Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 49

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 49
Hverju svarar læknirirtfi? Spurningar má senda til “Hverju svarar læknirinn?” Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykja- vík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál. Vinsamlegast látið nafn og heimilisfang fylgja með en bréf eru birt undir dulnefn- Sælgætisát á kvöldin Ég er 37 ára og hef alltaf verið grönn og í ágætu formi. Nú er ég farin að þyngjast of mikið að mínu mati og ástæður veit ég vel. Ég gef mér ekki tíma til að hreyfa mig nóg og svo borða ég svo mikið á kvöldin. Þegar ég er að ljúka kvöldmatnum fer ég að hugsa um hvaða snarl ég geti fengið mér með sjónvarpinu. Ég veit að þetta er ekki rétt og ég veit líka að ég á að hætta að borða áður en ég verð pakksödd. en það er eins og ég ráði ekki við þetta. Hvað er til ráða? Ein með samviskubit yéistu hvað, þú hefur allt of mikið að gera! Á ég að segja þér leyndarmál? Þú kemst yfir alveg jafnmikið þótt þú ger- ir það aðeins hægar og með minni spennu. Líkami þinn er á „adrenalín-trippi”. Þú stoppar sjálfsagt ekki allan daginn og hvernig ætlastu til að líkaminn „viti” að nú eigi að stoppa þegar þú kemur heim. Hugsaðu svo um sjálfa þig, borðaðu góðan morgunmat, hollan hádegismat og sestu niður til þess að borða, minnkaðu eða hættu í kaffinu og koffeindrykkjunum, borðaðu fyrr þegar þú kemur heim á kvöldin, ef þú þarft snakk hafðu það þá ekki kex og kökur, not- aðu ávexti og grænmeti, það er miklu skemmtilegra. Hreyfðu þig, göngur eða sund er meira en nóg, en gerðu það þannig að þú hafir gaman af því þá ferðu aftur og aftur. Lærðu slökun, eða farðu í jóga. Stoppaðu í 2-3 mínútur á dag og slakaðu alveg á, þú getur gert þetta í stólnum þínum eða.inni á kaffistofu eða, ef allt um þrýtur, inni á klósetti. Einföld aðferð er að sitja með beint bak og hendur í kjöltu, loka augum og sjá fyrir sér fal- legan eða skemmtilegan stað. Á andartaki fellur spenna líkam- ans. Prófaðu. Porsteinn Bakið að gefa sig Vinnu minnar vegna þarf ég að ferðast mikið, bæði innan lands og utan. Það er margt gott um það að segja nema það að ég er svo slæmur í bakinu og næst- um því alltaf þegar ég vakna á hótelherbergjum er eins og bak- ið á mér sé hreinlega að klofna í tvennt, þvert yfir mjóbakið. Þetta lagast þegar fer að líða á daginn en er samt orðið veru- lega þreytandi. Ég hreinlega á stundum erfitt með að draga djúpt andann skömmu eftir að ég vakna. Er þetta eðlilegt? G.G. Tæja, nú hefur þú allt of mik- J ið að gera. Hvenær hvíldir þú þig síðast? Fórst í gott nudd og sánabað á eftir? Hreyfir þú þig reglulega eða ertu bara með strákunum „old boys” í bolta- leik einu sinni í viku. I langflest- um tilvikum er þreyta í baki or- sökuð af of miklu álagi hjá ungu fólki, sérstaklega körlum, erfið- ur yfirmaður, fjárhagserfiðleik- ar og samskiptaerfiðleikar við stórfjölskyldu. Þú verður að hreyfa þig reglulega, þá á ég við leikfimi, sund og göngur. „Old- boys” boltaleikur er góður fyrir spennu og félagsskapinn en ekkert sérstakur fyrir líkamlega burði. Farðu í nudd hjá góðum nuddara en þá er hægt að finna um allan bæ. Við þrálátum verkjum er þó rétt að leita til læknis til að útiloka sjaldgæfari hluti. Sjúkraþjálfarar og kírópraktorar skoða fólk mjög vel og getur verið gott að leita til þeirra um álit og meðferð. Þorsteinn Hvíld óskast Nú er komið nóg - hugsa ég stundum. Ég hef verið í erfiðis- vinnu alla mína tíð, unnið í þvottahúsi um árabil og á síð- ustu misserum hef ég séð um veikan eiginmann þegar heim er komið. Ég er með stöðuga vöðvabólgu og er farin að fá hausverk í hverri viku, er með bjúg á höndum og fótum og al- mennt er ég of þreytt til að gera nokkuð eftir kvöldmat. Ég hef verið að hugsa um að fá aðstoð inn á heimilið einhvern tíma ef ég kæmist í frí t.d. í Hveragerði eða á sjúkrastofnun. Er eitthvað slíkt í boði fyrir fólk í minni stöðu, eitthvað sem ekki kostar mikla peninga? Þ.B. 7sræra Þ.B. Aðstæður þínar JLVeru því miður langt frá því að vera einsdæmi. Nokkrar vikur í Hveragerði hjá NLFÍ myndu gera stórkostlega hluti fyrir þig, bæta þig líkamlega, andlega og sálarlega og gera þér kleift að fást við öll þessi mis- munandi hlutverk sem fylgja þér í lífinu. Þú ert ein af þessum mörgu ofurkonum þessarar þjóðar sem halda áfram og berj- ast hvað sem tautar og raular. Heilsugæslustöðvar veita mikla aðstoð og leiðbeiningar um úr- lausnir. Gott er að virkja stór- fjöldskylduna og fá börnin til að hlaupa undir bagga tímabundið, þau geta vel skipt með sér verk- um. Reynsla mín er hins vegar sú að konur eins og þú vilja síð- ur vera að biðja börnin um hjálp, þið viljið frekar bjarga hlutunum sjálfar. Prófaðu samt að spyrja þau. Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna, sérstaklega verkakvennafélaganna hlaupa mjög oft undir bagga með greiðslur fyrir dvöl í Hveragerði og þeir hjá NLFI veit ég að eru mjög liðlegir. Ég hvet þig til að fara sem fyrst. Gangi þér vel. Þorsteinn Rauð augu Við erum nokkrar sem vinnum saman og höf- um fengið nóg af því að vera með blóðhlaupin augu og þurra húð í vinnunni. Við erum á stórum vinnustað þar sem loftið er þurrt og aðstaðan ekki nógu góð. Það er eins og að berja hausnum í stein að óska eftir breytingum á að- stöðunni svo við biðjum þig að gefa okkur góð ráð. Hausverkur, þurrkur og rauð augu er ekki eitthvað sem við viljum lifa með lengur. Áttu ráð handa okkur? Samstafskonur T^etta er húsasótt og er al- JT gengt vandamál. Einkenn- in eru mörg en algengt er að finna fyrir þreytu, pirringi eða bólgu í augum, nefi og ennis- og kinnholum, þurrki og kláða í hálsi og á húð og höfuðverkjum og þreytu. Sumir segjast verða uppstökkir og önugir á vinnu- stað og koma síðan heim þreytt- ir og síkvartandi. Ekkert eitt veldur en þetta stafar í mjög mörgum tilvikum af slæmu lofti, oftast í tengslum við loftræsting- ar. Þetta er vel þekkt í flugvél- um þar sem sama loftið er í stöðugri hringrás í vélinni til að spara flugfélögum súrefnisflutn- inga og eldsneyti. Oþægindi í vitum og höfuðverkur eru mjög algeng vandamál í flugi. Það á að draga úr endurhringrás lofts og nota meira af hreinu lofti. Rakatæki og jónunartæki reyn- ast mjög mörgum gagnleg við þessum einkennum ykkar en það verður að hugsa vel um tækin. Fleiri þættir geta komið til eins og bón og hreinsiefni, flúrlýsingar, suð í tækjum og út- geislun frá tölvuskjám. Skipta má út flúrperum og nota hlíf fyrir tölvuskjái. Þorsteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.