Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 60

Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 60
FRH. AF BLS. 12. Shawn hvort það hafi aldrei kitlað hann að finna sér ís- lenskt kvonfang. „Áður en ég hitti kærust- una mína var óg mjög áhug- samur um að kynnast ís- lenskri konu. Ég margítrek- aði það við foreldra mína að ég vildi fara til íslands og dvelja þar um skeið. Já, ég viðurkenni það að í hjarta mínu vildi ég giftast íslenskri konu og foreldrar mínir studdu það sjónarmið. Dóri frændi hefur sagt mér marg- ar sögur af (slensku kven- fólki. T.d. sagði hann að ís- lenskar konur væru eins fal- legar og þær eru af því að víkingarnir hefðu komið svo víða við og tekið fegurstu konurnar frá hverjum stað með sér aftur til (slands. ís- lenskar konur eru ótrúlega fallegar og karlmennirnir reyndar líka.“ En Shawn er ekki einn síns liðs. Sambýlistúlka hans er fjarri því að vera ís- lensk þrátt fyrir að ekki vanti hana fegurð og glæsileika. Hún er grönn og hávaxin með kattarleg augu og há kinnbein. Hún er eins konar brúnetta og pínulítið austur- evrópsk í útliti. En hún er ekki pólsk, tékknesk, né ungversk. Hún kemur frá litlu þorpi á Flórída norðanverðu en nú ferðast hún um heima og geima ásamt Shawn í fyr- irsætuerindum. „Ég hitti hana fyrir fjórum árum á „casting" (notað yfir það þeg- ar fyrirsætur kynna sig fyrir mögulegum viðskiptavinum) í Miami. Hún var þá mjög ung, 18 ára, og hafði nýlega yfirgefið litla heimabæinn sinn. Við spjölluðum saman þennan dag og áður en leið á löngu vorum við farin að skokka saman á hverjum degi. Við urðum fljótt nánir og góðir vinir. Þegar vertfð- inni á Miami var lokið skildu leiðir. Hún hólt til Parísar og ég til Munchen. Við héldum þó alltaf sambandi símleiðis og bréfleiðis og á endanum ákvað ég að fara til Parísar og upp frá þeim degi höfum við verið saman.“ Samband Shawns og Móniku breytti „tonni“, eins og hann orðar það, í lífi hans. „Við stefnum að því að eignast hús með fullt af krökkum; stóra fjölskyldu. Fjölskyldan hefur orðið dálít- ið undir hér í Bandaríkjun- um, sér í lagi á Flórída. Þetta er svo ný byggð, hing- að eru komnir innflytjendur hvaðanæva að. í Minnesota og á íslandi, að ég held, er allt annað uppi á teningnum. Þar skipta rætur fólks máli og fjölskyldan er miðpunktur alls. íslensk ættað fólk í Minnesota og norrænu sam- félögin í heild standa sam- an.“ FÉKK VINNU Á FYRSTA DEGI í FYRIRSÆTU- STÖRFUNUM Nú lítur þú út fyrír að vera ístenskarí eða norrænni en flest það sem norrænt er. Finnurðu fyrír einhverju sér- stöku viðmóti frá fólki vegna þessa? „Líklega er það út af Ijósa hárinu að við fyrstu kynni trúir enginn því að ég sé am- erískur, flestir telja mig sænskan eða norskan en ég stend harður á því að ég sé íslenskur. í flestum tilfellum verður fólk voða forvitið: „Oh, really, from lceland!" Bandaríkjamenn hafa hins vegar upp til hópa enga hug- mynd um hvað ísland er, nafnið minnir suma á eski- móa.“ Hvernig kom það til að þú gerðist fyrírsæta? „Það byrjaði fyrir sjö árum. Ég var byrjaður í háskóla en ég vissi í raun ekkert hvað ég var að gera þar, né hvað ég vildi yfirleitt. Þá gerðist það að ég hitti ítalskan vin minn, sem var módel, á leið til starfa í Mílanó. Það varð svo úr að ég slóst í hópinn með honum. Þegar við kom- um á módelskrifstofuna hans á fyrsta deginum vildi fólkið þar endilega að ég reyndi fyrir mér. Ég fór í „casting" þennan sama dag og fékk vinnuna. Síðan vann ég þarna í u.þ.b. þrjár vikur en þetta var allt of mikið rugl fyrir sveitadreng frá Minne- sota, endalaus partí og drykkja, þannig að ég sneri aftur heim. Ég byrjaði aftur í skólanum en gafst upp eins og áður. Þá fékk ég mér „venjulega“ vinnu við skrúð- garðyrkju. Það var þó ein- hver órói í mér, mig langaði burt frá Minnesota og sjá heiminn. Þannig að ég fór aftur í módelbransann, flutti til New York og dvaldi þar í átta mánuði. Þaðan hélt ég til Tókýó og svo til hverrar stórborgarinnar á fætur ann- arri. Þetta var heilmikil reynsla fyrir mig, 24 ára gamlan, og þá tiltölulega óspilltan Minnesota dreng. Mér gekk þokkalega en ég ætlaði þó aldrei að ílengjast í þessu.“ Af hverju ekki? „Ég var líklega alltaf í röngum félagsskap; var í raun alltaf að hitta rangt fólk. Ég var líka áttavilltur, mér fannst að framtíð mín lægi í einhverju öðru. T.d. blundaði það í mér að læra leiklist eða að fara að vinna í fyrir- tækinu hennar mömmu en hún selur antíkvörur og vill að ég taki við því fyrirtæki. Með því hefði ég getað kom- ið meira jafnvægi á líf mitt, ég hefði getað séð fyrir fjöl- skyldu, eignast hluti og haft það náðugt. En ferðahugur- inn í mér varð yfirsterkari. Þegar ég var kominn heim til Minnesota langaði mig jafn- óðum á flakk aftur, ég vildi burt úr öryggi og þægindum heimahaganna. Einn daginn pakkaði ég dóti mínu saman, stökk upp í jeppann minn og hélt af stað til Los Angeles. Þar bjó ég um stund og vann sem módel. Hingað til Miami kom ég fyrst fyrir fimm árum síðan og upp frá því hef ég verið hér í sex mánuði á hverju ári á meðan mest er að gera. Þess á milli flakka ég á milli Tókýó, Evrópu, LA og New York. Ég er reyndar tekinn að þreytast á öllum þessum ferðalögum og þess vegna höfum við kærasta mín, Mónika, sem einnig er mód- el, ákveðið að flytja til New York í næsta mánuði og koma okkur upp varanlegu aðsetri þar. Stefnan er sú að vinna okkur inn nægilega peninga til að geta hætt í bransanum innan tíðar. Þótt ég vilji hætta fyrir- sætustörfunum þá er ég ekki að segja að þetta sér al- slæmur bransi. Ef maður er nógu gæfusamur til að afla góðra tekna og nógu skyn- samur til að leggja eitthvað fyrir þá getur maður á endan- um gert þá hluti sem mann hefur alla tíð dreymt um að gera. í mér blundar engin eft- irsjá, ég fékk tækifæri til að komast burt frá Minnesota og ferðast um veröldina. Það er mér mikils virði. Öllum er hollt að fara á flakk og skoða sig um í heiminum. Nú er ég ekki að setja út á Minnesota, fylk- ið er yndislegur staður og þangað mun ég alltaf rata aft- ur.“ KJARVAL FÍNN NÁUNGI Þú talar mikið um flakk og ferðalög. Þarna talar eflaust víkingurinn í þér? „Gæti það verið víkinga- blóðið? Fyrir mér var Dóri frændi minn alltaf nokkurs konar víkingur. Hann fór víða sem sjómaður og það er meðal annars vegna þess sem ég hef alltaf litið upp til hans. Ég man ég las það í íslendingasögunum að vík- ingarnir væru alltaf að ferð- ast eitthvað. Það var vís leið til frægðar og frama og til þess að komast yfir lönd. Ég hef lesið þónokkuð um vík- ingana í enskri útgáfu minni af íslendingasögunum. Ég á líka allar sögurnar á íslensku en þarf að ná fyrri hæfni í ís- lensku áður en ég ræðst í að lesa þær.“ í beinu framhaldi af víking- um berst talið að þekktum íslenskum rithöfundum og listamönnum og þá kemur nafn Kjarvals upp í huga Shawns. „Mamma var vön að segja mér sögur af Kjar- val þegar ég var lítill. Hún tók oft á móti frakkanum hans í fatahenginu á Hótel Borg en þar var hún sem unglingsstelpa að vinna sem síma- og lyftudama. Hún mundi sérstaklega eftir hatt- inum hans því hann var allur holóttur. Hún minnist þess einnig að hann sat alltaf í hópi háttsettra manna, eins og diplómata, stjórnmála- manna og kaupsýslumanna, sem sagt meðal heldri 60 VIKAN 2. TBL. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.