Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 22

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 22
VIKAN Morgunfrú, og brúðargras GRÆNT OG VÆNT HAFSTEINN HAFLIÐASON GARÐYRKJUFRÆÐINGUR Rfe Hafsteinn Haf- liðason garð- yrkjufrœðing- urfjallar um fjölmargt grœnt og vœnt á blómasíðu Vikunnar. Hann svar- ar fyrir- spurnum og gefur lesendum góð ráð um gróður og garða. Skrifið til; „Grœnt og vœnt”, Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Æskilegt er að nafn og símanámer fylgi bréfinu og ekki vœri verra að láta Ijósmynd afblómum eða jurtum sem spurt er um, fylgja með, Morgunfrú Morgunfrúin er vin- sælt og auðræktað sum- arblóm sem þrífst í görðum um allt land. En það eru ekki margir sem vita að morgunfrú hefur lengi verið í miklum metum sem græðandi lyfjajurt - og meira en það því plantan hefur líka verið notuð til mat- ar, bæði blóm og blöð. Hinar óransgulu tungu- krónur blómanna lífga upp á hrásalatið og blöðin kyrra magann! Það eru einkum blóm- in sem innihalda fjölda efnasam- banda sem draga úr bólgum, stöðva blæðingu og lækna sár. Einnig eru í plöntunni efni sem hindra ígerð. Pví hafa smyrsli með morgunfrúarblómum verið notuð á allskyns skrámur. Seyði af morgunfrú hefur gefist vel við unglingabólum og sem bakstrar á brunasár. Morgunfrú er tals- vert notuð í snyrtivörur, einkum næturkrem, því hún örvar blóð- rás til húðarinnar og mýkir hana jafnframt því að draga úr þreytu. Blómin eru tekin þegar þau hafa opnað sig til fulls, helst á sólríkum degi. Tungukrónurnar eru slitnar frá blómbotninum og ýmist notaðar ferskar eða þurrk- aðar á pappír þar til þær eru orðnar þurrar og stökkar - og síðan geymdar í loftþéttu fláti og notaðar eftir hendinni. Smyrsl: Handfylli af blómblöð- um og um 100 g af pálmafeiti er hitað saman við vægan hita í tvo til þrjá klukkutíma. Feitin má alls ekki hitna það mikið að hún fari að brúnast, það þarf bara að halda henni við bræðslumark. Til að halda smyrslinu mjúku eru tvær matskeiðar af ólífuolíu settar út í undir bræðslutímans. Smyrslið er sett á krukkur og látið kólna. Seyði af morgunfrú: Hálfum lítra af heitu vatni er hellt yfir handfylli af ferskum blómblöð- um (eða ein matskeið af þurr- um) og látið standa undir loki þar til það er orðið kalt. Af þessu má drekka einn bolla tvisvar til þrisvar á dag við magabólgum og streitu. Seyðið er einnig vatnslos- andi og linar blæðingaverki. Þetta seyði má líka nota til að þvo húð, sár og bólur. Tinktúra: Handfylli af ferskum blómblöðum í 250ml af koníaki. Látið standa í lokaðri krús í fimm til sex daga, helst í sól. Notið 6-8 dropa af tinktúrunni í glas af vatni og drekkið þrisvar til fjór- um sinnum á dag gegn magabólgum og streytu. Tinktúran er einnig góð til að þvo bólur og fflapensla. Baðsalt: Handfylli af ferskum blómblöðum í eitt kfló af grófu matarsalti. Tilbúið eftir tvær vikur. Þrjá til fjórar matskeiðar út í baðvatnið. Ein matskeið í handbað eða fótabað dregur úr þreytuverkjum og húðin verður mjúk. Blððin: Blöð morgunfrúar eru ekki síðri kostum búin en blóm- in. Þau innihalda mikið K- vítamín og röm hlaupefni sem bæta meltinguna og draga úr magabólgum. Þau hafa því verið talin góð til að lækna magasár. Það er óhætt að saxa þau að lyst út í hrásalatið. Einnig má hella upp á þau sjóðandi vatni og gera te. Blöðin má þurrka og nota í te, en við það breyta þau um bragð. Mauk af blöðunum hefur verið notað í andlitsmaska og er talið draga saman húð og hreinsa hörundið. Orkídeur Það er eigin- lega furðulegt hversu lítið er um að við rækt- um orkídeur sem pottablóm í híbýlum okkar. Því að satt að segja eru fáar pottaplöntur jafn meðfæri- legar þegar öllu er á botninn hvolft. Orkídeur hafa á sér þann orðróm að vera talsverðar prímadonnur og vandlátar á það hvernig við komum fram við þær. En þarna þurfum við að hugsa svolítið upp á nýtt - og gera okkur það ljóst að þarfir þeirra felast í öðruvísi aðstæðum en við eiga um önnur potta- blóm. Orkídeurnar dafna alls ekki í venjulegri mold og þær kafna og rotna við það atlæti sem við sýnum öðrum potta- blómum. Flestar þær orkídeur sem ræktaðar eru sem potta- plöntur eru setar á trjám og nota ræturnar einar til að halda sér föstum á greinunum. Og á rót- um þeirra eru gerlar sem vinna fyrir þær næringu úr föllnum laufum og fugladriti sem á þær fellur - og ræturnar þorna fljótt á yfirborðinu eftir hverja regnskúr sem gerir. - Þær þurfa mikið loft og í heimkynnum þeirra er loftið rakt. Ef við munum þetta og líkjum eftir því við ræktunina á orkídeum - þá eru litlar líkur á að okkur mistakist með þær. Phalaneopsis eða Brúðarblóm er gott dæmi um orkídeu sem auðvelt er að rækta í heimahús- um. Kröfur hennar eru eftirfar- andi: Birta: Mild en góð birta er best, t.d. innan við vesturglugga. Forðist að láta plönturnar standa þar sem sól nær að skína á þær meira en 40 mínútur á dag. Hiti: 20-25°C að deginum en lækkið hita niður í 15-18°C á næturna. Yfir vetrarmánuðina er einnig ráðlegt að halda plönt- unum við 15-18°C. Vökvun: Oftast dugir að vökva plönturnar einu sinni í viku á sumrin - en varist samt að láta plönturnar standa skraufþurrar í meira en tvo daga. Á vet- urna er eðli- legast að vökva sjaldn- ar - lítið í einu - og þess gætt að halda blöð- unum stinnum þótt ræturnar séu hafðar þurrar. Áburður: Gefið brönugrasaá- burð vikulega á sumrin, fylgið leiðbeiningum umbúðanna ítar- lega. Gefið engan áburð á vet- urna. Umpottun: Aðeins ef plantan tollir ekki lengur í pottinum. Notið blöndu úr 6 hlutum af grófum vikri (5-10mm) og 4 hlutum af lifandi barnamosa (Sphagnum). Notið helst víða og grunna potta með mörgum göt- um. Sérstök ráð: Reynið að halda loftraka háum með því að ýra vatni (úr úðakönnu) af og til kring um plönturnar. Látið ryk ekki safnast fyrir af blöðunum, strjúkið vikulega af þeim með rökum klút. Notið ekki blað- gljáa. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.