Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 14

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 14
un aldrei geta fyrirgefið honum. “ systkina- iðsaðsenda rin til þess i. Þegar ég ára gömul, eimþrá og om frænka , Hún bjó, sínum, í kaup- di. Þau hjónin voru rúmlega fimmtug, börn þeirra uppkomin og farin að heiman. Frænka nn'n hafði alltaf verið mér afskaplega góð, henni fannst égskemmli- legt barn og okkur hafði alltaf komið vel saman. Þegar hún frétti af óyndi mínu í sveitinni bauð hún mér að dvelja hjá þeim hjónunum næsta sumar. íþessufallegakauptúnidvaldi ég næstu þrjú sumrin og þar gerðust þeir atburðir sem áttu eftir að umturna áhyggju- lausri æsku minni og hafa áhrif á alla mína framtíð. í fyrstu gekk allt eins og í sögu. Ég var opinn og glaðlyndur krakki, hafði gaman af að syngja, var frökk, en kurteis og hlýðin. Ég eignaðist góða vini í kauptún- inu og undi mér vel á heimili frænku minnar þótt ég kæmi úr ólíku umhverfi. Þau bjuggu í lítilli íbúð, en ég var alin upp í stóru einbýlishúsi við góðan efn ahag. Frænka mín var mj ög trúuð kona, var í sértrúarsöfn- uði og taldi sig mjög synduga konu. Á hverju kvöldi lá hún mér, er rúmlega fertug, tum, brosmild og fal- víða því í allan dag að hún. „En ég ákvað að ún gæti orðið öðrum til hjálpar“. r gömul, en samt ný. Slíkar sögur eru tnar ósagðar, þykja Ijótar og alls ekki Staðreyndin er samt sú að í sögun- alsöguhetjurnar. á bæn í að minnsta kosti eina klukkustund. Hún kom á þeirri reglu að ég hvíldi mig undir teppi í stofustófanum meðan hún var í eldhúsinu og eldaðikvöldmatinn.Égáerfitt með að muna hvenær maður- inn hennar fór að gera sér ferð undir teppið til mín. Líklega var það ekki fyrr en síðasta sumarið sem ég dvaldi hjá þeim, þegar ég var níu ára. Fyrst í stað spjölluðum við og sungum saman, en smám sam- an breyttist hegðun hans. Hann leitaði á mig, fór með höndina upp í klofið á mér og fitlaði við mig. í minningunni hreyfist þessi hendi fram og aftur meðan hann hvíslandi spyr hvort mér þyki þetta ekki gott. í barnslegu sakleysi við- urkenndiégaðmér þætti þetta bæði gott og spennandi. Hann vildi láta mig snerta sig, en sætti sig við að ég neitaði því harðlega. Hann lagði áherslu á að þetta væri leyndarmálið okkar, leyndarmál sem ég mætti engum segja. Þetta gerðist nokkrum sinnum, en enn þann dag í dag á ég mjög erfitt með að muna þessa at- burði nákvæmlega, svo kyrfi- lega bældi ég minninguna nið- ur. En ein minning er mjög sterk. Sumarið þegar ég var níu ára fórum við úr kauptún- inu í sumarbústað. Mikið var ég búin að hlakka til. En til- hlökkunin snerist upp í martröð. Ég man eftir mér sitjandi í rólu fyrir utan bú- staðinn, ég var hrygg, eitthvað skelfilegt hafði gerst. Ég man óljóst eftir þessum degi í sveit- inni. Minnist stórrar myrkvaðrar skemmu, ég ligg á maganum, hann er ofan á mér og fróar sér. Ég man lít- ið annað en að hafa sagt hon- um að hætta þessu, við mætt- um ekki gera þetta, það væri ljótt og ég ætlaði að segja frænku frá þessu. Eftir að ég varð fullorðin hefur sú spurn- ing oft nagað mig hvort hana frænku mína hafi aldrei grun- að neitt, eða hvort hún hafi al- gjörlega afneitað því. Þegar ég var tíu ára var ég aftur send í sveit. Þar var ynd- islegt að vera. Á heimilinu var fullorðinn maður, ógiftur og barnlaus. Hann var mér af- skaplega góður, við vorum sálufélagar. Seinna sá ég hvernig gæska hans var smyrsl á sárin á sálinni og hjálpaði að milda ljótar minningar. Veturinn eftir fór ég að finna til mikillar vanlíðunar. Ég gerði mér ekki grein fyrir hvers vegna mér leið svona illa. Ég sýndi einkennilega hegðun, stal meðal annars peningumfrámömmu. Seinna var mér sýnt fram á að ég hefði með því móti verið að tala til hennar, segja henni frá sumr- inu hræðilega. Ég reyndi á þennan hátt að segja henni að ég væri henni reið fyrir að haf a sent mig í burtu, að hún hefði ekki gætt mín nógu vel. Ellefu ára fór ég að hafa blæðingar. Mér fannst það hræðilegt, fannst líkami minn saurugur og óhreinn. Einnig átti ég í erf- iðleikum í sambandi við ristil- inn og þetta svæði líkamans tengdi ég allt synd og niður- lægingu. Ég var trúuð og frænka mín hafði komið syndahugtakinu inn í barns- huga minn. Skyldu menn, sem leita kyn- ferðislegrar fullnægingar við samræði með litlum börnum, gera sér grein fyrir því hvers konar sálarmorðingjar þeir eru? Skyldu þeir leiða hugann að því hvað verður um börn- in, sem þeir misnotuðu, þeg- ar þau verða fullorðin? Lík- lega er saga mín dæmigerð saga misnotaðs barns. Þegar ég varð kynþroska og fór að vera með strákum gat ég ekki hugsað mér að þeir snertu minn synduga líkama. Ég var sextán ára þegar ég svaf ég hjá í fyrsta sinn. Það var á útihá- tíð um verslunarmannahelgi. Ég hitti mann sem var tölu- vert eldri en ég, og teymdi hann með mér út í móa með það fyrir augum að láta hann afmeyjamig.Þegarþvívarlok- ið stóð ég upp og spurði hann hvort hann vildi splæsa á mig pylsu. Svona var ég nú rugl- uð. Ég hafði enga sjálfsvirð- ingu, mikla minnimáttar- kennd og kynlíf var mér mik- ilráðgáta.Þegarégvarsautján ára var mér nauðgað. Á þeim tíma drakk ég töluvert, ég hitti mann á balli og bauð honum ásamt fleira fólki með mér heim eftir ballið. Einhvern veginn fór það svo að þetta varð tveggja manna partý, hann leitaði á mig og nauðg- aði mér þegar ég ekki vildi þýðast hann. Mér fannst ég lít- illækkuð, leið hræðilega illa, en hugsaði sem svo að allt væri þetta mér að kenna. Sjálfs- myndmínvarsvoléleg,aðþeg- ar ég seinna sagði eiginmanni mínum frá nauðguninni skildi ég ekkert í því hvað hann brást reiður við, vildi vita hver mað- urinn var og sagðist helst vilja drepa hann. Ennþáfannstmér sem ég hefði kallað þetta yfir mig sjálf. Ég hélt fram hjá 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.