Vikan


Vikan - 07.05.1998, Side 43

Vikan - 07.05.1998, Side 43
Nöldur Vikunnar. Hugljúf tónlist byrjar, tjaldið fer frá, ljósin upp og töfraheimur leikhússins opnast manni. Maður gleymir stund og stað, hverfur inn í annan heim, er í öðru landi á öðrum tíma....þar til manneskjan á fimmta bekk byrjar að hósta og hnerra. Maður dettur inn í hversdagsleikann aftur. Reynir að einbeita sér að leikurunum, en hóstinn er djúpur og endalaus. Eftir tí- unda hóstakastið fer maður að finna til með leikurunum sem gera sitt besta þrátt fyrir hávaðann úr salnum. Hvernig í ósköpunum dettur manneskju með kvef (ör- ugglega bronkítis) í hug að fara í leikhús og skemma sýn- inguna fyrir 500 manns. Að baki liggur margra mánaða vinna fjölmargra listamanna og áhorfendur hafa búið sig upp á og borgað sig inn til að njóta þess sem fram fer á sviðinu. En ein tillitslaus manneskja, sem ætti að liggja í rúminu nær að skemma sýninguna (og kannski smita nokkra í leiðinni). Er ekki hægt að vísa illa kvefuðu fólki úr salnum? „Við sitjum ekki úti í sal meðan á sýningu stendur og vitum því ekki af þessu,“ segja starfsmenn Borgarleikhússins. „Við gerum ekkert í þessu nema að það sé kvartað yfir fólki. Þá förum við inn og biðjum fólk vinsamlegast um að koma fram, fá sér vatn eða jafn- vel koma aftur seinna.“ Niðurstaða: Kvefað fólk á að vera í rúminu en ekki á leiksýningum! Er ekki ýmislegt sem fer í taugarnar á ykkur, lesendur góðir? Sendið okkur „Nöldur Vikunnar“ á Seljaveg 2, 101 Rvík. Eða hringið til okkar á Vikunni. Streitupróf Eftirfarandi spurningalisti, sem er hannaður af læknunum Holmes og Rahe, mælir stig þeirrar streitu sem við getum orðið fyrir í lífinu. Meira að segja ánægjulegar breytingar geta verið streituvaldandi. Hátt hlutfall streituvalda getur leitt til veikinda. í rannsóknum hefur fólk sem fékk yfir 300 stig veikst þremur til sex mánuðum síðar. Ef einhver breyting hefur átt sér stað hjá þér á síðastliðnu einu ári, eða er um það bil að gerast, merktu þá við. Leggðu saman öll stigin. Stigin: Vonandi ertu langt undir 300 stigum. Dauði maka eða sambýlismanns Skilnaður Aðskilnaður við maka eða sambýlismanns 65 Fangelsisvist 63 Dauði náins skyldmennis 63 Slys eða veikindi (þín eigin) 53 Hjónaband/trúlofun/sambúð hafin 50 Brottrekstur úr vinnu 47 Samband tekið upp að nýju við maka eða unnusta/sambýling 45 Hætt að vinna úti 45 Breyting á heilsufari einhvers í fjölskyldunni 44 Þungun 40 Erfiðleikar varðandi kynlíf 39 Nýr fjölskyldumeðlimur bætist við 39 Breyting á vinnustað 39 Breyting á fjárhagsstöðu 38 Andlát náins vinar 37 Farið í nýtt og framandi starf 36 Alvarlegt rifrildi við maka/félaga 35 Skuldir yfir 3.5 milljónuin 31 Yfirvofandi nauðungaruppboð vegna skulda 30 Breyting á ábyrgð í starfi 29 Barn fer að heiman 29 Vandamá! milli þín og tengdafólks 29 Frábær árangur á einhverju sviði 28 Maki/félagi byrjar/hættir að vinna 26 Byrjun eða endir á skólagöngu 26 Breyting á búsetu 25 Uppstokkun á persónulegum venjum 24 Erfíðleikar í samskiptum við yfirmann eða undirmenn 23 Breyting á vinnutíma eða aðstæðum á vinnustað 20 Skipt um heimili 20 Skipt um skóla 20 Nýtt áhugamál 19 Breyting á kirkjusókn/trúarlífí 19 Breyting á félagslífí 18 Skuldir undir 3.5 milljónum 17 Breyting á svefnvenjum 16 Breyting á matarvenjum 15 Fariðífrí 13 Jólin nálgast 12 Minniháttar lagabrot 11 L

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.