Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 43

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 43
Nöldur Vikunnar. Hugljúf tónlist byrjar, tjaldið fer frá, ljósin upp og töfraheimur leikhússins opnast manni. Maður gleymir stund og stað, hverfur inn í annan heim, er í öðru landi á öðrum tíma....þar til manneskjan á fimmta bekk byrjar að hósta og hnerra. Maður dettur inn í hversdagsleikann aftur. Reynir að einbeita sér að leikurunum, en hóstinn er djúpur og endalaus. Eftir tí- unda hóstakastið fer maður að finna til með leikurunum sem gera sitt besta þrátt fyrir hávaðann úr salnum. Hvernig í ósköpunum dettur manneskju með kvef (ör- ugglega bronkítis) í hug að fara í leikhús og skemma sýn- inguna fyrir 500 manns. Að baki liggur margra mánaða vinna fjölmargra listamanna og áhorfendur hafa búið sig upp á og borgað sig inn til að njóta þess sem fram fer á sviðinu. En ein tillitslaus manneskja, sem ætti að liggja í rúminu nær að skemma sýninguna (og kannski smita nokkra í leiðinni). Er ekki hægt að vísa illa kvefuðu fólki úr salnum? „Við sitjum ekki úti í sal meðan á sýningu stendur og vitum því ekki af þessu,“ segja starfsmenn Borgarleikhússins. „Við gerum ekkert í þessu nema að það sé kvartað yfir fólki. Þá förum við inn og biðjum fólk vinsamlegast um að koma fram, fá sér vatn eða jafn- vel koma aftur seinna.“ Niðurstaða: Kvefað fólk á að vera í rúminu en ekki á leiksýningum! Er ekki ýmislegt sem fer í taugarnar á ykkur, lesendur góðir? Sendið okkur „Nöldur Vikunnar“ á Seljaveg 2, 101 Rvík. Eða hringið til okkar á Vikunni. Streitupróf Eftirfarandi spurningalisti, sem er hannaður af læknunum Holmes og Rahe, mælir stig þeirrar streitu sem við getum orðið fyrir í lífinu. Meira að segja ánægjulegar breytingar geta verið streituvaldandi. Hátt hlutfall streituvalda getur leitt til veikinda. í rannsóknum hefur fólk sem fékk yfir 300 stig veikst þremur til sex mánuðum síðar. Ef einhver breyting hefur átt sér stað hjá þér á síðastliðnu einu ári, eða er um það bil að gerast, merktu þá við. Leggðu saman öll stigin. Stigin: Vonandi ertu langt undir 300 stigum. Dauði maka eða sambýlismanns Skilnaður Aðskilnaður við maka eða sambýlismanns 65 Fangelsisvist 63 Dauði náins skyldmennis 63 Slys eða veikindi (þín eigin) 53 Hjónaband/trúlofun/sambúð hafin 50 Brottrekstur úr vinnu 47 Samband tekið upp að nýju við maka eða unnusta/sambýling 45 Hætt að vinna úti 45 Breyting á heilsufari einhvers í fjölskyldunni 44 Þungun 40 Erfiðleikar varðandi kynlíf 39 Nýr fjölskyldumeðlimur bætist við 39 Breyting á vinnustað 39 Breyting á fjárhagsstöðu 38 Andlát náins vinar 37 Farið í nýtt og framandi starf 36 Alvarlegt rifrildi við maka/félaga 35 Skuldir yfir 3.5 milljónuin 31 Yfirvofandi nauðungaruppboð vegna skulda 30 Breyting á ábyrgð í starfi 29 Barn fer að heiman 29 Vandamá! milli þín og tengdafólks 29 Frábær árangur á einhverju sviði 28 Maki/félagi byrjar/hættir að vinna 26 Byrjun eða endir á skólagöngu 26 Breyting á búsetu 25 Uppstokkun á persónulegum venjum 24 Erfíðleikar í samskiptum við yfirmann eða undirmenn 23 Breyting á vinnutíma eða aðstæðum á vinnustað 20 Skipt um heimili 20 Skipt um skóla 20 Nýtt áhugamál 19 Breyting á kirkjusókn/trúarlífí 19 Breyting á félagslífí 18 Skuldir undir 3.5 milljónum 17 Breyting á svefnvenjum 16 Breyting á matarvenjum 15 Fariðífrí 13 Jólin nálgast 12 Minniháttar lagabrot 11 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.