Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 80

Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 80
TEXTI: SVAVA JONSDOTTIR UOSM.: VIFILL PRUNNER Sigurvegarinn í Elite fyrirsætukeppninni 1996 er sextán ára Vestmannaeyingur, Ragnheiður Guðnadóttir. Hún hefur kynnst fyrirsætustarfinu í útlöndum. „Þetta er rosalega erfitt starf. Þaö þarf að vera með bein í nefninu, vera ákveðinn, kunna að neita og kunna að taka neitunum." HA,GRÖN Hún er sprottin úr traustum jarövegi og hugsar áöur en hún framkvæmir hlutina. Þaö er líka nauösynlegt í fyrirsætu- heiminum. Þaö er þó ekki nema eitt ár síöan hún kynntist þessum nýja heimi. Starfsmaður John Casa- blancas skólans gaf sig á tal viö hana í Vestmannaeyjum og bauö henni aö fara í við- tal til Kolbrúnar Aðalsteins- dóttur vegna fyrirsætukeppni unglinga sem halda átti í New York. „í fyrstu tók ég þessu ekki neitt æðislega vel. Mér fannst ég ekki eiga neitt erindi í keppnina. Hins vegar fannst mér vera allt í lagi aö tala viö Kolbrúnu. Mamma var voöa spennt fyr- ir þessu en pabbi var hrædd- ur um aö missa mig út í heim. En þau ákváöu aö slá til og leyfa mér aö fara.“ For- eldrarnir eru Gerður Sigurð- ardóttir, húsmóðir, og Guöni Ólafsson, útgerðarmaöur. Ragnheiöur dvaldi í viku í New York og var gist á hinu fræga Waldorf Astoria hóteli. „Þetta var meiriháttar tími og skemmtileg lífsreynsla. Ég læröi svo margt og kynntist fullt af fólki.“ í New York fékk Ragnheiður tilboö frá ítölsku fyrirsætuskrifstofunni Jump til aö stunda fyrirsætustörf í Mílanó í einn og hálfan mán- uö. Foreldrarnir voru fyrst á báöum áttum hvort Ragn- heiður fengi aö fara en þeir gáfu loks jáyröi sitt. „Ég þakka mömmu mikið fyrir aö hafa leyft mér að fara. Ég held aö hún hafi viljað aö ég yröi sjálfstæöari." Starfiö í Mílanó fólst í því aö safna myndum í möpp- una. „Þetta var ógleyman- legur tími,“ segir Ragnheiöur um dvölina í ítölsku tísku- borginni. En hún kynntist líka skuggalegum hliðum. „Maö- ur verður að varast menn sem eru aö reyna aö lokka mann í hitt og þetta og sem eru að gera manni gylliboð." í Mílanó varö hún og fleiri Ijóshærðar fyrirsætur nefni- lega fyrir því, oftar en einu sinni, aö karlmenn eltu þær. „Við reyndum aö forðast þá eins mikiö og við gátum. Einu sinni var ég ein mins liös þegar ég var elt. Og þá var ég mjög hrædd.“ HEFUR ÞROSKAST MIKIÐ Á STUTTUM TÍMA Ragnheiöur, sem stundar nám við Framhaldsskóla Vestmannaeyja, er 172 sm á hæð en virkar hærri. Hún ber sig vel, er vel snyrt og smekklega klædd. Þaö á vel viö hana aö sitja í glæsileg- um salarkynnunum á Hótel Borg þar sem viðtalið er tek- iö. Boltinn hélt áfram aö rúlla eftir Ítalíudvölina. „Kolbrún hringdi í mig eitt kvöldiö og spurði hvort hún mætti skrá mig í Elite fyrirsætukeppn- ina. Fyrst hló ég að henni og spuröi hvort hún væri aö hringja í rétt símanúmer." Ragnheiður hlær. Hún sigr- aði í keppninni sem haldin var í byrjun apríl. Á þessu eina ári hefur Ragnheiður bæði þroskast mikiö og lært mikið. Þaö er til dæmis ekki langt síöan hún var frekar feimin en í dag er hún sjálfstæö og laus viö alla feimni. Hún kann líka aö koma fram og ber sig vel. Hvernig er líf fyrirsætu? „Þetta er rosalega erfitt starf. Þaö þarf aö vera meö bein í nefinu, vera ákveöinn, kunna aö neita og kunna aö taka viö neitunum. En þetta er þess virði.“ Samkeppnin er líka mikil. Ragnheiöur hefur þegar, aðeins sextán ára gömul, kynnst öfund. Og um hana hafa verið sagðar ósannar sögur. „Núna hlæ ég bara aö þeim. Ég er orðin svo vön þessu.“ Þú hefur ekkert kikn- aö undan þeim í fyrstu? „Jú,“ segir hún, „fyrst tók ég þetta rosalega nærri mér.“ Fyrir- sætur þurfa því ekki einungis aö vera meö bein í nefninu. Þær þurfa yfirleitt að vera meö sterk bein. □ 80 VIKAN 2. TBL. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.