Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 45

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 45
svart hár, glaðleg, hlær oft svo skín í skjannahvítar tennurn- ar. Kona sem gæti sómt sér hvar sem væri. Hvað fær s von a konu til að velja sér starf sem einkennist af niðurlægingu? Allir líta niður á vændiskon- una; viðskiptavinirnir, mellu- dólgarnir, lögreglan, þjóðfé- lagið í heild. Jessica segir skýr- inguna einfalda. „Þegar ég kom til Spánar reyndist mér erfitt að fá vinnu. Ég hef enga menntun, einu störfin sem mér stóðu til boða voru illa launuð þjónustu -og hrein- gerningarstörf. Launin nægðu varla fyrir húsaleigu og dag- legum þörfum. í Afríku bjó ég til skartgripi og seldi, það gekk ekki upp hér. Einn góð- an veðurdag ákvað ég að ég vildi ekki vera fátæk svört kona í auðugu landi. Ég get eignast dýr föt og fallega hluti með því að stunda vændi. En aðallega safna ég peningum inn á bankareikninginn minn. Sem vændiskona þéna ég oft ótrúlega mikið. Kvöldin eru misjafnlega góð, stundum fæ ég ekkert. En í hverjum mán- uði get ég lagt fyrir um tvö- hundruð þúsund peseta (u.þ.b. hundrað þúsund krón- ur), oftast eitthvað meira. Mínar aðstæður eru aðrar en kvennanna sem eru hérna með mér. Ég er ung, enginn melludólgur stjórnar mér, ég ræð sjálf hvernig og hversu mikið ég vil vinna. Eftir fimm til sex ár á ég peninga til að kaupa mér hús. Þá ætla ég að hætta.“ Þvottapokaforleikurinn Það mætti álíta sem svo að vændi sé deyjandi starfsstétt á Spáni miðað við aldur kvenn- anna á horninu. Jessica segir svo ekki vera. „Venjulega byrja vændiskonur á nætur- klúbbunum, ekki á götunni, og eru því minna áberandi. Staðreyndin er sú að það er mikið um mjög ungar vændis- konur, alveg niður í átján ára. Margar eru háðar eiturlyfjum og flestar vinna undir stjórn melludólga. Fyrsta árið, sem ég stundaði vændi, vann ég á klúbbunum. Þar er meiri pen- inga að fá og einu sinni fékk ég hundrað þúsund peseta fyr- ir kvöldið. En ég vil frekar þéna minna og vinna á göt- unni. Það hljómar ef til vill undarlega, en það er hættu- minna. Við erum saman í hóp, hér er mikil umferð bíla og fót- gangandi. Þeir, sem leita til okkar, eru yfirleitt giftir menn á leið heim úr vinnu. í klúbb- unum vinnum við á nóttunni, viðskiptavinirnir eru yfirleitt drukknir og oft hættulegir. Þetta er ástæða þess að ég vil frekar stunda götuvændi." En hvernig tilfinning er það að standa á götuhorni, fara með ókunnugum mönnum upp á hótelherbergi og það fleiri en einum eða tveimur sama kvöldið? „Ég skammast mín ekki fyrir atvinnu mína,“ segir Jessica ákveðin. „Ég held að allar konur séu vænd- iskonur í eðli sínu. Hvernig gætum við annars látið vel að mönnum sem við ekki þekkj- um, hittum aðeins einu sinni og aldrei meir? Það eru engin tilfinningaleg bönd á milli okkar. Vændiskonan verður að láta sem henni þyki gott að vera með manninum meðan hann eyðir með henni stuttri stund. Til þess að geta það verður hún að leika. Sá leikur er ekki lærður í leiklistarskólum. Þetta er aðeins mögulegt vegna þess að þessi hegð- un er í blóði hverrar konu. Jessica hefur enga fasta við- skiptavini. „Reyndar koma tveir eða þrír menn nokkuð reglulega, en yfirleitt eru þetta ekki sömu mennirnir. Skýringin er sú að menn, sem á annað borð leita til vændiskvenna, eru í leit að til- breytingu, leita því aðeins einu sinni til sömu konunnar.“ Hún hlær við spurningunni hvort hún hafi orðið fyrir of- beldi. „Ég hef einu sinni lent í slagsmálum. Einn af mínum fyrstu viðskiptavinum neitaði að borga. Ég varð svo reið að ég réðist á hann. Það var ekki fyrr en hann var farinn að ég áttaðimigáaðégvaraðbjóða hættunni heim. Maðurinn varð hissa. Hann fór samt án þess að borga. Annars er ég ekki hrædd við þessa menn, en dauðhrædd við sjúkdómana sem fylgja starfinu. Mörgum er illa við að nota smokk, en það geri ég að algjöru skilyrði. Menn eru ótrúlega kærulaus- ir, segja að ég geti treyst því að þeir séu ekki smitaðir af al- næmi eða öðrum sjúkdómum. Það er eins og þeir séu ekkert hræddir um að ég geti smitað þá. Oft finnst mér starfið ógeðslegt. Það er ótrúlegt hvað sumir mennirnir eru óhreinir. Stundum geri ég það að nokkurs konar forleik að þvo kynfæri þeirra og enda- þarm. Á slíkum stundum hata ég þetta starf. Tvisvar á ári fer ég í nákvæma læknisskoðun. Læknirinn minn veit að ég er vændiskona, hann gætir þess að taka prufur og sýni til að ganga úr skugga um að ég sé ekki smituð.“ Draumurinn um framtíðina Klukkan er að verða níu og mikil umferð um götuna. Jessica fær tvo viðskiptavini með stuttu millibili. Virðulega klæddan mann á miðjum aldri og ungan, ósnyrtilegan, hálf- gerðan ógæfumann. Ekki ólíklegt að í hans tilfelli þurfi Jessica að beita þvottapoka- forleiknum. Þegar hún kemur til baka spyr ég um skoðun hennar á hjónabandi. Hún segist hafa verið gift áður en hún varð vændiskona. Vill ekki tala um það, segist hafa verið óhamingjusöm. „Ég á kærasta. Fyrstu kynni mín af honum voru þau að hann kom á næturklúbbinn til þess að leita sér að vændiskonu. Ég varð fyrir valinu og síðan höf- um við verið saman. Ég bý ekki með honum og ætla ekki að giftast honum. Hann er svo sem ágætur, en hann vinnur á pizzastað og hefur lág laun. Ég vil hafa það gott og lifa vel í mínu eigin húsi. Þess vegna er ég vændiskona. Einhvern tím- ann langar mig að eignast kláran, gáfaðan og góðan mann sem ég elska, en ekki fyrr en ég er hætt í þessu starfi. Og ég er harðákveðin í að eignast börn, hvort sem ég gifti mig eða ekki.“ Ég spyr hvernig hún myndi bregðast við ef hún eignaðist dóttur sem færi að stunda vændi. „Það kemur aldrei til,“ svarar hún ákveðin. „Þegar börnin mín hafa aldur til ætla ég að segja þeim frá lífi mínu sem vændiskona og draga ekkert undan. Ég ætla að segja þeim hvað ég þjáðist oft mikið, láta þau skilja að ég hafi stundað þetta starf tímabundið til að geta veitt mér og fjölskyldu minni góða hluti í framtíðinni. Nei, ég get fullvissað þig um að börnin mín munu aldrei þurfa að vinna fyrir sér á göt- unni.“ Tíminn sem ég hafði keypt af Jessicu er á enda. Vinnudeginum er lokið, hún er þreytt. Á dögum Rómverja taldist sú kona vændiskona sem stundaði kynlíf fyrir peninga, fyrir almenning, án ánægju. Kynni mín af Jessicu staðfesta að sú skilgreining á við enn þann dag í dag. Ég horfi á eftir henni þar sem hún gengur burtu í myrkrinu og vona að draumar hennar ræt- ist; að hún eigi eftir að eignast hús, finna manninn sem hún elskar og eignast með honum börn og buru. Líklega verður að segja sem svo að hún hafi unnið fyrir því. ■ Ég held að allar konur séu vænd- iskonur í eðli sínu. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.