Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 26

Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 26
STYRKEARAIMLARNIR Þær keppa um titilinn Fegurðardrottning íslands 1996 í lok maí og þá verður einnig kosin Ljósmyndafyrirsæta íslands. Fegurðardrottningin fær þennan fagurrauða Peu- geot 306 Style til afnota í heilt ár og þarf ekki aö greiða tryggingakostnað. Þessi þriggja dyra bifreið er hlaöin aukabúnaöi og er verðmæti hennar um 1.249 þúsund krónur. Staðalbúnaður bifreiöarinnar er m.a. öflug en sparneytin 1400cc vél, 75 hestöfl, samlæsingar, vökva- og veltistýri, loftpúöi í stýri, hiti í framsætum, útvarp og segul- band, álfelgur, samlitur stuöari og sitthvaö fleira. GJAFIR TIL KEPPENDA Fegurðardrottning íslands 1996 ekur heim að krýningu lokinni á fagurrauðum Peugeot 306 Style sem hlaðinn er auka- búnaði. Séð hefur verið til þess að drottn- ingin þurfi ekki að borga fyrir tryggingar af bilnum það ár sem hún hefur hann til af- nota. Það er Jöfur, helsti styrktaraðili keppninnar í ár, sem stendur svona vel að verki. Heimsferðir gefa fegurðardrottníngunni ferð fyrir tvo til Cancun í Mexíkó í hálfan mánuð í sumar. Cancun liggur við Mexíkó- flóa við stærsta kóralrif á vesturhveli jarðar og hafa íslenskir ferðalangar hrifist af drif- hvítum ströndum og tandurhreinum, heit- um sjónum. Skemmtanalífið er þarna ekki síður heitt. Drottningin mun búa á hinu glæsilega Costa Real hóteli sem er aðal- gististaður Heimsferða í Cancun. Er þetta fjórða árið í röð sem Heimsferðir halda uppi beinu leiguflugi frá íslandi til þessa vinsæla áfangastaðar í Karíbahafinu. Eggert feldskeri gefur drottningunni fallegan pels sem sýndur verður gestum fyrir krýninguna. Stúlkurnar í þrem efstu sætunum fá að gjöf frá tískuversluninni og brúðarkjólaleig- unni Rómó í Keflavík kjólana, sem þær koma fram í á krýningarhátíðinni, og jafn- framt mun Rómó útvega þeim kjóla þegar þær fara til keppni erlendis. Kjólarnir eru frá Pronuptia í París. Þess má geta að verslunin Conny við Laugaveg fer með söluumboð í Reykjavík fyrir Rómó. Sportís gefur öllum stúlkunum sundboli frá O’Neill og velur auk þess O’Neill stúlkuna 1996 úr hópi keppenda. Fær stúlkan vel launuð fyrirsætustörf hjá fyrir- tækinu næsta árið. Þá mun íslensk Austurlenska velja Ungfrú Oroblu úr hópi keppenda og gera við hana fyrírsætusamning. Allir verða keppendurnir leystir út með sokkabuxum frá fyrirtækinu og stúlkunum í þrem efstu sætunum gefur fyrirtækið sitthvað fleira. World Class gefur stúlkunum í þrem efstu sætunum árskort í líkamsræktina og stúlkurnar í fjórða og fimmta sæti fá hálfs- árs kort. Allar hinar stúlkurnar fá þriggja mánaða kort. Keppendurnir eru orðnir hagvanir í World Class eftir að hafa notið þar þjálfunar fyrir fegurðarsamkeppnina. World Class er afar vel búin æfingastöð en þar er einn stærsti Cybex tækjasalur landsins, svokölluð Pilatex tækni, squash- salir, körfuboltasalir og gufubað og geta viðskiptavinirnir valið á milli mismunandi eróbikktíma. Þjálfun stúlknanna og gjafa- kortin, sem World Class hefur lagt af mörkum til íslandskeppninar, eru um einn- ar milljónar króna virði. Sólbaðsstofan í Grafarvogi litar kroppa keppenda fram að keppni og gefur síðan stúlkunum í þrem efstu sætunum heilsárskort. Face í Kringlunni gefur stúlkunum í þremur efstu sætunum gjafakort og hefur ennfremur skuldbundið sig til að farða Fegurðardrottningu íslands 1996 á meðan hún ber titilinn. Face býður upp á ótrúlegt úrval af förðunarvörum sem höfða bæði til almennings og fagfólks í förðun. Face er í eigu förðunarmeistaranna Súsönnu Heið- arsdóttur, Þórunnar Högnadóttur og Linu Rutar og er hverri konur fengur í því að geta notið persónulegrar ráðgjafar þeirra við val á förðunarvörum í versluninni. Verslunin Selena í Kringlunni gefur stúlkunum undirfatnað frá Warner. Allir fá keppendurnir gjafapakka frá Snyrti- og nuddstofu Hönnu Kristínar Didriksen og Fegurðardrottning íslands fær að auki sérstakan fegrunarpakka eins og Hanna Kristín kýs að kalla það. Og loks fær drottningin Misaki perlufesti og armband frá Eldhaka. GESTIR FÁ GJAFIR Það er ekki nóg með að stúlkurnar í Fegurðarsamkeppni íslands fái góðar gjaf- ir heldur fá gestirnir glaðning líka. Við komuna á Hótel ísland verður tekið á móti gestunum með Campari glóð frá Karli Karlssyni. Þeir fá blóm frá Blómagal- leríi, þeim hinum sömu og skreyta Hótel ísland þetta kvöld og útbúa blómvendina sem keppendurnir fá. Gestirnir fá ávísun að gjöf frá Eldhaka, en sú ávísun er upp á 25 prósenta afslátt af öllum Misaki perluskartgripum. Og ís- lensk Austurlenska lætur sig ekki muna um að gefa gestum krýningarhátíðarinnar af veikara kyninu Oroblu sokkabuxur. ÞJÁLFUN OG SNYRTING Hafdís Jónsdóttir, betur þekkt sem Dísa í World Class, hefur séð um líkamsþjálfun stúlknanna og lagt þeim lífsreglurnarnar varðandi mataræði. Hefur æfingastúdíó World Class nánast verið stúlkunum þeirra annað heimili - og kannski óhætt að segja að hitt heimilið hafi verið Hótel (sland þar sem Alma Árnadóttir hefur annast gönguþjálfun stúlknanna. Ölmu var falið að stýra sviðsetningu keppninnar eftir að hafa vakið aðdáun fyrir umsjón með Feg- urðarsamkeppni Austurlands á dögunum. Fyrir keppni hafa stúlkurnar heimsótt Snyrti- og nuddstofu Hönnu Kristínar Didriksen á þriðju hæð Kringlunnar. Þar hafa þær, líkt og stúlkurnar í Reykjavíkur- keppninni, fengið handsnyrtingu, plokkun og litun. Þar er hægt að fá alla almenna snyrti- og nuddþjónustu auk ýmissa eftir- sóknarverðra sérmeðferða. Hægt er að bóka sórstaka dekurdaga hjá Hönnu Krist- ínu og njóta alls þess besta í notalegu um- hverfi. Hárgreiðsla stúlknanna fyrir krýningar- kvöldið verður i höndum Hár Expó, þeirra sömu og greiddu stúlkunum fyrir mynda- töku Vikunnar. Fagfólk stofunnar, sem verður í þessu hlutverki um kvöldið, heitir Heiða, Óli Boggi, Inga Hrönn, Bára, Ingvi og Gagga. Um förðun stúlknanna á krýningarhátíð- inni sér FACE í Kringlunni, þær Súsanna og Þórunn ásamt aðstoðarstúlkum sínum en þær heita Anja, Ásdís Birta og Guðrún Inga. Og að sjálfsögðu nota þær snyrtivör- urnar frá Face Stokkholm. Og sem fyrr segir er fagur húðlitur stúlknanna ekki síst að þakka Sólbaðs- stofunni í Grafarvogi. □ 26 VIKAN 2. TBL. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.