Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 4

Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 4
l*Wm Þau komust í úrslit keppninnar með fatahönnun sína. Ingibjörg er þriðja frá hægri. NAUIN LOSEANS ingibjörg Grétarsdóttir, sem er tvítug, bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni Völusteins, sem er meö umboö fyrir Husquarna saumavélar og Vogue verslananna. Verð- launin fékk hún fyrir hálfgegnsæjan kjól þar sem áltölur hylja þaö sem hylja þarf. g fékk saumavél í fermingargjöf frá ömmu og ég er vön aö sauma og breyta föturn." Ingibjörg er í jakka meö brúnu hlébarðamynstri sem hún keypti í Fríðu frænku. Annars er hún svartklædd. „Ég hef alltaf safnað efnis- bútum og saumað til dæmis töskur sem ég hef gefið vin- konum minum í afmælis- gjöf.“ Fyrir utan saumavélina var það námskeið í fata- saumi i Menntaskólanum við Sund sem kveikti áhugann á fatahönnun. „Ég hef alltaf átt rosalega mikið af fötum. Draumurinn er að opna fataverslun þar sem ég verð með sérhönnuð föt og ýmsa hluti sem ég hef föndrað. Mig dreymir líka um að selja gamla kjóla sem ég mundi kaupa á mörkuðum í útlöndum." Verslunin er enn í hillingum en sumir kjólarnir eru til staðar. Ingibjörg starf- aði sem au pair í Frakklandi og á þeim tíma sankaði hún að sér gömlum kjólum. Verslunin Fríða frænka er í uþþáhaldi hjá Ingibjörgu. Fyrir utan föt hefur hún með- al annars keypt þar glugga- tjaldaefni og úr þeim hefur hún saumað kjóla. Á þá hef- ur hún síðan saumað perlur. „Allt sem er gamaldags og handsaumað heillar mig.“ -Hvað er svona spennandi við að sauma og hanna eigin föt? „Maður getur búið til sérstök föt, jafnvel úr óvenju- legum efnum, sem enginn annar á.“ Ingibjörgu finnst það vera drasl sem fæst í tiskuvöruverslunum í dag. „Þetta eru einfaldar flíkur en samt mjög dýrar.“ Það var ein vinkona Ingi- bjargar sem benti henni á að taka þátt í keppni Husquarna og Vogue verslananna. Þátt- tökuskilyrði voru að keppend- ur væru ekki lærðir í fata- hönnun eða -saumi, þeir máttu ekki hafa unnið við hönnun eða saumaskap og þeir urðu að skila inn flík í takt við þemað sem var „nautn lostans". Ingibjörg hugsaði gott til glóðarinnar. Hún átti fyrir skissur af kjólum sem hún breytti í takt við þemað en verðlaunakjóllinn er hins vegar ný hönnun. Þrátt fyrir margra ára þjálfun í sauma- skap lét Ingibjörg fagmann sauma kjólinn. Það var heldur ekkert verið að dæma hann út frá saumaskap heldur var hönnunin aðalatriðið. „Ég lagði áherslu á að kjóllinn væri kynæsandi en samt glæsilegur. Hann er úr gegn- sæju og teygjanlegu siffoni. Áltölurnar, sem eru á honum, spreyaði ég gylltar og svartar.“ Ingibjörgu langar ekki ein- ungis til að opna fataverslun- ina. Hana langar til að læra kjólasaum í Iðnskólanum. „Það eina sem mér finnst vera neikvætt við þetta nám er hvað það er langt.“ Námið tekur sjö annir. „Það er kennd einhver tískuteiknun og hönnun en ég held að að- aláherslan sé á sauma- skapnum. Ef mér finnst ég ekki fá nógu mikið úr hönn- uninni þá hugsa ég að ég drífi mig til Frakklands. Ég veit um hönnunarskóla og námiö í honum tekur tvö ár.“ □ TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR/UÓSM.: GUNNAR GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.