Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 42

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 42
Stjörnuafmœli F yrst kveið ég því að verða þrí- tug, svo fer- tug... Nú sé ég að þetta eru bestu ár æv- innar og ef ÞETTA kall- ast að vera gamall, þá er ekkert við það að athuga að eldast!“ - Þetta segir leik- og söng- konan Cher, sem verður 52 ára miðvikudaginn 20. maí. Cher heitir réttu nafni Cherilyn Sarkisian og er dóttir bandarískrar konu og bónda frá Armeníu, John Sarkisian. Hún var 16 ára þegar hún kynntist Sonny Bono,sem síðar varð eiginmaður henn- ar,á kaffihúsi í Los Angeles. Sonny Bono var þá þegar farinn að syngja inn á hljómplötur og eitt sinn þegar Cher fór með honum í hljóðver, veiktist ein bakraddasöngkonan. Cher var fengin til að hlaupa í skarðið og það varð upp- hafið að ferli hennar. Frá því í fyrra hefur Cher unnið með handritshöfundum að gerð sjónvarps- þátta, en hingað til hefur henni ekki lík- að nein þeirra hugmynda sem fram hafa komið. Hún stendur nú í samningavið- ræðum um að koma fram í k vikmyndinni „Te með Mussolini" sem byrjað verður að mynda á Ítalíu í júlí. H jartakniisarinn George Clooney, sem eríslendingumaðgóðukunnurúrBráða- vaktinni, varð 37 ára í byrjun maí. Hann byrjaði að vinna fyrir sér aðeins fimm ára að aldri, í viðtalsþætti föður síns í útvarpi, „The Nick Clooney Show“, en sneri sér ekki að leiklistarnámi fyrr en 21 árs, eft- ir að honum varð ljóst að ferill hans sem hafnaboltaleikari væri ekki glæstur. Hann þakkar sjálfsöryggi sínu hversu vel honum gekk að fá hlutverk í upphafi, en þá gekk hann, með sex bjóra í hendinni, inn á sjónvarpsstöð í prufutöku fyrir aug- lýsingu. Hann hefur tekið að sér hlutverk smiðs, forstjóra, byggingaverktaka og leynilögreglu, en það er hlutverk lækn- isins, Doug Ross, í Bráðavaktinni sem hefur komið honum á toppinn. George Clooney var giftur leikkonunni Taliu Balsam en á nú í sambandi við Cé- line Balidran. George er bróðursonur söngkonunnar Rosemary Clooney, sem verður sjötug 23. maí... Pierce Brosnan leikari varð 46 ára 16. maí. Hann fæddist á írlandi en flutti ásamt fjölskyldu sinni til Bretlands sama dag og höfundur bókanna um spæjarann 007 - James Bond - Ian Fleming lést. Fyrsta kvikmyndin, sem Pi- erce Brosnan sá, var „Gold- finger". Snemma á áttunda ára- tugnum var hann einn þeirra ungu leikara sem prófaðir voru til að leysa af Roger Moore, sem hafði leikiðJamesBondíalllangantíma. Skoðanakönnun í Bandaríkjun- um leiddi í ljós að flestir vildu fá Brosnan í hlutverkið, en hann hafði þá þegar getið sér gott orð í framhaldsþáttunum „Remington Steele“. Brosnan ólst upp hjá móður sinni, en faðir hans lét sig hverfa fyrir fyrsta af- mælisdag drengsins og sást ekki til hans aftur fyrr en sonurinn var kominn á þrí- tugsaldur. Frá fjögurra til ellefu ára aldurs bjó Pi- erce Brosnan hjá ömmu sinni og afa en flutti svo til móður sinnar í London. Hann hætti í skóla fimmtán ára og freistaði gæf- unnar með því að gerast eldgleypir, myndskreytingamaður og loks leikari. JóhanncsPáll páfi II fæddist 18.maíl920,og er því 78 ára. Eins ogflestum er kunnugt heitir maður- inn raunveru- legaKarolWoj- tyla. Hann var einu sinni leik- ari, svo prestur, því næst erki- biskup og kardináli og loks páfi. Hann hefur verið páfi í tuttugu ár en ítalskur erkibiskup lét hafa eftir sér einu sinni að Jóhannes Páll væri maður, sem ætla mætti að hefði alla tíð verið páfi. Páfinn gistir í örsmáu herbergi þar sem eru aðeins rúm, tveir stólar og borð. Á gólfinu er lít- ið gólfteppi og á veggjunum hangir ekk- ert nema fáeinar, pólskar helgimyndir. í heimalandi hans, Póllandi, er litið á páfann sem ókrýndan konung þjóðarinn- ar. Húsið, sem hann fæddist í, er nú starf- rækt sem safn, sem 180 þúsund ferða- menn heimsækja árlega. Vinnudagur páfa hefst klukkan hálfsex á morgnana og endar ekki fyrr en hálftólf að kvöldi. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.