Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 12

Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 12
Shawn hefur ekki látið sér nægja aö merkja bíl sinn íslandi heldur hefur hann komió fyrir öllu varanlegri merkingu á upphandlegg sín- um. Þar skartar hann húðflúri sem er íslenski fáninn, víkingasverö og dreki. Shawn segir mér að þetta sé sveröið sem drekinn Fáfnir hafi falliö fyrir, sem sagt sveró Siguröar Fáfnisbana. Aóalsmerki Shawns í fyr- irsætubrans- anum er hiö norræna útlit hans; Ijósi kollurinn og bláu augun. maöur. Síöustu árin, sem hann liföi, var hann iðulega aö skemmta sér, hann dans- aði, gekk á fjöli og reið út. Hann var 85 ára þegar hann lést. Bæði komu þau nokkr- um sinnum í heimsókn til okkar. Flestar minningar mínar frá heimsóknum mín- um til íslands eru frá heimil- um þeirra. Ég man eftir sæl- gætinu heima hjá ömmu. Hún var lika alltaf aö hella upp á kaffi og reykti eins og strompur." Er það þér mikils viröi að vera af íslensku bergi brot- inn? „Mér líður eins og íslend- ingi og lít frekar á mig sem slíkan heldur en Bandaríkja- mann. Þaö angrar mig þó að geta ekki talað íslensku eins og ég gat áður, að því leyt- inu til líður mér oft eins og ég sé einhvers staðar mitt á milli, og tilheyri engum fylli- lega. Systir mín, Barbara Ann Helga Crist, getur talað íslensku reiprennandi. Ég er ákveðinn í því að bæta úr þessu innan tíðar og stefni á að fara aftur til íslands, kynnast fólkinu og náttúrunni á nýjan leik. Síðast var ég á íslandi fyrir sex árum með fjölskyldu minni, við dvöldum hjá ættingjum í Reykjavík og Keflavík og svo sigldum við til Vestmannaeyja." Þú segir að þú sért meiri íslendingur en Bandaríkja- maöur. Aö hvaöa leyti er það? „Já, ég ætlaði einmitt að koma að því. Ég byrjaði í skóla þegar við vorum nýflutt til Minnesota, þá sex ára. Ég var pínulítið öðruvísi en hinir krakkarnir. Ég var frá litlum íslenskum bæ, talaði ís- lensku og átti íslenska vini. Þess vegna átti ég erfitt upp- dráttar í Minnesota fyrsta ár- ið. Þegar maður er á þess- um aldri þá vill maður allt til þess vinna að falla í hópinn. Kennararnir voru alltaf að biðja mig um að segja eitt- hvað á íslensku og það fór dálítið í taugarnar á mér. Ég vildi ekki auglýsa það að ég væri eitthvað öðruvísi, ég átti t.d. ekki of marga vini. Seinna gerði ég það upp við mig að tala ekki íslensku meir. Það var ekki fyrr en ég var kominn í „High SchooP (menntaskóla) að ég fór aft- ur að meta og vera stoltur af uppruna mínum. Mamma er mjög dugleg við að hafa sambandi við ís- lendinga og hún er virk í ís- lenskum félagsskap í Minne- sota, Hekluklúbbnum. Klúbburinn heldur árlega þorrablót og annars konar veislur þess á milli. Einn Heklufélaga er góðvinur fjöl- skyldunnar, það er Örn Arn- arson, hjartaskurðlæknir. Mamma hefur alltaf haldið i islenska siði, t.d. höldum við alltaf íslensk jól, borðum hangikjöt og opnum pakk- ana á aðfangadag, íslenskir álfar eru á kreiki og að sjálf- sögðu íslensku jólasveinarn- ir. Hér eru jólin aðeins haldin hátíðleg á jóladag og ekki eins mikil umgjörð í kringum þau.“ ÍSLENDINGAR STERKARI PERSÓNUR EN BANDARÍKJAMENN Hvernig eru íslendingar í samanburöi viö Bandaríkja- menn? „íslendingar eru miklu sterkari persónur heldur en Bandaríkjamenn. Ólíkt því sem hér tíðkast þá skiptir uppruni íslendinga þá máli, land þeirra og saga. Þrátt fyrir að vera lítil þjóð þá eru íslendingar stolt fólk og þeim þykir vænt um sig og sína. Þetta allt upplifði ég á þorra- blótinu (þorrablót í janúarlok f Ft. Lauderdale). Mér var ákaflega vel tekið, sér í lagi af eldra fólkinu, ekki síst kvenfólkinu. Ég sat og spjall- aði við fjölmargt fólk, það var yfir sig hrifið yfir því að ég væri íslenskur og þrátt fyrir að ég ætti erfitt með að bera fram nöfn íslenskra ættingja minna sýndi þaö mikinn áhuga og biðlund. Skemmti- legast var það svo þegar spjallinu lauk og ég hóf að dansa við konurnar hverja á fætur annarri. Ég verð að segja að ára þessa fólks er miklu sterkari en flestra Bandaríkjamanna sem ég þekki og það virðist miklu einbeittara. Auðvitað líkar mér við margt í Bandaríkjunum en ég er ekki alveg sáttur við hvað þetta þjóðfélagsskipu- lag snýst um. Ég held að flestir, allavega margir, Bandaríkjamenn séu mjög þröngsýnir, þeir álíta að ver- öldin snúist um þeirra eigin land, áhugasvið þeirra virðist ekki ná lengra. Þetta á sér í lagi við um miðvesturfylkin og ástæðan er líklega sú að fólkið þar býr við einangrun. Þar verður lítið vart við ferðamenn frá öðrum lönd- um, eins og Evrópubúa, enda eru þar fáar stórar borgir líkt og á vestur- og austurströndinni þar sem fólk frá öllum heimshornum kemur saman. Eftir öll mín ferðalög hef ég komist að því að ég vildi helst búa i Evrópu. Lifistand- ardinn þar er miklu betri en hér í Bandaríkjunum. Jafnvel þótt Evrópubúar eigi flestir ekki sex bíla, risastór hús með sundlaugum og sumar- hús á Flórída þá kunna þeir að lifa lífinu betur og virðast hamingjusamari. Evrópu- menn njóta þess, t.d. að setjast niður við kvöldverðar- borðið og njóta matar, víns og samræöna tímunum saman. Bandaríkjamenn, margir hverjir, hafa misst sjónar af því hvað er mikil- vægt í Iffinu, þeir hugsa bara um að komast í góð störf, fá góð laun og eignast fín hús. Þeir eru alltof miklir efnis- hyggjumenn." Tal okkar berst nú aftur að íslandi og einu helsta stolti þess, kvenfólkinu. Ég spyr FRH. Á BLS. 60. 12 VIKAN 2.TBL.1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.