Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 46

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 46
LIF OG HEILSA TEXTI: ODDNÝ S. BJÖRGVINSDÓTTIR ÆSKUNA Líkamsræktarstöðvar eru alltaf að verða full- komnari, með nýrri og betri tækjum til að þjálfa sér- staka vöðva. Þjálfunartaflan er líka vandlega tímasett til að sem bestur árangur náist. Það þarf heilmikla ná- kvæmni og einþeitingu til að teygja og toga vöðvana RÉTT í öllum þessum tækj- um. En því fullkomnari sem „yngingarstöðvarnar“ verða því meira líkist áreynslan hörku púlvinnu! Hér áður fyrr fóru menn bara út að leika sér. Sjálf- sagt hefur líkamsþjálfunin ekki verið eins markviss þá, og vöðvastyrkingin tilvíljana- kennd, en menn hafa örugg- lega skemmt sér betur. SIÞPUBANDIÐ er eitt ein- faldasta og ódýrasta líkams- ræktartækið. Og líka alveg bráðskemmtilegt til afnota. Hver man ekki eftir siþpu- leikjum æskunnar þegar einn stóð við hvorn enda sippubandsins og sneri því ótal hringi á meðan stjarna augnabliksins hoppaði aftur á bak og áfram yfir bandið? Hvernig væri að hafa sippubandið við hliðina á tölvunni og sippa í hvíldar- hléum til að koma blóðrás- inni á hreyfingu? En gætið ykkar! Allt er best í hófi. Of mikil líkamsþjálfun væri að sippa í hvert skipti sem staðið er upp! Við megum heldur ekki gleyma að teygja okkur eins og blessaður kött- urinn gerir í takt við eðli nátt- úrunnar. Kannski gætum við látið kaffibollann og sippu- bandið skiptast á. SIPPUBANDIÐ er ekki annars flokks líkamsræktar- tæki þótt það sé skemmti- legt. Það er notað í „ynging- arsölunum" og boxarar eru sagðir nota það mikið. í æf- ingasal í Bandaríkjunum sá ég eitt sinn geysimikið vöðvafjall sippa á fullum hraða, sá hvernig svitinn bogaði í Iftratali af líkaman- um - en þótt líkamleg áreynslan væri mikil þá var auðséð að maðurinn naut hinnar taktföstu hreyfingar, hann næstum dansaði með sippubandið. SIPPUBANDIÐ er einfalt en það er EKKI sama hvern- ig við sippum. Lítum að- eins á örfáar leiðbeining- ar: Til að byrja með er best að hoppa jafnt á báðum fótum. Þegar búið er að ná betri tökum á sippinu má þjálfa sig upp í að hoppa til skiptis á vinstri og hægri fæti. Best er að vera í sokkum og góðum skóm með fjaðr- andi sólum. Hlaupaskór, hannaðir fyrir hreyfingu fram á við, eru ekki góðir til að sippa. Tennis-, körfubolta- eða leikfimiskór eru hent- ugri. Það er hægt að meiða sig í sippi eins og öðrum íþróttum ef fótabúnaður er ekki góður - snúa sig um ökklann, særa tærnar eða reyna of mikið á fæturna. Það er líka eins gott að gæta i, að hjartslættinum, reyna ,v' ekki of mikið á sig. Ken Solis, læknir í Milwaukie, sem hefur skrifað bækur um sippubandið og sýnt kaðlastökk, segir þetta um sippið: „Sippið lítur út fyrir að vera svo auðvelt, alveg eins og sund, en fólk þarf leiðbein- ingar og þjálfun til þess að ná góðum tökum á því. Hreyfingunni sem flestir þekkja í sippinu, má líkja við hundastökk en íþróttin býr yfir mörgum afbrigð- um í færni sem sum eru mjög erf- ið en flestir full- orðnir geta náð ágætri leikni. Sipp er ein af þeim fáu líkamsæf- ingum sem sameina þjálfun og skemmtilegan leik.“ Svo mörg voru þau orð. Hvernig væri nú að ná sér í sippuband og fara bara hægt af stað? Best er að hugsa sér atvinnuboxara, kattliðugan sem varla yfir- gefur jörðina þó að hann hoppi yfir bandið. Þeir, sem reyna að hoppa hærra, fá kannski á tilfinninguna að þeir séu orðnir börn í annað sinn þegar líkaminn var svo lóttur á sér að hann fór næstum á flug. Væri ekki gaman að ganga aftur á vit æskunnar með sippubandið sitt? □ ■ ítarleg skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Há- skóla íslands á fjölmiðlaneyslu eitt þúsund íslendinga leiðir í Ijós meiri vinsældir tímaritsins BLEIKT & BLÁTT en nokkurn hafði grunað. ■ EKKERT annað selt tímarit á landinu er lesið jafn ítar- lega. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar lesa 38% mestallt efnið og næstu 39% lesa einstakar greinar. ■ Nær 70% fólks á aldrinum 20 til 24 ára lesa BLEIKT & BLÁTT. ■ Hvorki meira né minna en 84% karlmanna á aldrinum 20 til 24 ára lesa tímaritið. ■ Ekkert tímarit á íslandi nær til eins margra lesenda á aldrinum 16 til 35 ára. ■ Þetta tölublað er það þrítugasta sem út kemur á átta ár- um. BLEIKT & BLÁTT kemur nú út annan hvern mánuð. Öll eldri tölublöðin eru uppseld. Tryggðu þér blaðið með áskrift. Það er hentugra og töluvert ódýrara. ■ Yfir 1000 lesendur hafa gerst áskrifendur á ári undan- farin ár. Bæstu í hópinn. ÁSKRIFTARSÍMI: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.