Vikan


Vikan - 20.11.1995, Side 42

Vikan - 20.11.1995, Side 42
fræði. Siðferðilega og lög- fræðilega ber Martin án efa ábyrgðina - það er hann sem lemur. Sálfræðilega má þó skýra þetta á annan hátt: Fyrsta kærastan hans eyði- lagði bílinn, Kamilla fór út á lífið með vinkonum sínum - það gefur honum nokkurs konar ástæðu um leið og hún fær sönnun fyrir því að honum standi ekki á sama. Greinilegt er að sjálfsmat Martins er ekki hátt. Hann treystir því ekki að borin sé virðing fyrir honum. Hann er ekki öruggur með sjálfan sig og hann lemur þegar hann er ekki fær um að takast á við óöryggið. Stundum bregst hann ekki við því sem gerist með því að berja - en í þeim tilvikum er hann öruggari. Og hvernig upplifir Kamilla sjálfa sig? Hún leyfir honum að berja sig. Hún setur engin mörk og bregst heldur ekki við með því að fara frá honum. Þess í stað gerist eitthvað hjá þeim báðum; fyrst er æs- ingurinn, æðiskast, hræðsla, síðan ofsaleg reiði af hans hálfu og að lokum kemur fyr- irgefning. Hann, sem undir venjulegum kringumstæðum á ekki auðvelt með að tjá til- finningar sínar, gefur henni á eftir það sem hún annars myndi ekki fá frá honum. Martin og Kamilla þurfa bæði að byggja upp traustið á sjálfum sér. Kamilla verður að segja frá því hvað henni falli illa og hvað hún meti mest í fari hans, segja frá því hvað fái hana til þess að vera áfram hjá honum. Hún verður að læra að taka ábyrgð á sjálfri sér. Vilji hún ekki láta berja sig verður hún að segja honum hvað hún hyggist gera ef það endur- táki sig og standa svo við ákvarðanir sínar. Martin verður að finna aðrar leiðir til þess að öðlast virðingu og leiðir til þess að koma í veg fyrir að Kamilla geri það sem hann getur ekki sætt sig við. Hann verður að læra að sætta sig við málamiðlun og lifa með því að hún sé allt öðruvísi en hann sjálfur. Hér er um tvær persónur að ræða sem hvor um sig fer með sjálfstætt hlutverk í af- mörkuðu rúmi. Hann ber ábyrgð á því að hann lemur hana og þá ábyrgð verður hann að axla einn - en bæði bera þau þó ábyrgð á því sem gerist. . . □ kringumstæðum að minnsta kosti. Hann kemur oft heim með blóm til Kamillu - þau hafa búið saman í þrjú ár. Hann á kannski ekki sérlega auðvelt með að segja henni að hann elski hana en held- ur því þó fram að hann sýni það í verki. Hann geri það meðal annars með því að vera henni trúr, með því að koma heim til hennar og með því að styðja hana í því sem hún hefur áhuga á og er að fást við. Hann beitir ekki alltaf valdi. Hann er í góðri vinnu, með góða menntun og hann lemur ekki „bara þegar hann er drukkinn". Martin drekkur í raun ekki sérlega mikið. Hon- um líður illa ef hann drekkur og honum nægja yfirleitt tveir, þrír bjórar. - Hvernig líður þér strax eftir að þú hefur slegið Kamillu? - Hvort sem þú trúir því eða ekki þá verð ég í rauninni mjög leiður. Ég fæ enga fullnæg- ingu við að berja einhvern ef til vill rétt á meðan ég geri það en á næsta augnabliki veldur það mér óþægindum. Mér líður eins og ég hafi beðið ósigur. Martin verður alvarlegur á sviþ. Hann hafði verið heldur tregur til að veita mér við- tal og þrátt fyrir það að hann geri það ekki undir réttu nafni sýnist mér hann nú sjá eftir að hafa tal- að við mig. - Ég bið auðvitað fyrir- gefningar og meina það. Kamilla byrjar alltaf að rífast - meira að segja þótt ég hafi að- eins tekið í hand- legginn á henni. Hún þolir ekki mikið. Það er augljóst að hún hefur ekki vaxið upp í systkina- hópi. Hún er einkabarn og heldur því fram að ég sé sá eini sem nokkru sinni hafi bar- ið hana. Foreldar hennar hafi ekki einu sinni danglað í rass- inn á henni, segir hún! - Og það verður þú að gera núna? - Nei, ekki nauðsynlega. Hann hikar. - En það er þó áreiðanlega ekki skaðlegt. . . - Ef þið Kamilla eignuðust nú börn, mundir þú þá dangla í þau líka ef eitthvað kæmi uppá sem þér líkaði ekki eða þú misstir stjórn á þér? - Nei, það er nú allt annað mál. SÁLFRÆÐING URINN SEGIR: Nauðsynlegt er að greina á milli siðferðis, réttvísi og sál- slys að hætta hefði verið á að hún léti lífið. Hún keyrði utan í tré vegna þess að hún gætti sín ekki. Hún viður- kenndi það ekki og sýndist alls ekki leið yfir því sem komið hafði fyrir og þá sprakk ég. Ég greip í hana og hrinti henni svo að hún lenti utan í skáp. Hún sakaði mig um að vera ruddalegur og ofbeldisfullur og þá tók ég heldur fastar á henni. Hún brást illa við þessari uppá- komu milli okkar og segja má að þetta hafi orðið upþ- hafið á endinum á sambandi okkar. HVER ER MARTIN? Hann er enginn leiðindakurf- ur, ekki undir venjulegum 42 VIKAN 11. TBL. 1995
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.