Vikan


Vikan - 20.11.1995, Síða 112

Vikan - 20.11.1995, Síða 112
BRJOSTAGJOF ALGENGT ER AÐ UPP KOMI VANDAMÁL TENGD BRJÓSTAGJÖF SVO SEM STÍFLUR í AAJÓLKUR- GÖNGUM OG ÓNÓG MJÓLKUR- FRAMLEIÐSLA. Æskilegt er að börn séu lögð á brjóst eftir fæðinguna eins fljótt og auðið er. Ef það er gert myndast tengsl fyrr en ella á milli móður og barns og jafnframt þykir það vera ákjósanlegt hvað varð- ar sogþörf barnsins. Sýnt hefur verið fram á að í flest- um tilfellum þurfi börn enga aðra næringu fyrstu sex mánuðina. Skortur á fræðslu er algeng ástæða þess að brjóstagjöf gengur brösug- lega og margir foreldrar virð- ast hafa lítinn áhuga á fræðslu um það sem tekur við eftir fæðinguna. Hjálparmæður eiga flestar sameiginlegt að hafa á sín- MAMAIEL ELECANCE 'Jwimph INTERNATIONAL STÆRÐIR: 75-95 B - C - D - DD tympia_ SENDUM í PÓSTKRÖFU. Laugavegi 26, sími 551 3300 — Kringlunni, sími 553 3600 um tíma lent f basli hvað varðar brjóstagjöf. Allar fengu þær stuðning og hjálp og hjá þeim kviknaði áhugi á að aðstoða mæður í sömu sporum og miðla af reynslu sinni. Þær eru í félaginu Barnamáli, sem er áhugafé- lag um brjóstagjöf, vöxt og þroska barna, og standa að útgáfu frétta- og fræðslurits- ins Mjólkurpóstsins sem gef- ið er út þrisvar til fjórum sinnum á ári. Ein hjálpar- mæðranna er Guðrún Jónasdóttir, sem á fjögur börn, og er hún jafnframt eini einkaaðilinn á landinu sem leigir út mjaltavélar. „Eftir að ég átti yngsta barnið fékk ég stíflu í annað brjóstið. Ég hafði aldrei kynnst þessu fyr- irbæri en þó hafði ég kynnst flestum vandamálum sem upp geta komið við brjósta- gjöf.“ MJALTAVÉLAR OG STÍFLUR Bólguhnútur myndast þeg- ar mjólkin á ekki greiða leið fram í mjólkurgöngin og út úr brjóstinu. Svo þegar mjólkur- framleiðsla hefst í næstu gjöf eykst vandamálið nema barnið nái að sjúga út stífl- una. Ýmsar ástæður geta legið að baki stíflu í mjólkur- göngum. Guðrún segir að ein ástæðan geti verið að það slái hreinlega að móður- inni. „í eldri bókum stendur að mæður skyldu varast að fara illa klæddar út til að hengja upp bleiur, svo tekið sé nærtækt dæmi. Aðrar ástæður fyrir stíflum geta verið sýkingar en konur geta einnig fengið sýkingar vegna stíflunnar. Sýking getur myndast vegna sárs á vört- unni þannig að þá myndast bólga sem orsakar stíflu. Sár á vörtunni geta verið mjög smá og þau eru ekki alltaf sýnileg með berum augum. Ef kona hefur fundið fyrir eymslum strax á fyrsta degi og þau hafa versnað eru all- ar líkur á að barnið taki brjóstið ekki rétt. Hafi eymsli og sár komið á þriðja eða fjórða degi eru líkur á að það stafi af því að brjóstin eru ekki vön álaginu og þess lags eymsli ganga yfirleitt yfir á tiltölulega stuttum tíma. Hins vegar er stundum erfitt að henda reiður á hvað orsakar stífluna. Mikilvægt er að börn séu látin sjúga brjóst sem byrjað er að stffl- ast. Fyrstu einkennin geta verið roði, eymsli, harður hnútur eða hiti. Það hefur komið fyrir að konur hafi 112 VIKAN ll.TBL. 1995 TEXTI: SVAVA JONSDOTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.