Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 24

Vikan - 01.05.1996, Blaðsíða 24
REYKJAVIKUR Það er gaman að rifja það hér upp, að það mun hafa verið Vikan sem gekkst fyrir fyrstu fegurðarsamkeppninni sem haldin var hér á landi. Var það fyrir gott betur en hálfri öld. Kosin var ungfrú Reykjavík og hlaut hún veglegan bikar. Svo veglegan að útgefendur Vikunnar neyddust til að hækka verð blaðsins lítillega í fyrsta skipti til að öngla saman fyrir gripnum. Nokkru fyrir keppni efndi Vikan til verðlauna- samkeppni meðal lesenda blaðsins. Heitið var verðlaunum fyrir grein um það sem blaðið kallaði „þjóðfélagsfyrirbrigðið Reykjavíkurstúlkan 1939“. Mikill fjöldi greina barst blaðinu og var ákveðið að skipta verð- laununum milli pilts og stúlku; Karl Strand, síðar yfirlæknis á Klepp- sspítala, og Gerðar Magnúsdóttur. Vikan endurbirtir hér til gamans grein Karls. Fyrir nokkrum dögum fór ég í strætisvagni frá Lækjartorgi vestur á Sellandsstíg. í Aðalstræti kom ung stúlka hlaupandi á harðaspretti út úr snyrtistofu, þvert yfir götuna, og heppn- aðist með naumindum að stökkva inn í vagninn um leið og hann var að síga af stað. Hún fleygði sér í aft- asta sætið, lafmóð, og kast- aði kveðju á tvær stallsystur sínar, sem voru fyrir í vagn- inum. Þær voru allar á aldr- inum 18-20 ára. Ég sat í næsta sæti, og á þeim fimm mínútum, sem vagninn var að fara vestur á Sólvallagötuna, heyrði ég viljandi og óviljandi, brot úr æfisögu þessarar ungu dótt- ur Reykjavíkur. Hún skrafaði í hálfum hljóðum við stall- systur sínar, sem hún virtist ekki hafa hitt í nokkra daga. Hún vann á saumastofu inni í bæ. Á fimmtudagskvöldið hafði hún verið heima hjá mömmu, því hún þurfti að slétta lín. Á föstudagskvöldið fór hún í bíó og sá þar Dor- orthy Lamour og John Hall í kvikmyndinni Börn óveður- ins. Hún var „agalega hrifin" af Dorothy Lamour. ( kvöld var búið að bjóða henni á ball á Hótel Borg. Ég heyrði ekki fyrir víst hver það var, sem hafði boðið henni - ein- hver, sem hún hafði farið með á ball suður í Hafnar- fjörð milli jóla og nýárs. Hin- ar tvær vissu áreiðanlega hver það var. Unga stúlkan var í snotr- ara lagi ásýndum, berhöfðuð með hálfsítt, nýgreitt hár, sem minnti á ákveðna kvik- myndaleikkonu. Hún var dökkhærð, með mjóar, litað- ar augnabrúnir, og svertar brár. Munnurinn var lítill am- orsbogi, hárauður að lit. Tennurnar voru ofurlítið skemmdar en ekki áberandi. Andlitsduftinu var sæmilega nuggað inn í kinnarnar, nema vinstra megin við nefið var örlítill blettur, sem orðið hafði útundan. Hún varfrem- ur lítil vexti og hendurnar smáar en seiglingslegar. Neglurnar voru klipptar í odda, lakkaðar og ofurlítlar sorgarrendur undir þeim á hægri hendinni. Á baugfingri hægri handar bar hún silfr- aðan hring með steini. Yfir sér hafði hún dökkbrúna kápu, vandaða, en sem dá- lítið var farið að sjá á. Kápan var óhneppt að framan, og sá þar í rauðan kjól, ódýran en snotran og nýlegan. Sokkarnir voru móbrúnir, hreinir og þokkalegir, en ut- anvert á vinstra hné gægðist lykkjufall við og við niður undan kjólfaldinum. Hún gekk í sokkunum úthverfum. Saumarnir voru aftan á miðj- um legg og beinir. Skórnir voru a.m.k. þriggja mánaða, hælaháir, sæmilega hirtir, en ofurlítið snúnir. Þar, sem Sól- og Brávalla- götur mætast, hoppaði þessa unga stúlka út úr vagninum og sagði „bless" við stallsystur sínar. Mér og tveimur eða þremur öðrum piltum, milli tvítugs og þrí- tugs, gaf hún lauslega auga, glaðlega og hispurslaust, en án þess að láta nokkurt álit í Ijós með svip sínum að svo stöddu. Bifreið kom þvert í veg fyrir hana, en hún vék ekki til hliðar heldur hélt sínu striki. Strætisvagninn hélt áfram. Þetta var Reykja- víkurstúlkan 1939. Við fyrstu sýn er hún glað- leg, dálítið ögrandi í augna- ráði, kurteis, skjót í svörum og verður ógjarnan orðfall. Ef eitthvað broslegt er í útliti þínu eða framkomu tekur hún eftir því strax á fyrstu fimm mínútunum og skopast að því með miskunnarlausri gagnrýni um leið og þú snýrð að henni bakinu. Með- an þið eruð ókunnug vill hún helst tala um daginn og veg- inn, kvikmyndir, dansleiki og þessháttar. Ef þú minnist á bækur eða æðri tónlist, finnst henni að þú sért mont- inn og viljir þú sveigja talið að fjármálum eða stjórnmál- um finnst henni þú drepleið- inlegur. Um allt þetta vill hún þó gjarnan tala við þig þegar þið eruð tvö ein og þekkist dálítið betur. Við fyrstu kynni verður þú að segja brandara aðra hverja mínútu, ef hún á að telja það ómaksins vert að kynnast þér meira. Segj- um svo að þér takist þetta. Þá heldur kynningin áfram. Reykjavíkurstúlkan er venjulega syfjuð á morgn- ana þegar hún fer á fætur. Samt er hún dugleg að vinna. Þótt hún eigi efnaða foreldra er henni ekkert um það gefið að vera aðgerðar- laus heimasæta. Nám sitt miðar hún oftast við atvinnu- von, en hefir lítinn áhuga á vísindaiðkun. Hins vegar á hún til að vera þrældugleg í skóla og einkunnasjúk úr hófi. Heimilisstörf eru henni ekki að skapi, meðal annars af því, að þá er hún kölluð vinnukona og fær fríið sitt á fimmtudegi. Helst vill hún vinna á skrifstofu, í búð eða verksmiðju. Annars kærir hún sig kollótta þótt hún hafi erfitt og jafnvel ógeðfellt starf, ef hún fær það vel borgað. Henni þykir gaman að vinna fyrir miklum pening- um, en er fljót að eyða þeim. Hún kemur stundvíslega í vinnuna ef húsbóndinn er strangur, en annars á hún til að slæpast 5-10 mínútur. Helst vill hún vinna í skorp- um og slæpast á eftir ef hægt er. Ef henni er trúað fyrir vandasömu verki leggur hún sig fram um að gera það vel. Fyrir það vill hún fá sér- stakt hrós. Komir þú í búðina eða á skrifstofuna til hennar, er hún hóflega þolinmóð við að leysa úr erindum þínum, en mætti gjarnan temja sér eðli- legri kurteisi. Sértu ungur og laglegur sveinn, er hún elskuleg. Ef þú ert ókurteis eða frekur á hún til að bíta frá sér. Hún lætur ógjarnan snúa á sig í peningasökum. Sértu samstarfsmaður hennar lætur hún reiði sína bitna á þér, þegar viðskipta- vinirnir gera henni gramt í geði. En aftur á móti kippir hún sér ekki upp við það, þótt þú gjaldir í sömu mynt. Á laugardögum er hún vís til þess að kyssa þig á vangan um leið og hún fer heim eftir lokunina. Á mánudags- morgnana er aftur ekki víst að hún ansi, þótt þú bjóðir góðan dag. Á kvöldin vill Reykjavík- urstúlkan hafa frí. Þá vill hún skemmta sér. Þó hjálpar hún mömmu sinni við heimilis- störfin ef hún er beðin þess, en er löt að stoppa í sína eigin sokka. í versta tilfelli gerir hún það á morgnana. í stað þess að sitja heima, býr hún sig í sínar bestu flfk- ur og fer út. Henni er annt um að vera vel til fara. Kjól- ar, hattar og kápur eru henni meira virði en fæði og hús- næði. Hún fylgir tískunni 24 VIKAN 2. TBL. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.