Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 52

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 52
7U Huiii 'iiajiiuiii Xíá-Jjiii* ii‘í ■J3Í1Í1 - Sigríður Hafstað segir frá hinum svarfdœlsku Freyjum sem halda teinu og kaffinu heitu Texti: Þröstur Haraldsson Myndir: Björn Gíslason og Kristján Hjartarson „Sigríður Hafstað á Tjörn í Svarfaðardal” ær kalla fyrirtækið sitt Tehettuna Freyju eftir helstu framleiðsluvöru sinni, eyfirsku handverkskonurnar þrjár sem koma reglulega saman í Svarf- aðardalnum. Freyjurnar, sem þær byrjuðu að framleiða fyrir þremur árum, eru myndarleg- ar búkonur og heita íslenskum nöfnum eins og Rannveig í Hvammi og Elísabet í Hruna. Þær gegna því göfuga hlut- verki að halda heitu tei og kaffi. Síðan hafa bæst við prestar og nú síðast eru Bakkabræður og aðrir Svarf- dælingar farnir að gera sig gildandi. Ein þessara þriggja hand- verkskvenna er Sigríður Hafstað á Tjörn í Svarfaðar- dal. Vikan hitti hana að máli og bað hana að segja lesend- um frá því hvað varð til þess að hún lagði fyrir sig hand- verk og minjagripagerð. -Það æxlaðist nú þannig að undir vorið 1995 kom Valva Gísladóttir til mín en hún var þá nýflutt frá Dalvík hingað í nágrenni við mig. Hún var með litla kerlingu sem líktist íslenskri peysufatakonu. Hún vissi að ég var að fást við að sauma hatta og hafði kennt handmennt í Húsa- bakkaskóla hér í sveitinni. Hún bauð mér að vera með í því að framleiða svona kerl- ingar og stakk upp á því að við fengjum þriðju konuna til liðs við okkur. Það varð úr, Sigurbjörg Snorradóttir frá Krossum á Árskógs- strönd bættist í hópinn og síðan höfum við verið að.” Margt til lista lagt Þessi hópur er að mörgu leyti dæmigerður fyrir þá þróun sem víða er að verða í sveitum landsins. Þar eru margar hagleikskonur að uppgötva hæfileika sína og farnar að beita þeim til að auka tekjur sínar með hand- verki. Þarna má segja að ræt- ist hið fornkveðna að neyðin kenni naktri konu að spinna því samdrátturinn í landbún- aði hefur ýtt undir þessa þró- un. Og þegar að er gáð leyn- ast ýmsar hæfileikakonur hér og þar. Tökum þær Freyjur sem dæmi. Auk saumanna fást þær við ýmislegt, Valva hefur kennt tónlist og leikur lista- vel á flautu, auk þess sem hún hefur haldið málverka- sýningar á Dalvík og Akur- eyri. Sigurbjörg hefur starfað sem matráðskona í Árskóga- skóla með þvílíkum myndar- brag að sögur fara af. Og við- mælandi blaðsins, Sigríður á Tjörn, er hreppstjóri, veður- athugunarmaður, fram- kvæmdastjóri héraðsblaðs, sem hefur komið út mánað- arlega í tuttugu ár, og nú er hún í yfirkjörstjórn fyrir sveitarstjórnarkosningar, að því ógleymdu að hún syngur í Samkór Svarfdæla. Framleiðum eftirpöntun En hvernig haga þær fram- leiðslunni? -Við komum okkur strax upp ákveðinni verkaskipt- ingu. Við hittumst einu sinni í viku til að setja kerlingarn- ar saman og höfum ágætis fé- la^sskap af þessu. I fyrstu voru kerlingarnar heldur ófríðar, það finnst okkur núna, en þær hafa þróast og eru orðnar miklu fríðari. Við gerum líka kerl- ingar eftir pöntun, fólk kem- ur þá gjarnan með mynd af þeim sem á að fá tehettu að gjöf og við reynum að líkja eftir þiggjandanum. Þegar það spurðist út að við ynnum svona var farið að biðja okk- ur um karla líka, en þá vand- aðist málið því það er aðeins ein starfsstétt karla sem gengur í pilsi. Þeir eru orðnir Hannyrðir við eldhúsborðið á Tjörn. F.v.: Valva Gísladóttir, Sigríður Hafstað, Sigurbjörg Snorradóttir. Stöllurnar hittast einu sinni i viku og setja saman Freyjurnar, hnetufólkið, felupúkana og aðrar framleiðsluvörur sínar. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.