Vikan


Vikan - 07.05.1998, Síða 52

Vikan - 07.05.1998, Síða 52
7U Huiii 'iiajiiuiii Xíá-Jjiii* ii‘í ■J3Í1Í1 - Sigríður Hafstað segir frá hinum svarfdœlsku Freyjum sem halda teinu og kaffinu heitu Texti: Þröstur Haraldsson Myndir: Björn Gíslason og Kristján Hjartarson „Sigríður Hafstað á Tjörn í Svarfaðardal” ær kalla fyrirtækið sitt Tehettuna Freyju eftir helstu framleiðsluvöru sinni, eyfirsku handverkskonurnar þrjár sem koma reglulega saman í Svarf- aðardalnum. Freyjurnar, sem þær byrjuðu að framleiða fyrir þremur árum, eru myndarleg- ar búkonur og heita íslenskum nöfnum eins og Rannveig í Hvammi og Elísabet í Hruna. Þær gegna því göfuga hlut- verki að halda heitu tei og kaffi. Síðan hafa bæst við prestar og nú síðast eru Bakkabræður og aðrir Svarf- dælingar farnir að gera sig gildandi. Ein þessara þriggja hand- verkskvenna er Sigríður Hafstað á Tjörn í Svarfaðar- dal. Vikan hitti hana að máli og bað hana að segja lesend- um frá því hvað varð til þess að hún lagði fyrir sig hand- verk og minjagripagerð. -Það æxlaðist nú þannig að undir vorið 1995 kom Valva Gísladóttir til mín en hún var þá nýflutt frá Dalvík hingað í nágrenni við mig. Hún var með litla kerlingu sem líktist íslenskri peysufatakonu. Hún vissi að ég var að fást við að sauma hatta og hafði kennt handmennt í Húsa- bakkaskóla hér í sveitinni. Hún bauð mér að vera með í því að framleiða svona kerl- ingar og stakk upp á því að við fengjum þriðju konuna til liðs við okkur. Það varð úr, Sigurbjörg Snorradóttir frá Krossum á Árskógs- strönd bættist í hópinn og síðan höfum við verið að.” Margt til lista lagt Þessi hópur er að mörgu leyti dæmigerður fyrir þá þróun sem víða er að verða í sveitum landsins. Þar eru margar hagleikskonur að uppgötva hæfileika sína og farnar að beita þeim til að auka tekjur sínar með hand- verki. Þarna má segja að ræt- ist hið fornkveðna að neyðin kenni naktri konu að spinna því samdrátturinn í landbún- aði hefur ýtt undir þessa þró- un. Og þegar að er gáð leyn- ast ýmsar hæfileikakonur hér og þar. Tökum þær Freyjur sem dæmi. Auk saumanna fást þær við ýmislegt, Valva hefur kennt tónlist og leikur lista- vel á flautu, auk þess sem hún hefur haldið málverka- sýningar á Dalvík og Akur- eyri. Sigurbjörg hefur starfað sem matráðskona í Árskóga- skóla með þvílíkum myndar- brag að sögur fara af. Og við- mælandi blaðsins, Sigríður á Tjörn, er hreppstjóri, veður- athugunarmaður, fram- kvæmdastjóri héraðsblaðs, sem hefur komið út mánað- arlega í tuttugu ár, og nú er hún í yfirkjörstjórn fyrir sveitarstjórnarkosningar, að því ógleymdu að hún syngur í Samkór Svarfdæla. Framleiðum eftirpöntun En hvernig haga þær fram- leiðslunni? -Við komum okkur strax upp ákveðinni verkaskipt- ingu. Við hittumst einu sinni í viku til að setja kerlingarn- ar saman og höfum ágætis fé- la^sskap af þessu. I fyrstu voru kerlingarnar heldur ófríðar, það finnst okkur núna, en þær hafa þróast og eru orðnar miklu fríðari. Við gerum líka kerl- ingar eftir pöntun, fólk kem- ur þá gjarnan með mynd af þeim sem á að fá tehettu að gjöf og við reynum að líkja eftir þiggjandanum. Þegar það spurðist út að við ynnum svona var farið að biðja okk- ur um karla líka, en þá vand- aðist málið því það er aðeins ein starfsstétt karla sem gengur í pilsi. Þeir eru orðnir Hannyrðir við eldhúsborðið á Tjörn. F.v.: Valva Gísladóttir, Sigríður Hafstað, Sigurbjörg Snorradóttir. Stöllurnar hittast einu sinni i viku og setja saman Freyjurnar, hnetufólkið, felupúkana og aðrar framleiðsluvörur sínar. 52

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.