Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 25

Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 25
STÚLKAN1939 eins vel og hún getur, og grennir sig með sulti ef á þarf að halda. Hún er vel heima í flestu, er lýtur að ný- tísku kvensnyrtingu. Hún er lagleg ásýndum. Erlendir gestir hafa í gamni talið henni trú um að hún sé fal- leg og hún hefur tekið það í alvöru. í samræmi við það leggur hún rækt við andlits- fegurð sína en gleymir, að til er kvenlegur yndisþokki, sem er allri fegurð skæðari í sameppni. Hún er sæmilega vaxin, og stolt af því að hafa snotra fætur. Ef hún hefir breiðan og fallegan hnakka gengur hún með drengjakoll, annars með hálfsítt hár. Óliðað hár þolir hún ekki. Andlitsduft notar hún mikið, en þó tiltölulega meira vara- lit, slæma tegund. Tennurnar hirðir hún sæmilega. Negl- urnar lakkar hún með ódýru lakki, en er trassi við að skafa undan þeim. Að öðru leyti er hún hrein og þokka- leg. Föt hennar eru venju- lega dýrari en hún hefir efni á að kaupa, sérstaklega kápan. Þó notar hún oft ódýra tegund af sokkum og gengur þá í þeim úthverfum. Lykkjuföll eru hennar versti óvinur. Hún gengur oftast á hælaháum skóm, jafnt á göt- unni sem innanhúss, snýr þá stundum, en hirðir sæmi- lega. Úti á götunum gengur hún hratt, og ber sig vel. Þó er það siður hennar að ganga hægt umhverfis Tjörnina þegar fer að halla sumri. Kveðju þinni svarar hún með lítilli hneigingu og brosi. Hún er alltaf niðursokkin í sam- ræður við stallsystur sínar, en gefur þó nákvæmar gæt- ur að öllum, sem hún mætir. Hún er mannglögg og minn- ug á föt annarra. Ef þú tekur ekki eftir henni á götu er hún móðguð, þar til þú heilsar henni næst. Á götunni lítur hún oft um öxl. Á skemmtunum er Reykjavíkurstúlkan kát og skemmtileg. Hún vill leggja lag sitt við það sem hún kall- ar „betra fólk“, en það er teygjanlegt hugtak. Hún dansar vel, og gerir þá kröfu til allra karlmanna, að þeir geri það líka. Hún syngur ekki mikið og velur helst lög eins og „Kátir voru karlar" eða önnur þess háttar. Vín er hún til í að smakka, en þolir ekki mikið. Aftur á móti reykir hún sígarettur á við hvern karlmann og fær því oft gula fingur. Af gosdrykkj- um vill hún helst sítrón og appelsín, en sætar rjóma- kökur eða tertur með kaffinu. Henni þykir vænt um ef dálít- ið er dekrað við hana, en ef herrann er blankur vill hún gjarnan borga af sínum hluta, þó ekki á skemmti- staðnum. Fylgi herrann henni heim, er henni ekkert á móti skapi, að hann reyni að kyssa hana í bílnum eða í forstofunni. Takist það ekki, er það ann- að hvort fyrir klaufaskap hans, eða að henni fellur hann ekki í geð. Reykjavík- urstúlkan slær ekki hendinni á móti þannig löguðum smáæfintýrum að ástæðu- lausu. Verði hún sein fyrir hjá vini sínum og komi hún undir morguninn, er hún sleip að sannfæra pabba og mömmu um, að hún hafi ver- ið á balli Hafnarfirði og misst af öllum bílum. Reykjavíkurstúlkan er vin- ur vina sinna. Hún tekur svari þeirra og er hjálpfús ef í nauðirnar rekur. Kynnist þú henni vel, vill hún gjarnan tala um alvarleg efni og láta í Ijós skoðanir sínar, sem hún dregur endranær í hlé, en eru ætíð skynsamlegar nið- urstöður hennar eigin reynslu og athugana. Hún er ekki trúhneigð en oft talsvert pólitísk. Siðferðiskröfur hennar eru ekki strangar frá trúarlegu sjónarmiði, en hag- kvæmar og í samræmi við það, sem hún veit að er nauðsynlegt til þess að halda óspilltri heilsu og mannorði. Þekking hennar er háð mismunandi upp- fræðslu og er því oft ábóta- vant, en hún vill gjarnan fræðast. Bókmenntasmekk- ur hennar er sþilltur af reyf- aralestri. Hún les aðallega erlend tískublöð, en sneiðir hjá þyngri bókmenntum. Ást- arkvæði les hún, en lítið af öðrum kvæðum. íþróttir ber hún talsvert skyn á og iðkar þær, sérstaklega tískuíþrótt- ir. Hljómlist stundar hún nokkuð, en aðrar listir fremur lítið. Aftur á móti dáir hún listamenn á kvenna vísu, og eru kvikmyndaleikarar þar í fremstu röð. Yfirleitt þekkir hún sæg af kvikmyndaleikur- um, bæði körlum konum. Kvikmyndaleikkonur eru í hennar augum fullkomnun kvenlegs ágætis. Frá 16 ára aldri og fram yf- ir tvítugt hefir Reykjavíkur- stúlkan gaman af ástaræfin- týrum, en vill ekki giftast strax. Henni þykir gaman að vita um æfintýri stallsystra sinna og er nösk að geta í eyðurnar. Sé hún beðin vel fyrir leyndarmál, getur hún þagað yfir því, annars ekki. Hún gefur ungum karlmönn- um auga hvar sem er, jafn- vel í strætisvagninum, en lætur þó sem hún sjái þá ekki. Hún lætur sér í léttu rúmi liggja almenningsálitið, þótt hún eignist barn utan hjónabands eða búi með unnusta sínum ógift. Sem mannsefni sitt velur hún þann, sem hún heldur að verði góður við sig, en hugs- ar lítið um auð hans eða stöðu í þjóðfélaginu. Hún er honum trú, svo lengi sem hún grunar hann ekki um ótrúnað. Afbrýðisemi afneit- ar hún í orði, en aðhyllist í verki. Venjulega er það eig- inmanninum að kenna ef hún verður ekki góð eigin- kona. Reykjavíkurstúlkan er ekki einungis skemmtileg í fram- komu og umgengni. Hún er einnig skýr og skemmtileg endurspeglun þeirra tíma, sem við lifum á, bæjarins, sem hún er sprottin upp úr og þess hugsunarháttar, sem ríkir. Hún er glögg skuggsjá þeirra mörgu inn- lendu og erlendu menning- ar- og ómenningarstrauma, sem mætast í höfuðborg vorri. Búningur ungu stúlkunnar í strætisvagninum minnir á byggingarnar í Reykjavík. Samræmisleysi erlendrar tísku og innlendra staðhátta brýst um í hvorutveggja, leit- andi að millivegin- um, föstum stíl, er fullnægi kröfum tískunnar og nauð- synjarinnar. Hjá báðum aðilum er kaupgetunni ofboð- ið og fé kastað í hégóma, en hins- vegar er öflug við- leitni hafin í þá átt að bjarga sér út úr ringulreiðinni með innlendum hug- myndum, grunduð- um á erlendri reynslu og þekk- ingu. Á sama hátt get- um við rakið sér- hvern kost og löst Reykjavíkurstúlk- unnar 1939 beina leið til uppruna hennar, þess um- hverfis sem ól hana. Hún hefur til- einkað sér kvíða- leysi vorra tíma fyr- ir morgundeginum, sjálfsbjargarvið- leitni íslensks þjóð- arkjarna, frjálslyndi og hispursleysi ís- lenskrar alþýðu í trú- og ástarmál- um. Hún hefur oft tileinkað sér gölluð og hálfsköpuð form íslenskrar snyrti- mennsku sem löngum hefur verið ábótavant. Hún glímir við fasfágun sína eins og ís- lenska þjóðin í heild en kann að beita ormstungu ef í harðbakka slær. Liðnar aldir nefnum við » M !»«■•(> tSlvblaSi mr mml söguöld, Sturlungaöld o. s. frv. eftir þeim fulltrúum og verkum sem greinilegast hafa speglað í sér eðli og hugsunarhátt hvers tímabils. Við konur hefur ekkert tíma- bil íslensku þjóðarinnar verið kennt. Ef til vill á Reykjavík- urstúlkan 1939 eftir að gefa vorum tímum nafn sitt f sagnfræðiritum komandi alda. Hver veit? □ 2.TBL.1996 VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.