Vikan - 20.01.1996, Page 30
TEXTI: ÞORDIS
BACHMANN
Hér fyrir
ofan sjást
John,
Paul,
George
og Ringo
eins og
þeir
prýddu
umslag
plötunnar
Beatles
for sale
áriö 1964.
Glæný
mynd af
Paul,
George
og Ringo.
Hún var
tekin er
þeir komu
saman á
ný til
hljóö-
ritunar á
síöasta
Þeir byrjuðu sem von-
góðir rokklingar sem
spiluðu fyrir 500 kall á
kvöldi. Ekki leið á löngu þar
til þeir hittu á tón sem gerði
þá að skurðgoðum.
Bítlarnir lögðu til tónlistina
fyrir öskrandi, skynörvandi
tíð. Þessi sama tónlist breytti
þeim úr verkamannabú-
staðastrákum frá Penny La-
ne í Bentley- og Benzeig-
endur.
John, Paul, George og
Ringo eru einfaldlega
stærsta peningamaskína
sem sést hefur í tón-
listariðnaðinum.
Meira en 1,25 millj-
arðar hafa selst af
plötum þeirra.
Mörg hinna
262 laga þeirra hafa verið
sungin inn á plötur af öðrum
listamönnum og þannig hal-
að inn margar milljónir í við-
bót. Og endalaus spilun á
krám, í klúbbum og á út-
varpsstöðvum víðs vegar
um heim, hefur halað inn
stefgjöld í rúma þrjá áratugi.
Ef farið er í gegnum bók-
hald helstu fyrirtækja fjór-
menninganna, Apple Corps
og MacLen, kemur í Ijós að
þeir hafa rakað inn um 175
milljónum punda og pundið
er jú á um 100 krónur ís-
lenskar. . .
VELDI
Þeir voru búnir
að vinna sér inn
5 milljónir
punda árið
1970, þegar
venjuleg
þriggja herbergja íbúð kost-
aði 5.000 pund.
Og nú, 26 árum eftir að
hljómsveitin sló síðasta tón
Let It Be á þakinu á Apple-
húsinu, er peningamaskínan
komin í gang aftur. Fjársjóðir
fjórmenninganna munu nú
bólgna um 350 milljónir
punda af nýrri Bítlaæðis-
bylgju.
Sjónvarpsþættirnir Antho-
logy, sem tók fjögur ár að
gera, hafa verið seldir til 100
landa. í Bretlandi greiddi
London Weekend sjónvarps-
stöðin Apple 5 milljónir
punda fyrir sýningarréttinn.
Rúmlega fjórtán milljónir
manna horfðu á fyrsta þátt-
inn, svo útlit er fyrir að fjár-
festingin skili sér.
Bandaríkjunum var haldið
uppboð á sýningarréttinum
sem skilaði ABC hnossinu og
Bítlunum 13 milljónum punda.
Sérfræðingar reikna með að
sala sjónvarpsþáttanna gæti
skilað 150 milljónum punda.
Hinn fyrsti þriggja nýrra,
tvöfaldra geisladiska er hátt
á vinsældalistum. Seljist
hann í 30 miiljónum ein-
taka um allan heim skil-
ar það Bítlunum 120
milljónum punda.
Þetta gæti verið allt
of lág tala
þegar tekið
er mið af
því að
EMl
sendi
5.5 milljónir eintaka til smá-
sala fyrsta daginn. „Nýja“
efnið á diskunum gæti einnig
bætt 50 milljónum punda í
stefgjöldum í kassann á
næstu árum. Einnig eru
APPLE CORPS
HVER A HVAÐ?
Þeir Paul, George og erf-
ingjar John’s eiga hver um
sig 94,5 milljónir punda í
Apple Corps. Hlutur Ring-
ós er hinsvegar nokkru
minni eða 75,6 milljónir
punda og 18,9 milljónir eru
í eigu Wigeon.
væntanleg á markaðinn
Bítlaúr, bindi, pennar, póst-
kort og, vitanlega, Bítlabolir.
Þessi vara ætti að geta bætt
öðrum 25 milljónum í kass-
ann.
Þótt þetta séu getspár er
eitt öruggt - Bítlarnir eru
komnir til baka og farnir að
sópa saman milljónunum á
ný. Starfsfólk Apple er eftir-
væntingarfullt en hjá Apple
er á margan hátt verið að
bæta sér upp liðna tíð.