Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 6

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 6
Viðtal: Sigríður Arnardóttir. . Gunnar Gunnarsson. einfaldleikann og hið látlausa mest... Vigdís Finnbogadóttir önnum kafin en ánœgð í Kaupmannahöfn hef aldrci ri fj hafteins 5 9 O mikið að gera eins og ég hef núna og það er dálítið sérkennilegt því ég hafði mikið að gera í forsetaembættinu. En þetta er allt annars eölis, því nú vel ég þau verkefni sem ég er að fást við og geri bara það sem mig lystir,” segir Vigdísi Finnbogadóttir fyrr- verandi forseti Islands. Vigdís átti einn frídag í annars langri og þéttskipaðri dagskrá þar sem hún stýrir fundum og heldur erindi í Boston, Rio de Janeiro, Sviss og víðar. Hún var fús til að verja þessum eina frídegi með Vikunni í Danmörku þar sem hún heldur sitt ann- að heimili. „Ég lifi hálfgerðu stúdentalífi hérna í Kaup- mannahöfn. Þið eigið eftir að fá að sjá það,” segir hún um leið og hún sækir reið- hjólið sitt í kjallarann á íbúð- arhúsinu þar sem hún býr á Fredreksbergi. Hvaða verk- efnum er þessi önnum kafna kona að sinna, vítt og breitt um heiminn og hvernig fer hún að því að vera svona frísk og glaðleg þrátt fyrir stífa dagskrá? „Ég er ekki á bíl hérna, það er svo gott að hjóla í Kaupmannahöfn og svo er þægilegt að taka strætisvagn- inn í miðbæinn.” íbúðin hennar er dæmigerð dönsk íbúð með tréfjölum á gólfi, stórum gluggum og það er hátt til lofts. En það er eng- inn íburður í híbýlunum. „Ástríður, dóttir mín, sem er við listnám hér í Danmörku, safnaði saman dóti úr kjall- aranum heima á íslandi, setti það í gám ásamt nokkrum myndum og þetta nægir mér prýðilega. Sjáið þið hvað það er gott að vinna hérna við gluggann.” Á veggjum eru falleg listaverk og bækur í hillum. Ibúðin lýsir frjálsri manneskju sem ekki fær sitt sjálfstraust út úr prjáli og veraldlegum hlutum. Hún getur komið og farið, unnið og verið í næði. Lífið eftir Bessastaði „Fljótlega eftir að ég lét af embætti kom í ljós, það sem ég vissi reyndar fyrir, að menn vildu gjarnan að ég kæmi og spjallaði um atriði sem ég hafði viðrað í minni forsetatíð og það var einkum erlendis sem menn sóttust eftir því og ekki síst hérna á Norðurlöndum. Og ef ég vildi gæti ég verið á ferð um Norðurlönd alla daga að tala um þessa norrænu sjálfs- mynd og hvort við eigum ekki að reyna að halda vina- böndunum sem hafa svolítið gliðnað á undanförnum árum. Síðan kom það mjög fljótt í ljós að þess var óskað að ég tæki þátt í alþjóðastarfi. Ég hef lengi verið í alþjóðastarfi varðandi umhverfismál, er t.d. heiðursfélagi í „Club de Budapest” en þau samtök vinna að framtíðarsýn. Og strax eftir að ég hætti var far- ið að huga að því að stofna samtök fyrrverandi kven- þjóðarleiðtoga í heiminum og ég var snarlega gerð að formanni þar.” Svo kom það til hjá Sameinuðu þjóðunum að Vigdís var fengin til að vera í forsvari fyrir nefnd um siðferði í vísindum og tækni. Nefndin tekur á stórum mál- um eins og orkumálum heimsins og ferskvatni. „Það er svo mikil misskipting og spilling í kringum þau mál. Nefndin fjallar líka um upp- lýsingaþjóðfélagið. Svo þetta eru stórmál.” Af hverju Kaupmannahöfn? Hvert er viðamesta verk- efni hennar í dag? „Það leik- ur enginn vafi á því að það er UNESCO nefndin um sið- ferði í vísindum og tækni og mikil vinna er framundan í því formannsstarfi. Og þar sem ég er mikið á ferðinni til Parísar, þar sem höfuðstöðv- arnar eru og á ferð um all- ann heiminn, er hentugt að eiga athvarf í Kaupmanna- höfn. Þaðan er styttra að fara í allar áttir. En auðvitað er aðalheimili mitt á Aragöt- unni í Reykjavík.” „Hef gott lag á körlum” Fjölmargar heimsþekktar konur eru meðlimir í „Council of Women World Leaders” sem Vigdís er í for- svari fyrir; Mary Robinson, Corason Aquino, Kimpell, Benazir Bhutto svo einhverj- ar séu nefndar. Stofnunin hefur aðsetur í „John F. Kennedy School of Govern- ment í Harvard University í Boston.” „Ég var gerð að formanni, kannski af því að ég var ópólitískur forseti og svo finnst þeim ég hafa gott lag á að tala við karlana í heimin- urn og fá þá til vináttu við hugmyndir okkar,” segir Vigdís og hlær prakkaralega. „Ég hef þessa skoðun að kvenréttindabaráttan komist ekkert áleiðis nema með því að ná vináttu karla. Ég hef alltaf haft það að leiðarljósi. Ekkert stríð og engin ögrun. Það er rnjög stutt í ögrunina hjá mörgum konum og það er rnjög skiljanlegt þegar fólki finnst það vera niður- lægt. En ég held að þetta verði gert best með því að fá karlana til vináttu við kon- urnar. Þeir vilja samvinnu í hjarta sínu.” Gunnar Gunn- arsson ljósmyndari gjóar augunum til Vigdísar og brosir. „Ertu ekki sammála” spyr Vigdís karlmanninn í hópnum. „Jú, ég er alveg sammála og þetta er rnjög 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.