Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 32

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 32
6. Svava með lager af sólgleraugum fyrir gesti. Hjallabrekka í Mosfellsbæ virðist vera venjulegt gróðurhús. En er í raun hús inni í húsi. Hjallabrekku. Þau eru ekkert hrædd um að vera til sýnis fyrir vegfarendur því bæði fylgir hús- inu eins hektara lóð, sem þau hafa verið iðin við að planta í, og háu trén utan og innandyra veita þeim skjól fyrir fáeinum forvitnum augum sem hafa van- ist öðrum byggingarstíl. ANiXAR LÍFSSTÍLL Loftið er gott í húsinu og frels- istilfinningin mikil þegar svo hátt er til lofts og útsýni til allra átta. En hefur það breytt lífsstíl Svövu og Olafs að búa í svona aldingarði? „Við erum miklu meira heima en við vorum,” seg- ir Svava. ,,Og krakkarnir okkar koma mun oftar hingað til okk- ar. Áður fórum við meira til þeirra. Stundum koma þau bara með matinn með sér. Hér er svo ljúft að vera saman og alltaf logn.” KRYDD í TILVERUNA. Það er líka stutt að fara til að ná sér í krydd í matinn því í gler- húsinu, rétt við eldhúsið, er mat- jurtagarður með laukum, ýms- um kryddtegundum, berjum, gulrótum, maís, baunum og tómötum. ,í fyrra fengum við sjö maískólfa í fullri stærð,” seg- ir Svava hæstánægð. „Og aðal- málið er að setja þá nýtínda í pottinn. Þannig eru þeir bestir.” Hún þarf ekki að fara langt, bara svona fimm skref. Fjöl- skyldan nýtur þess að vera sam- an í húsinu. „Barnabörnin okk- ar þrjú koma oft hingað og geta hjólað eða brunað á línuskautum hring eft- ir hring inni í glerhúsinu,” segir hin blómlega amma um leið og hún teygir sig í körfu fulla af sólgleraugum. „Þetta er lager fyrir gesti. Það veitir ekki af, hér er svo bjart.” „Já, meira að segja á veturna er birtan falleg innandyra,” bæt- ir Ólafur við. “Það er tunglbjart og við horfum á stjörnurnar beint fyrir ofan okkur. Þegar snjór er á þakinu verður birtan svo skemmtilega blá, frostrósir þekja gluggana og heimili okkar breytist í íshöll.” En skyldi ekki vera gaman að vakna í svona björtu, opnu húsi? 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.