Vikan - 20.01.1996, Side 39

Vikan - 20.01.1996, Side 39
'1 JUMANJI er yfirnáttúru- legur leikur sem ætlaö- ur er þeim sem fýsir að finna leið til að skilja við þennan heim eins og við þekkjum hann. Hér er um að ræða stór- mynd með stórleikurum á borð við Robin Williams („Mrs. Doubtfire“, ,,Hook“), Kirsten Dunst („Interview with a Vampire'1,) og Bonnie Hunt („Only You“, „Beet- hoven“ og „Beethoven 2“). Hér ráða tryllingsleg spenna og gamansemi ferðinni. Tökuliö og leikarar velta vöngum yfir bestu útfærslunni á því atriöi er Alan Parris (Robin Williams) „sekkur niöurúr gólfinu"... Þaö er ekki viö því aö búast aö stofan sé snyrtileg eftir aö í gegnum hana hafa ruöst fílar, apar, nashyrningar og önn- ur villidýr! JUMANJI býður líka upp á æsandi upplifun og á köflum er hún skelfileg og ógurleg á að horfa. Við erum því að tala um góðan kokkteil gríns, spennu og hrolls. Myndin er búin að gera það gott í Bandaríkjunum og verður hún ein af stærstu myndum ársins 1996. JUM- ANJI er spáð mikilli vel- gengni á aljDjóðamarkaði. Teningnum verður kastað í febrúar og verður JUMANJI sýnd í Stjörnubíói og í Sam- bíóunum. Grínleikarinn óborg- anlegi, sem hvað frægastur er fyrir hlutverk sín í myndunum The Mask, Dumb Dumber og Ace Ventura, er þrjátíu og þriggja ára Kanadamað- ur. Fullu nafni heitir hann James Eugene Carrey og á tæpum tveimur árum hafa laun hans fyrir kvik- mynd hækkað úr 350.000 dollurum upp í tuttugu millj- ónir dollara. Hann ólst upp í úthverfi Toronto, faðir hans var saxófónleikari þar til hann seldi hljóðfærið og fór að vinna sem bókari. Móðir hans var hinsvegar sjúkl- ingur. Á æskuárunum stóð Jim Carrey tímunum sam- an fyrir framan spegilinn og líkti eftir öðru fólki. ( kjall- aranum heima hélt hann leiksýningar og tíu ára var hann búinn að skrifa Ijóða- bók sem hann vonaðist til að yrði gefin út. Líf fjölskyldunnar breytt- ist eftir að faðirinn var rek- inn úr vinnunni. Foreldrarn- ir uröu að selja húsið sitt, fjölskyldan fluttist í húsbíl og Jim Carrey flosnaði upp úr skóla. Móðirin var næst- um því alltaf rúmföst og til að létta henni lífið sagði sonurinn brandara og hélt litlar leiksýningar. Sautján ára gamall fór Jim Carrey að vinna í klúbbum þar sem hann líkti meðal annars eftir Henry Fonda og Gandhi. Fljótlega gat hann farið að sjá fyrir fjölskyldunni. Hann vildi samt meira. Hann vildi vekja athygli og afreka meira en faðir hans hafði gert. Hann var farinn að klífa metorðastigann i hin- um harða heimi skemmt- anabransans. 1981 var hann kominn með eigin sjónvarpsþátt hjá NBC, The Duck Factory, en sú sæla entist ekki lengi. Klúbbarnir urðu aftur hans vinnustaðir en smátt og smátt lá leiðin samt upp á við. Hann fékk hlutverk í kvikmyndum og sló í gegn. Móðir hans lést úr nýrna- sjúkdómi árið 1991 og lifði það ekki að sjá son sinn verða að stjörnu. Núna á Jim Carrey stórt hús í Brentwood, hann er með þjón en segir samt sem áð- ur að líf sitt hafi ekki breyst mikið. □ 1. TBL. 1996 VIKAN 39 KVIKMYNDIR

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.