Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 15

Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 15
Sú fyrirsæta, sem prýðir þessa opnu, er 21 árs gömul og á ættir sínar að rekja norður og austur yfir heiðar, til Ólafsfjarðar og Vopnafjarðar. Hún heitir Hel- ena Hanna Schultz og ólst upp f grennd við voldugt Michigan vatnið í samnefndu fylki. Við fyrstu sýn má draga þá ályktun að Ólafsfjörður og Vopnafjörður hafi haft betur í viðureigninni við þau erlendu öfl er att var kappi við um mótun umgjarðar hennar. Svipaða sögu virðist mega segja um persónuleika hennar þrátt fyrir að Helena hafi ekki alist upp á íslandi og sjaldan sótt það heim. Hún er afar tápmikil, hávær og glaðvær, hefur lítið á móti athygli og fær hana með snarpri, glettilegri kímni, jafnvel háðskri i ætt við þá er Grettir sterki, Víga-Glúmur eða Skarphéðinn Njálsson beittu fyrir sig forðum. Þessu kynntist ég öllu eftir að hafa eytt lunganum úr degi og nóttu með Helenu, foreldrum hennar, vinkonu frá Puerto Rico og fyrrverandi ástmanni hennar. Móðir Helenu er Valgerður Salvör Gunnarsdóttir, Gunn- ars Steindórssonar og Gunn- laugar Jónsdóttur. Valgerður var nítján ára þegar hún gift- ist íslenskum manni og hélt á brott með honum í ævin- týraleit til Bandaríkjanna. Þar eignuðust þau stúlku, Birgittu, sem nú er búsett í Texas. Hjónabandið entist þó ekki og eftir skilnað dvaldist Valgerður áfram um eins árs skeið þar sem þau höfðu komið sér fyrir í Michigan. Skömmu áður en hún hélt heim kynntist hún Banda- ríkjamanni af þýskum ætt- um, Dale Schultz. Þau héldu sambandi eftir að hún kom heim og ástin brann heitt, svo mjög að Valgerður fór öðru sinni utan til að hitta Dale. Sú heimsókn stendur enn, nú tuttugu og fimm ár- um síðar, og hefur tekið á sig form hjónabands sem tvær stúlkur hafa sprottið af, Helena og yngri systir hennar, Lísa, sem er tæp- lega tvítug. Fjölskyldan býr í úthverfi Detroit borg- ar þar sem hann starfar við bílahönnun en hún við hárgreiðslu þrjá daga vik- unnar. Glettni Helenu virðist „Mér sýndist aö þarna væru forlögin aö taka í taumana. Þaö átti bara einfaldlega fyrir Helenu aö liggja aö fara út í fyrir- sætustörf," segir Valgeröur móöir hennar, sem hér sést meö dótturinni. Hinar myndirnar á síöunni eru úr bandarískum tíma- ritum og gefa hugmynd um ágæti stúlkunnar sem fyrirsætu. koma beint úr móðurætt en um það vil ég þó fjölyrða sem minnst því faðirinn, Da- le, gerðist æ hressari er líða tók á okkar kynni. Hverju svo sem það er að þakka þá virðist fjölskyldan í heild sinni vera ákaflega samhent og lífsglöð. KYNNTIST TVEIMUR ÍSLENDINGUM Í MÓDELBRANSANUM Að sögn Valgerðar hefur hún þurft að hafa sig alla við til að forða því að dætur hennar gleymdu íslenskum uppruna sínum. Þar er þó við ramman reip að draga eins og vonlegt er eftir tutt- ugu og fimm ára fjarveru frá Fróni. Helena segist hafa komið tvisvar til íslands. Hún minnist svartnættisins frá fyrri heimsókn sinni sem var í desembermánuði. í seinna skiptið minnist hún bjartra nátta og þess að hafa legið veik á meðan 17. júní fögn- uðurinn stóð sem hæst. Helena fór út í fyrirsætu- störf fyrir liðlega þremur ár- um en fram að þeim tíma hafði ekki linnt tilboðunum frá hinum ýmsu aðilum. „Hún er hávaxin og áberandi með þessa Ijósu lokka og hún fékk ekki frið á götunum i mörg ár. Það voru sífellt að koma upp að henni menn með alls kyns gylliboð," segir mamma hennar. Aö lokum sló Helena til og mamma hennar segist hafa sætt sig við það. „Mér sýndist að þarna væru forlögin að taka í taumana, það átti bara ein- faldlega fyrir Helenu að liggja að fara út í fyrirsætustörf,“ heldur Valgerður áfram og þegar ég ýja að því þá viður- kennir hún að hún hafi sjálf setið fyrir á Ijósmyndum á sínum yngri árum. [ sannleika sagt virðist Helena ekki ýkja óð og upp- væg yfir íslenskum uppruna sínum sem skýrist væntan- lega af þvf hversu lítil tengsl hún hefur haft við eyjuna í norðri. Helena segir að fyrsti Is- lendingurinn, sem hún hafi hitt fyrir utan ættingja sína, hafi verið Bryndís Bjarna- dóttir fyrirsæta. Helena var þá stödd á umboðsskrifstofu sinni í Miami þegar hún heyrði íslensku glymja þar um öll salarkynni. Þar var þá Bryndís að tala í síma heim til foreldra sinna. Þær tóku tal sam- an og hafa haldið sam- bandi síðan. Síðar varð annar íslendingur á vegi Helenu. Það var í Ham- borg og sá var líka fyrir- sæta. „He was so cute,“ syngur í Helenu. Eftir nánari eftirgrennslan komst ég að því að maðurinn heitir Björn og var að hennar sögn Herra island (Herra Skand- inavía er hið rétta í málinu). MAMMAN VILL ÍSLENSKAN TENGDASON Valgerður segist vilja allt til þess vinna að Helena og reyndar dæturnar allar kynn- ist íslenskum sveinum og giftist þeim. Sú von er ekki úti enn því Helena er á lausu en umsetin þannig að það fer hver að verða síðastur. Sjálf virðist Helena hug- myndinni ekki fráhverf. „Verði það sem verða vill,“ segir hún - forlagatrúin er greini- lega rík í þeim mæðgum. Hún er þó ekkert að stefna á það að komast í hnappheld- una heldur hefur hún það helst á prjónunum að halda áfram í fyrirsætustörfunum í eitt eða tvö ár til viðbótar. Þá ætlar hún að hverfa aftur að náminu þar sem hún skildi við það nítján ára gömul. Helena hefur hug á að stú- dera það sem kallað er „social work“ eða félagsráð- gjöf eins og það myndi út- leggjast á íslensku. Hvað ísland varðar þá ætl- ar hún að skreppa þangað þegar færi gefst í framtíðinni, „ganga á fjöll, synda í heitum uppsprettum, heilsa upp á ættingja og „chill out“, eins og þeir segja í „Amriku". Hvur veit nema Helena hitti þá fyrir íslenskan pilt í haga, móður sinni til ánægju og yndisauka. □ 2. TBL. 1996 VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.