Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 48

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 48
Adögunum kom til mín kona á stof- una, hún var íbygg- in og svolítið sposk á svip, í rauðri peysu og buxum, vel til fara og hárið vel lagt, ríf- lega sextug. Hún sagðist bara vera komin til að segja mér sögu sína. Hún þyrfti engin lyf, engar rannsóknir bara segja mér sögu sína. Þetta er ekki óvanalegt í mínu starfi sem heimilislæknir. Ég hef lært með árunum að njóta skjólstæðinga minna ekki síður en að læra af þeim í gegnum reynslusögur þeirra. Sögur þeirra hafa tilgang, ekki bara fyrir þá heldur fyrir svo marga aðra. Ég fæ oft leyfi hjá þessu sögufólki til að vísa til þeirra öðrum sem eru að „berjast” við sömu vandamál. Það er ekkert sem jafnast á við að hitta ein- hvern annan með sama vanda, þá er maður ekki lengur einn, þá öðlast maður trú á því að ná bata á ný. Það er sammerkt með mörgu af þessu sögufólki að það hefur fengist við erfiða sjúkdóma sem læknavísindin hafa ekki lækningu á og unnið sigur. Sigurinn er þó aðallega fólg- inn í því að hætta að líta á sig sem sjúkling og fara að líta á sig sem heilan einstakling með sjúkdóm, sjúkdónr sem þú getur gert heilmikið við sjálf(ur). Þannig var með sögu hennar. Við hittumst fyrir nokkrum mánuðum síð- an og ræddum þá um liða- gigtina hennar og andlega líðan, sárindin sem hún bar og söknuð. Hún fékk hjá mér ýmsar leiðbeiningar um hvernig hægt væri að fást við liðagigt ásamt því hverjar hefðbundnar úrlausnir læknabóka væru. Nú var hún komin aftur. Hún sagði liða- gigtina hafa byrjað fljótlega eftir að maður hennar dó fyr- ir tæpum tveimur árum. Þau höfðu lent í fjárhagserfiðleik- um áður en hann dó og margvíslegir erfiðleikar steðjað að þeim. Hún var þá ósátt, peningalítil og vansæl. Liðagigtin blossaði upp, hún var stirð á morgnana, bólgin á höndum og fótum og gat tæpast gengið á köflum. Allt var svart í huga hennar og engar úrlausnir. Þegar hún kom fyrir nokkrum mánuð- um vildi hún að einhver læknaði hana og sæi um hennar sjúkdóm, það var því fjarri henni þá að hún gæti gert eitthvað sjálf. Hún fór til gigtarlæknisins sem ég hafði skrifað niður á blað fyrir hana sem einn af mörgum kostum í hennar stöðu. Hann rannsakaði hana mjög vel; blóðprufur, röntgen- myndir og læknisskoðanir. Hún fékk fleiri lyf en hún hafði fengið hjá mér og var í reglulegu sambandi við gigt- arlækninn. Hún var með mikið af gigtarefnum í blóð- inu, einkenni hennar fóru versnandi og hún var farin að örvænta. Gigtarlæknirinn lét hana prófa krabbameinslyf og næst átti að prófa gull- meðferð. Þá var það sem eitt- hvað opnaðist hjá henni. „Er hægt að lækna mig?” spurði hún gigtarlækninn. „Nei,” var svarið. „Þá ætla ég að gera það sjálf því mér líka ekki lyfin og aukaverkanir þeirra og hef heyrt að það sé hægt að gera mikið sjálfur”, sagði hún. Gigtarlæknirinn dró heldur úr henni en bauð henni síðan að koma aftur þegar hún þyrfti. Með það fór hún. Barnstrú hennar er sterk. Hún segist ekki sækja mikið kirkju en hafi verið al- inn upp í sterkri trú. Hún bað bænir sínar og hún sá sjálfa sig ná bata um leið og hún bað. Hún bætti mataræði sitt, hún hreyfði sig, lítið fyrst en smámsaman meir. En hún gerði fleira hún fyrirgaf eig- inmanni sínum fyrir að hafa dáið, fyrirgaf sjálfri sér að hafa verið reið honum, sætt- ist við fjölskylduna og leyfði sjúkdómium að vera hluti af sjálfri sér, ekki þannig að hún væri sjúk heldur að hún væri heil manneskja með sjúk- dóm. Hún sýndi mér hend- urnar; engin bólga, hún sýndi mér fæturnar; engin bólga. Hún gekk óhölt. Ég var kom- in hálfri klukkustund fram yfir á stofunni. Ég var einni sögu ríkari. Sögu sem enn og aftur renndi stoðum undir samband líkama, huga og sálar og okkar eigin bata- getu. Þorsteiim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.