Vikan


Vikan - 07.05.1998, Qupperneq 32

Vikan - 07.05.1998, Qupperneq 32
6. Svava með lager af sólgleraugum fyrir gesti. Hjallabrekka í Mosfellsbæ virðist vera venjulegt gróðurhús. En er í raun hús inni í húsi. Hjallabrekku. Þau eru ekkert hrædd um að vera til sýnis fyrir vegfarendur því bæði fylgir hús- inu eins hektara lóð, sem þau hafa verið iðin við að planta í, og háu trén utan og innandyra veita þeim skjól fyrir fáeinum forvitnum augum sem hafa van- ist öðrum byggingarstíl. ANiXAR LÍFSSTÍLL Loftið er gott í húsinu og frels- istilfinningin mikil þegar svo hátt er til lofts og útsýni til allra átta. En hefur það breytt lífsstíl Svövu og Olafs að búa í svona aldingarði? „Við erum miklu meira heima en við vorum,” seg- ir Svava. ,,Og krakkarnir okkar koma mun oftar hingað til okk- ar. Áður fórum við meira til þeirra. Stundum koma þau bara með matinn með sér. Hér er svo ljúft að vera saman og alltaf logn.” KRYDD í TILVERUNA. Það er líka stutt að fara til að ná sér í krydd í matinn því í gler- húsinu, rétt við eldhúsið, er mat- jurtagarður með laukum, ýms- um kryddtegundum, berjum, gulrótum, maís, baunum og tómötum. ,í fyrra fengum við sjö maískólfa í fullri stærð,” seg- ir Svava hæstánægð. „Og aðal- málið er að setja þá nýtínda í pottinn. Þannig eru þeir bestir.” Hún þarf ekki að fara langt, bara svona fimm skref. Fjöl- skyldan nýtur þess að vera sam- an í húsinu. „Barnabörnin okk- ar þrjú koma oft hingað og geta hjólað eða brunað á línuskautum hring eft- ir hring inni í glerhúsinu,” segir hin blómlega amma um leið og hún teygir sig í körfu fulla af sólgleraugum. „Þetta er lager fyrir gesti. Það veitir ekki af, hér er svo bjart.” „Já, meira að segja á veturna er birtan falleg innandyra,” bæt- ir Ólafur við. “Það er tunglbjart og við horfum á stjörnurnar beint fyrir ofan okkur. Þegar snjór er á þakinu verður birtan svo skemmtilega blá, frostrósir þekja gluggana og heimili okkar breytist í íshöll.” En skyldi ekki vera gaman að vakna í svona björtu, opnu húsi? 32

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.