Hjónin segja það kost að þau þekki bæði leikhúslífið upp á skilning og stuðning. „Ég var vön því að vinna öll kvöld þannig að ég æsi mig ekkert upp þegar hann er aldrei heima á kvöldin,“ segir Lauren. „Þetta er þreytandi fyrir þá maka sem vinna hefðbundinn vinnudag," bætir eiginmaðurinn við. „Vegna Stefáns leggjum við ofurkapp á að hafa heimilislífið eins reglulegt og hægt er. Auðvit- að er það frábrugðið því sem ég vandist í æsku. Ég kem frá dæmigerðu, íslensku heimili þar sem móðirin var heimavinnandi.“ Bæði eru þau full áhuga á starfi hvort annars en þau einbeita sér ekki eingöngu að ballett og leiklist. Þau ferðast mikið og lesa, Magnús segir að sem barn hafi hann verið lestrar- ormur, og fyrir stuttu útskrif- aðist Lauren með BA próf í enskum bókmenntum. „Dansarar byrja mjög ungir í atvinnumennsku, sem gerir það að verkum að margir fara ekki í háskóla," segir hún. Þegar hjónin settust að á íslandi fyrir tveimur og hálfu ári gerðu þau með sér þriggja ára samning sem lýkur næsta vor. „Það er ekki hægt að krefjast þess af Lauren að hún flytjist hingað um aldur og æfi,“ segir Magnús. „Þetta er þess vegna tilraunaskeið sem við endurmetum f vor. Það getur alveg eins verið að við flytjum aftur til Bandaríkj- anna." □ 26 VIKAN 11. TBL. 1995
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.