Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 51

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 51
um; litla búðin þeirra á hug þeirra allan. Þau keyptu verslunina í nóvember og hafa ýmsu breytt síðan: “Hugmyndin er að þetta verði lítil krambúð og við erum sífellt að auka vöruval- ið,” segja þau, en meðal þess sem þau eru að koma upp þessa dagana eru sælkera- vörur frá Heilsuhúsinu og kaffibar, þar sem fólk getur sjálft malað kaffibaunirnar: “Markmið okkar er að eiga alltaf það sem viðskiptavin- urinn biður um og ef varan er ekki til þá er hún örugg- lega komin daginn eftir. Hins vegar er áberandi að ís- lendingar vilja ekki að haft sé fyrir þeim og þegar ég býðst til að sérpanta vörur eru viðskiptavinirnir fljótir að segja: “Nei, alls ekki - ekki hafa neitt fyrir mér!” “EF ÉG ÆTTIÞESSA BÚÐ MYNDIÉG...” Hvorugt þeirra er alið upp í Skerjafirðinum en segja ástæðu þess að þau fluttu þangað þá að þau séu í raun- inni sveitafólk inn við beinið “en ekki nógu mikið sveita- fólk til að flytjast í sveit. Skerjafjörður er nokkurs konar þorp í borginni... Skerjaver varð fljótlega búð- in okkar og í hvert skipti sem við komum úr búðinni sagði ég: “Ef ég ætti þessa búð þá myndi ég.....” segir Kaya brosandi og Guðni bætir við: “Svo ég bara keypti handa henni búð!” Mikil áhersla er lögð á að veita persónulega þjónustu í Skerjaveri. Þau þekkja and- lit og nöfn flestra viðskipta- vina sinna og treysta þeim: “Það er til dæmis alls ekki óalgengt að fólk komi hér við á leið sinni úr vinnu, grípi eitthvað í kvöldmatinn og kalli: “Ég borga þetta síð- ar”! Hvenær myndi slíkt geta átt sér stað í stórmörk- uðum?” spyrja þau - og vænta greinilega ekki svars. Að sama skapi mætti spyrja hvort það geti átt sér stað í stærri matvöruverslunum að viðskiptavinirnir geti farið á “bak við” og fengið sér kaffi- bolla. Þetta finnst fullorðna manninum sem hefur búið í Skerjafirði alla sína tíð stór- kostlegt: “Þetta er alveg eins og í gamla daga” segir hann, enda segjast þau Kaya og Guðni leggja áherslu á að hafa búðina þægilega, heim- ilislega og notalega: “Við finnum það hjá jafnöldrum okkar að yngra fólk sækir meira í það sem er gamal- dags og hlýlegt,” segja þau. “15 ÞÚSUND KRÓNA SALA OGÞÚFÆRÐ “LA BOHÉME” HEIM” Halldór, sem keyrir mjólk- ina í búðir frá Mjólkursam- sölunni segir að Skerjaver sé ólík öllum öðrum verslunum á Reykjavíkursvæðinu: “Þetta er eina verslunin þar sem maður fær ókeypis óp- erusöng!” En Halldór hjá Mjólkur- samsölunni er ekki sá eini sem fær söng; Guðni tekur oft lagið fyrir viðskiptavin- ina: “Hann stríðir þeim oft með því að segja: “Ef þú kaupir fyrir 500 krónur þá syng ég fyrir þig brot úr... Ef þú kaupir fyrir 15.000 kem ég heim til þín og syng La Bohéme...! - Ég fæ hins veg- ar aðallega að heyra æfing- ar!” segir Kaya brosandi og um leið hefur Guðni upp raust sína og syngur II Trovatore. Söngurinn laðar að fleiri viðskiptavini, en eig- endurnir sitja sallarólegir á bak við því Hjördís Andrés- dóttir sér um afgreiðsluna á meðan. Kaya hafði ekki stefnt að því að gerast verslunareig- andi. Hún hafði starfað sem verslunarstjóri í tískuversl- uninni Cosmo og vann sam- hliða við dagskrárgerð á veg- um Elite í London: “Við Hugrún Ragnarsdóttir vin- kona mín tókum viðtöl við þekkt fólk, meðal annars við fyrirsætuna Lindu Evangelista og ég var komin inn á þá línu að fara út í gerð sjónvarpsþátta. Sú vinna er í biðstöðu í augnablikinu, en vonandi fá Islendingar að sjá ein- hvern þessara þátta fyrr en síðar.” Þau segja að vissulega sé vöruverð hærra í litlu hverfisbúðunum “Heildsalarnir markaðs- stýra hér,” segja þau. “Við staðgreiðum alltaf alla okkar vöru og njótum ekki þeirra kjara sem við ættum að njóta. Við gjöldum þess að vera ekki stór, þótt við höldum vörunni að viðskipta- vin unum. Ég get hins vegar fullyrt það að við erum með minni álagn- ingu en stór- markaðir,” segir Guðni Freyr, “og því meiri sem salan er, því lægra verður vöru- verðið.” KA UPMAÐ URINN Á HORNINU MÁ EKKI HVERFA Þau segjast vera rólyndis- fólk að eðlisfari, séu lítið fyr- ir að fara út að skemmta sér og það hafi einkum breyst með tilkomu sonarins, Bene- dikts Arons, sem er að verða sjö ára. En er hægt að fá skrifað í þessari búð? “Já, við skrifum hjá við- skiptavinunum, enda mikið af útivinnandi barnafólki hér í hverfinu og börnin verða að geta keypt sér brauð og ost þegar þau koma úr skól- anum. Við förum mjög vel yfir með foreldrunum hvað má skrifa og hvað ekki...” Þau halda góðum tengslum við íbúa Skerjafjarðar, með- al annars með dreifibréfi sem þau bera sjálf - ásamt hinni ómissandi Hjördísi - inn á 600 heimili á hálfs mánaðar fresti. Eldra fólki er boðið upp á ókeypis heimsendingarþjónustu og fyrir jólin skrifuðu þau öllum íbúum Skerjafjarðar jóla- kort: “Okkur finnst sorglegt ef “kaupmaðurinn á horn- inu” deyr út - það má bara ekki gerast,” segja þau. Smiðurinn heldur syngjandi áfram að smíða nýja af- greiðsluborðið og fyrirsætan fyrrverandi snýr sér brosandi að næsta viðskiptavini og spyr: “Hvernig tókst kakan hjá þér?” ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.