Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 4

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 4
te&anal.. / ••••••« g þakka hlýjar og góðar mót- tökur sem margir sýndu nýju Vikunni, jafnvel áður en hún kom út. Ástæðan hlýtur að vera sú að tímarit með þessu nafni kom fyrst út fyrir 60 árum og var kærkominn gest- ur á fjölmörgum íslenskum heimilum um land allt. Flestir eiga einhverjar minningar um Vikuna. Mín fyrstu kynni af blaðinu voru þegar ég byrj- aði að lesa skrítlur í gulnuðum og gömlum Vikum í stofunni hjá ömmu minni og afa fljótlega eftir að ég varð læs. Vikan var þá, eins og stefn- an er að hafa hana nú, tímalaust blað sem gaman sé að glugga í hvenær sem er. Næstu kynni mín af Vikunni voru þegar ég sem stelpukorn bar út blaðið til áskrifenda. Og vei því blaðburðarbarni sem kom of seint með Vikuna! Áskrifendur vildu hafa vikuna í föst- um skorðum. Von okkar er að það verði einnig svo með nýju Vik- una, að lesendur bíði spenntir eftir að fá tímaritið sitt, stútfullt af fjölbreyttu efni. Blaðburðarlaunum mínum varði ég í að fjárfesta í langþráðum tískubuxum og „tyggjóbelti” sem var „nauðsynlegt” að eiga á þeim tíma. Löngu seinna, á háskólaárunum, tóku við greinar- skrif fyrir Vikuna og nú þetta nýja og spennandi verkefni; ritstjórn á fjölskyldublaði sem flestir ættu að hafa ráð á að kaupa sér. Stað- reyndin er nefnilega sú að um nokkurt skeið hefur vantað á markað- inn „mjúkt” blað af þessari stærð og á þessu verði, það sést á því hve íslendingar kaupa gríðarlega mikið af sambærilegum erlendum blöð- um, sérstaklega frá Norðurlöndum. Nú segjum við á Vikunni: „Velj- um íslenskt” og með það að leiðarljósi vonumst við til að eiga með ykkur notalega stund, fyrst um sinn hálfsmánaðarlega en í framtíð- inni vikulega. íslendingar lesa mikið af tímaritum og blaðahillur bókabúða eru sönnun þess, en verulegur samdráttur varð þó á tíma- ritamarkaðnum fyrir nokkrum árum þegar víða var hart í ári í ís- lensku efnahagslífi og innlendum tímaritum fækkaði úr 40 í 19! En nú hefur birt til á íslandi og kominn tími til að byrja nýja viku á já- kvæðurn nótum. Blaðið okkar er fyrir fólk sem vill spá í manneskjuna, heimilið og umhverfið. Vikan er fyrir fólk sem vill vanda sig svolítið að lifa og mottó nýju Vikunnar er að manneskjan hefur veruleg áhrif á eigin líðan og tilveru. Þorsteinn Njálsson heimilislæknir verður með fastar síður í Vikunni og á svörum hans við fyrirspurnum, sem borist hafa honum í starfi, sést að hann þekkir mörg dæmi þess að hugarfar og vilji getur haft ótrúlega mikið að segja til að bæta heilsuna. Frú Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Islands, er í forsíðuviðtali og að- spurð segist hún fá starfsorku og lífsgleði m.a. með því að næra and- ann með lestri góðra bóka og samtölum við vakandi fólk, vera vand- lát á sjónvarpsefni og gefa sér tíma til að hvílast. Vigdís er önnum kafin kona og eftirsótt út um allan heim þar sem hún kemur hvar- vetna fram sem fulltrúi Islands. Vigdís veit að það skiptir sköpum að taka frá tíma til að hvílast og lesa. Vonandi gefur þú þér, lesandi góður, líka tíma fyrir þig, hefur það huggulegt og nýtur Vikunnar. Ég hlakka til að heyra frá þér og eiga samleið með þér í Vikunni. Sigríður Arnardóttir Anna Kristine Magnúsdóttir Ritstjóraf ulltrúi Þórunn Stefánsdóttir Blaðamaður Björg Þórðardóttir Auglýsingastjóri Ómar Örn Sigurðsson Hönnuður Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Áskriftarsími: 515 5555 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjórí Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Ritstjóraf ulltrúi Anna Kristine Magnúsdóttir Sími: 515 5637 Anna@frodi.is Blaðamaður Þórunn Stefánsdóttir Sími: 515 5653 Thorunn@frodi.is Auglýsingastjóri Björg Þórðardóttir Sími: 515 5628 Vikanaugl@frodi.is Ljósmyndarar Bragi Þór Jósefsson Gísli Egill Hrafnsson Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Grafiskir hönnuðir Ivan Burkni Ivansson Ómar Örn Sigurðsson Verð í lausasölu Kr. 399,-. Verð í áskrift Kr. 329,-. Pr eintak Ef greitt er með greiðslukorti Kr. 297,-. Pr eintak Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Símsvari Vikunnar S: 515 5690 Tekið er við upplýsingum og hugmyndum um efni allan sólarhringinn. Vinsamlegast látið nafn og símanúmer fylgja erindinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.